Byggðastefnan hefur siglt í strand Þorgrímur Sigmundsson skrifar 16. september 2021 08:31 Því miður hefur byggðastefna hér á landi silgt í strand. Það sést með skýrum hætti ef byggðaþróun er skoðuð nokkra áratugi aftur í tímann. Það er ljóst að það bútasaumskerfi sem hér hefur verið rekið og byggist á því að stökkva í neyðaraðgerðir þegar allt er komið í óefni dugar ekki lengur. Bútasaumurinn hefur verið kallaður ýmsum nöfnum; Vestfjarðaraðstoð, aðstoð við brotthættar byggðir, nú eða aðstoð við köld svæði. Stundum er hann kenndur við þann landshluta sem er undir hverju sinni og stundum við aðgerðina. Það er ekki aðalatriðið heldur það, að þessi aðferðafræði hefur því miður ekki getað snúið þróuninni við. Nú blasir við, að til að geta kallað fram raunhæfar breytingar þarf að ráðast í almennari aðgerðir og þá helst til breytinga á skattkerfinu. Borgríki Það er alveg hægt að lýsa þessu á myndrænan hátt sem birtist skýrast í því að við erum að verða með eitt mesta borgríki Evrópu. Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem hafa velt því fyrir sér hvort það sé þróun sem við viljum sjá enda er hún á skjön við það sem aðrar þjóðir eru að reyna að ná fram. Þannig sjáum við hjá okkar næstu nágrönnum, Norðmönnum, að á Óslóarsvæðinu, býr um það bil 25% Norðmanna og þykir þeim nóg um. Ef við tökum hins vegar áhrifasvæði Reykjavíkur, sem má skilgreina á milli Hvítánna tveggja, þá búa nú þar upp undir 85% Íslendingar. Það er fráleitt að tala um jöfnun á vægi atkvæða þegar allar stofnanir landsins eru komnar á þetta svæði þar sem meira og minna allir búa. Það þarf að ráðast í öflugar og kraftmiklar aðgerðir ef á að vera hægt að snúa við þessari þróun eða í það minnsta stöðva hana. Það verður ekki gert með smáskammtalækningum eins og hafa hér verið við hafðar í áratugi. Það þarf að kjósa breytingar Þegar menn tala um vægi atkvæða þá snýst það ekki aðeins um fjölda kjörinna fulltrúa. Það snýst um aðgang borgaranna að þjónustu og stofnunum ríkisins og því gríðarlega valdi sem embættismenn hafa. Til að stöðva þessa þróun og snúa henni við þannig að fólki og fyrirtækjum þyki áhugavert að starfa úti á landi verður að ráðast í miklar aðgerðir. Þær verða að vera almennar og skapa skilyrði fyrir því að rekstur úti á landi sé jafnsettur rekstri á höfuðborgarsvæðinu og jafn hagkvæmur fyrir þá sem fjárfesta í honum. Því þarf að skapa almenna jákvæða hvata fyrir fólk og fyrirtæki til þess að starfa úti á landi. Sú aðferð sem hefur verið viðhöfð undanfarna áratugi dugar ekki lengur. Ef fer sem horfir munu aðeins örfáir kjarnar úti á landi lifa þetta af og hinir smám saman fjara út. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að það sé það sem íbúar þessa lands vilja. Til að fá fram breytingar þarf að kjósa breytingar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er varaþingmaður og situr í 3. sæti lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Byggðamál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður hefur byggðastefna hér á landi silgt í strand. Það sést með skýrum hætti ef byggðaþróun er skoðuð nokkra áratugi aftur í tímann. Það er ljóst að það bútasaumskerfi sem hér hefur verið rekið og byggist á því að stökkva í neyðaraðgerðir þegar allt er komið í óefni dugar ekki lengur. Bútasaumurinn hefur verið kallaður ýmsum nöfnum; Vestfjarðaraðstoð, aðstoð við brotthættar byggðir, nú eða aðstoð við köld svæði. Stundum er hann kenndur við þann landshluta sem er undir hverju sinni og stundum við aðgerðina. Það er ekki aðalatriðið heldur það, að þessi aðferðafræði hefur því miður ekki getað snúið þróuninni við. Nú blasir við, að til að geta kallað fram raunhæfar breytingar þarf að ráðast í almennari aðgerðir og þá helst til breytinga á skattkerfinu. Borgríki Það er alveg hægt að lýsa þessu á myndrænan hátt sem birtist skýrast í því að við erum að verða með eitt mesta borgríki Evrópu. Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem hafa velt því fyrir sér hvort það sé þróun sem við viljum sjá enda er hún á skjön við það sem aðrar þjóðir eru að reyna að ná fram. Þannig sjáum við hjá okkar næstu nágrönnum, Norðmönnum, að á Óslóarsvæðinu, býr um það bil 25% Norðmanna og þykir þeim nóg um. Ef við tökum hins vegar áhrifasvæði Reykjavíkur, sem má skilgreina á milli Hvítánna tveggja, þá búa nú þar upp undir 85% Íslendingar. Það er fráleitt að tala um jöfnun á vægi atkvæða þegar allar stofnanir landsins eru komnar á þetta svæði þar sem meira og minna allir búa. Það þarf að ráðast í öflugar og kraftmiklar aðgerðir ef á að vera hægt að snúa við þessari þróun eða í það minnsta stöðva hana. Það verður ekki gert með smáskammtalækningum eins og hafa hér verið við hafðar í áratugi. Það þarf að kjósa breytingar Þegar menn tala um vægi atkvæða þá snýst það ekki aðeins um fjölda kjörinna fulltrúa. Það snýst um aðgang borgaranna að þjónustu og stofnunum ríkisins og því gríðarlega valdi sem embættismenn hafa. Til að stöðva þessa þróun og snúa henni við þannig að fólki og fyrirtækjum þyki áhugavert að starfa úti á landi verður að ráðast í miklar aðgerðir. Þær verða að vera almennar og skapa skilyrði fyrir því að rekstur úti á landi sé jafnsettur rekstri á höfuðborgarsvæðinu og jafn hagkvæmur fyrir þá sem fjárfesta í honum. Því þarf að skapa almenna jákvæða hvata fyrir fólk og fyrirtæki til þess að starfa úti á landi. Sú aðferð sem hefur verið viðhöfð undanfarna áratugi dugar ekki lengur. Ef fer sem horfir munu aðeins örfáir kjarnar úti á landi lifa þetta af og hinir smám saman fjara út. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að það sé það sem íbúar þessa lands vilja. Til að fá fram breytingar þarf að kjósa breytingar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er varaþingmaður og situr í 3. sæti lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun