Fór í heimildarleysi inn til konu sem sakaði hann um nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2021 14:13 Það var að morgni dags í maí 2020 sem karlmaðurinn ók sem leið á frá Akureyri og norður á Siglufjörð. Vísir/Egill Karlmaður um fimmtugt hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hafa farið óboðinn inn á heimili á Siglufirði að morgni dags í maí fyrir rúmu ári. Á heimilinu bjó kona ásamt kærasta sínum og dóttur. Konan sakaði karlmanninn um að hafa ráðist á hana daginn á undan og reynt að nauðga henni. Fram kom við aðalmeðferð málsins að kærasti hennar hefði mætt til hans og þeir rætt málið kvöldið áður. Karlmaðurinn hefði ekki talið þá hafa náð að útkljá málið og því gert sér ferð frá Akureyri til Siglufjarðar til að hitta á kærustuparið. Dóttir þeirra kom til dyra og sagði karlmanninum að bíða á meðan hún athugaði með móður sína. Sú vildi ekkert við hann tala og bað dóttur sína um að segja gestinum að hún væri sofandi. Karlmaðurinn sagðist hafa heyrt á tal og ákveðið að ganga inn. Fór hann úr skónum, og gekk upp á aðra hæð þar sem kærastinn tók á móti honum. Meinaði hann honum för og vísaði veginn út. Sló hann karlmanninn í höfuðið á útleið. Kærði kærustuparið karlmanninn fyrir húsbrot með því að hafa farið í heimildarleysi inn í húsið. Héraðsdómur Norðurlands eystra leit til þess að karlmaðurinn hefði brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs og heimilis kæranda þegar hann kom þangað að morgni dags. Heimilisfólk hafi verið sofandi. Þar knúði hann dyra þar til þær voru opnaðar og hélt í heimildarleysi inn í húsið, neitaði að yfirgefa húsið og krafðist þess að tala við konuna sem honum hafi mátt vera ljóst að vildi ekki ræða við hann eins og aðdraganda málsins var háttað. Þótt skilorðsbundið 30 daga fangelsi hæfileg refsing en maðurinn á ekki sakaferil að baki. Fjallabyggð Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Á heimilinu bjó kona ásamt kærasta sínum og dóttur. Konan sakaði karlmanninn um að hafa ráðist á hana daginn á undan og reynt að nauðga henni. Fram kom við aðalmeðferð málsins að kærasti hennar hefði mætt til hans og þeir rætt málið kvöldið áður. Karlmaðurinn hefði ekki talið þá hafa náð að útkljá málið og því gert sér ferð frá Akureyri til Siglufjarðar til að hitta á kærustuparið. Dóttir þeirra kom til dyra og sagði karlmanninum að bíða á meðan hún athugaði með móður sína. Sú vildi ekkert við hann tala og bað dóttur sína um að segja gestinum að hún væri sofandi. Karlmaðurinn sagðist hafa heyrt á tal og ákveðið að ganga inn. Fór hann úr skónum, og gekk upp á aðra hæð þar sem kærastinn tók á móti honum. Meinaði hann honum för og vísaði veginn út. Sló hann karlmanninn í höfuðið á útleið. Kærði kærustuparið karlmanninn fyrir húsbrot með því að hafa farið í heimildarleysi inn í húsið. Héraðsdómur Norðurlands eystra leit til þess að karlmaðurinn hefði brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs og heimilis kæranda þegar hann kom þangað að morgni dags. Heimilisfólk hafi verið sofandi. Þar knúði hann dyra þar til þær voru opnaðar og hélt í heimildarleysi inn í húsið, neitaði að yfirgefa húsið og krafðist þess að tala við konuna sem honum hafi mátt vera ljóst að vildi ekki ræða við hann eins og aðdraganda málsins var háttað. Þótt skilorðsbundið 30 daga fangelsi hæfileg refsing en maðurinn á ekki sakaferil að baki.
Fjallabyggð Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira