Þegar við gáfum ráðherra hugmyndirnar okkar Björn Leví Gunnarsson skrifar 17. september 2021 15:16 Píratar eru fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en alls ekki undir þeim formerkjum sem urðu til þess að hinn ágæti hópur Örlítill grenjandi minnihluti varð til. Þegar frumvarp umhverfisráðherra var loksins lagt fram eftir dúk og disk var augljóst að það voru heilmiklir meingallar á því. Settar voru miklar skorður á ferðafrelsi en ekkert gert í gríðarlegum umhverfisspjöllum sem fylgja því að virkja hálft hálendið. Þetta var hreinlega röng ákvörðun, enda kom fljótt í ljós að litlar sem engar líkur yrðu til þess að málið færi í gegn. Andstaðan varð mjög hratt mjög mikil, og ljóst að óánægjan var í öllum fylkingum. Greinilegt var að ráðherra hafði látið í minnipokann fyrir virkjunarsinnum á Íslandi, en lagt þeim mun meiri áherslu að drottna yfir ferðafrelsi fólks og reyndar yfir öllum málefnum sem snerta þjóðgarðinn. Nema þegar kemur að virkjunum. Við Píratar fórum strax í að reyna finna leiðir til að breyta frumvarpi umhverfisráðherra á veg sem myndi bæta úr þessum stóru göllum. Og til að reyna að fá þessar tillögur fram gerðum við eitthvað sem er kannski ekki algengt í stjórnmálum, við gáfum umhverfisráðherra tillögurnar okkar. Af hverju? Jú, vegna þess að það er sorgleg staðreynd íslenskra stjórnmála að hjá ríkisstjórnarflokkunum skiptir oft meira máli hvaðan tillögur koma en hvert innihald þeirra er. Við töldum því meiri líkur á því að ná breytingunum fram ef þær kæmu frá ráðherra en frá flokki í stjórnarandstöðu. Því miður gerði ráðherra ekkert með tillögur okkar. Og hverjar eru þessar tillögur? Kíkjum á það helsta: Stjórnunar- og verndaráætlun Við gerð stjórnunar- og verndaráætlanna bar, samkvæmt frumvarpi, að hafa samráð við hagsmunaaðila á hverju svæði. Við tókum út orðin „á svæðinu“ svo skylt yrði að leita samráðs við hagsmunaaðila á landsvísu (Landvernd, F4x4, o.s.frv.). Það er nauðsynlegt að þessir aðilar fái að koma með sín sjónarmið að borðinu, því verndaráætlanir á einu svæði þjóðgarðsins geta haft áhrif á öll hin svæðin. Dvöl, umgengni og umferð um Hálendisþjóðgarð 18. grein frumvarpsins fjallar mikið um boð og bönn. Þar strikuðum við yfir heimildir ráðherra til að setja almenna reglugerð um umferð, sem og reglugerðarheimild um akstur vélknúinna ökutækja. Einnig hentum við reglugerðarheimild varðandi flug og flygildi og reglugerðarheimild um notkun vega á einstaka árstíðum og álíka. Við skyldum þó eftir heimild ráðherra til að loka fyrir umferð tímabundið ef landsvæði eða lífríki liggi undir skemmdum. Þessi heimild er nægileg fyrir ráðherra til að vernda þjóðgarðinn, en krefst þess að rök séu færð fyrir hverju banni. Að öðru leyti er bannað að aka utan vega innan þjóðgarðsins, eins og reyndar alls staðar. Leyfisveitingar Við breyttum ákvæðum 21. greinar frumvarpsins á þann veg að það séu viðkomandi sveitarstjórnir sem veiti leyfi til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðgarðsins. Þessi nýting getur þó aldrei farið gegn ítarlegum markmiðum sem eiga að nást með friðlýsingu þjóðgarðarins. Þannig er sveitarstjórnum og heimamönnum treyst fyrir náttúruvernd í stað þess svipta þá ákvörðunarvaldi. Orkunýting 23. grein fjallar um orkunýtingu. Við bættum við þá grein skyldu á ráðherra að leita samráðs við hagsmunaaðila þegar hann skilgreinir svokölluð jaðarsvæði þjóðgarðarins. Svo einfaldlega tókum við út með öllu allt tal um að virkjanakostir í biðflokki rammaáætlunar gætu mögulega verið virkjaðir. Píratar eru á móti frekari virkjunum á miðhálendi Íslands, enda er mjög erfitt að sjá hvernig risastórar stíflur, uppistöðulón, veituskurðir og tengivirki samræmist markmiðum þjóðgarðarins. Sektir Við auðvitað fjarlægðum úr frumvarpinu fullt af sektarheimildum sem voru í kaflanum um umferð og dvöl í þjóðgarðinum. Til að sýna fram á mikilvægi þjóðgarðarins lögðum við hins vegar til breytingu á lögum um náttúruvernd þess efnis að sektir við brotum á akstri utan vega væru tvöfaldaðar ef brotið ætti sér stað innan þjóðgarðar. Með þessu teljum við Píratar að hægt væri að sætta sjónarmið flestra þeirra sem málið varðar. Ábyrg ferðamennska fær að vera óáreitt svo lengi sem reglum er fylgt, engar frekari virkjanir munu rífa upp ósnerta náttúru og sveitarfélög hafa enn skipulagsvald yfir öllu sveitarfélaginu, en þó eingöngu ef slíkt samræmist markmiðum friðlýsingar. Markmið frumvarpsins um hálendisþjóðgarð var göfugt. Vernd náttúru, veita almenningi tækifæri til að kynnast og njóta náttúru, stuðla að útivist og efla samfélag í nágrenni þjóðgarðarins. Endalaus boð og bönn og takmarkanir á ferðafrelsi ná þessum markmiðum aldrei fram. Þess vegna vildum við ábyrgt ferðafrelsi, þess vegna vildum við að ráðherra þyrfti að rökstyðja allar takmarkanir á ferð um þjóðgarðinn. Og þess vegna viljum við banna virkjanir á hálendi Íslands. Náttúran og samfélagið á betra skilið. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Píratar eru fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en alls ekki undir þeim formerkjum sem urðu til þess að hinn ágæti hópur Örlítill grenjandi minnihluti varð til. Þegar frumvarp umhverfisráðherra var loksins lagt fram eftir dúk og disk var augljóst að það voru heilmiklir meingallar á því. Settar voru miklar skorður á ferðafrelsi en ekkert gert í gríðarlegum umhverfisspjöllum sem fylgja því að virkja hálft hálendið. Þetta var hreinlega röng ákvörðun, enda kom fljótt í ljós að litlar sem engar líkur yrðu til þess að málið færi í gegn. Andstaðan varð mjög hratt mjög mikil, og ljóst að óánægjan var í öllum fylkingum. Greinilegt var að ráðherra hafði látið í minnipokann fyrir virkjunarsinnum á Íslandi, en lagt þeim mun meiri áherslu að drottna yfir ferðafrelsi fólks og reyndar yfir öllum málefnum sem snerta þjóðgarðinn. Nema þegar kemur að virkjunum. Við Píratar fórum strax í að reyna finna leiðir til að breyta frumvarpi umhverfisráðherra á veg sem myndi bæta úr þessum stóru göllum. Og til að reyna að fá þessar tillögur fram gerðum við eitthvað sem er kannski ekki algengt í stjórnmálum, við gáfum umhverfisráðherra tillögurnar okkar. Af hverju? Jú, vegna þess að það er sorgleg staðreynd íslenskra stjórnmála að hjá ríkisstjórnarflokkunum skiptir oft meira máli hvaðan tillögur koma en hvert innihald þeirra er. Við töldum því meiri líkur á því að ná breytingunum fram ef þær kæmu frá ráðherra en frá flokki í stjórnarandstöðu. Því miður gerði ráðherra ekkert með tillögur okkar. Og hverjar eru þessar tillögur? Kíkjum á það helsta: Stjórnunar- og verndaráætlun Við gerð stjórnunar- og verndaráætlanna bar, samkvæmt frumvarpi, að hafa samráð við hagsmunaaðila á hverju svæði. Við tókum út orðin „á svæðinu“ svo skylt yrði að leita samráðs við hagsmunaaðila á landsvísu (Landvernd, F4x4, o.s.frv.). Það er nauðsynlegt að þessir aðilar fái að koma með sín sjónarmið að borðinu, því verndaráætlanir á einu svæði þjóðgarðsins geta haft áhrif á öll hin svæðin. Dvöl, umgengni og umferð um Hálendisþjóðgarð 18. grein frumvarpsins fjallar mikið um boð og bönn. Þar strikuðum við yfir heimildir ráðherra til að setja almenna reglugerð um umferð, sem og reglugerðarheimild um akstur vélknúinna ökutækja. Einnig hentum við reglugerðarheimild varðandi flug og flygildi og reglugerðarheimild um notkun vega á einstaka árstíðum og álíka. Við skyldum þó eftir heimild ráðherra til að loka fyrir umferð tímabundið ef landsvæði eða lífríki liggi undir skemmdum. Þessi heimild er nægileg fyrir ráðherra til að vernda þjóðgarðinn, en krefst þess að rök séu færð fyrir hverju banni. Að öðru leyti er bannað að aka utan vega innan þjóðgarðsins, eins og reyndar alls staðar. Leyfisveitingar Við breyttum ákvæðum 21. greinar frumvarpsins á þann veg að það séu viðkomandi sveitarstjórnir sem veiti leyfi til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðgarðsins. Þessi nýting getur þó aldrei farið gegn ítarlegum markmiðum sem eiga að nást með friðlýsingu þjóðgarðarins. Þannig er sveitarstjórnum og heimamönnum treyst fyrir náttúruvernd í stað þess svipta þá ákvörðunarvaldi. Orkunýting 23. grein fjallar um orkunýtingu. Við bættum við þá grein skyldu á ráðherra að leita samráðs við hagsmunaaðila þegar hann skilgreinir svokölluð jaðarsvæði þjóðgarðarins. Svo einfaldlega tókum við út með öllu allt tal um að virkjanakostir í biðflokki rammaáætlunar gætu mögulega verið virkjaðir. Píratar eru á móti frekari virkjunum á miðhálendi Íslands, enda er mjög erfitt að sjá hvernig risastórar stíflur, uppistöðulón, veituskurðir og tengivirki samræmist markmiðum þjóðgarðarins. Sektir Við auðvitað fjarlægðum úr frumvarpinu fullt af sektarheimildum sem voru í kaflanum um umferð og dvöl í þjóðgarðinum. Til að sýna fram á mikilvægi þjóðgarðarins lögðum við hins vegar til breytingu á lögum um náttúruvernd þess efnis að sektir við brotum á akstri utan vega væru tvöfaldaðar ef brotið ætti sér stað innan þjóðgarðar. Með þessu teljum við Píratar að hægt væri að sætta sjónarmið flestra þeirra sem málið varðar. Ábyrg ferðamennska fær að vera óáreitt svo lengi sem reglum er fylgt, engar frekari virkjanir munu rífa upp ósnerta náttúru og sveitarfélög hafa enn skipulagsvald yfir öllu sveitarfélaginu, en þó eingöngu ef slíkt samræmist markmiðum friðlýsingar. Markmið frumvarpsins um hálendisþjóðgarð var göfugt. Vernd náttúru, veita almenningi tækifæri til að kynnast og njóta náttúru, stuðla að útivist og efla samfélag í nágrenni þjóðgarðarins. Endalaus boð og bönn og takmarkanir á ferðafrelsi ná þessum markmiðum aldrei fram. Þess vegna vildum við ábyrgt ferðafrelsi, þess vegna vildum við að ráðherra þyrfti að rökstyðja allar takmarkanir á ferð um þjóðgarðinn. Og þess vegna viljum við banna virkjanir á hálendi Íslands. Náttúran og samfélagið á betra skilið. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun