Sprenging á íslenska hlutabréfamarkaðnum þroskamerki Snorri Másson skrifar 17. september 2021 21:05 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Stöð 2/Egill Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta. Undanfarið ár hefur einkennst öðrum árum fremur af fréttum af meiri háttar hlutafjárútboðum gamalla og nýrra íslenskra félaga. Íslandsbankaútboðinu fylgdust allir landsmenn með og mikið fé safnaðist sömuleiðis í hlutafjárútboði Icelandair, Play, Síldarvinnslunnar og tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Allt þetta er hluti af þróun sem kristallast í nýrri hagsjá Landsbankans, þar sem fram kemur að Ísland slær í raun heimsmetið í ár í samanlagðri verðhækkun á hlutabréfamarkaði. Forysta Íslands er afgerandi. Tólf mánaða ávöxtun á hlutabréfamarkaði á Íslandi nemur 65,4% en næst á eftir kemur Svíþjóð með 41,7% vöxt. Danmörk og Noregur hafa notið 30-35% vaxtar og Bandaríkin eru á svipuðum slóðum, með 29,2%. Einstök fyrirtæki hafa enda átt sögulega góð ár. Eimskipafélagið hefur rúmlega þrefaldast í virði frá því um miðjan september í fyrra, Kvika og Arion banki hafa hækkað um rúm 120% í virði, fasteignafélögin Reginn, Reitir og Eik hafa hækkað á bilinu 58-75% og Icelandair Group hefur hækkað um 16,4% í miðjum faraldri. Við þetta er síðan að bæta að Íslandsbanki hefur hækkað um 27% frá útboðinu í júní. „Þetta er í raun þroskamerki. Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið frekar óvirkur og grunnur, og aðallega bara verið lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar. Það sem er að gerast núna er að almenningur er að koma meira inn á markaðinn en áður,“ sagði Snorri Jakobsson hagfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Áður hafi almenningur frekar fjárfest í fasteignum, eins og Airbnb-íbúðum, en að hann snúi sér nú að hlutabréfamarkaðnum hafi mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið. Skýringarnar á mikilli hækkun nú sé að vissu leyti að finna í óhóflega mikilli svartsýni framan af vegna faraldursins, en ekki að öllu leyti. Raunveruleg hækkun hafi átt sér stað eftir að væntingarnar réttu sig af. Að fjárfesta í hlutabréfum fylgi þó ætíð gríðarleg áhætta, enda aldrei hægt að vita hvernig fer. „Það er rétt að árétta að markaðurinn hækkar ekki alltaf endalaust. Hann er búinn að hækka mjög mikið síðastliðið ár. Þetta voru mjög góð kauptækifæri og íslenski hlutabréfamarkaðurinn mjög ódýr fyrir ári, tala nú ekki um fyrir þremur árum síðan.“ Án þess að þú gefir fjármálaráðgjöf, á fólk að fara að fjárfesta? „Ég vil ekkert tjá mig um það, en ég myndi skoða málið mjög vel og einstök fyrirtæki,“ segir Snorri. Kauphöllin Efnahagsmál Solid Clouds Síldarvinnslan Icelandair Play Tengdar fréttir Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. 17. september 2021 11:23 Verð Íslandsbanka komið 55 prósent yfir útboðsgengi eftir hækkun dagsins Gengi bréfa í Íslandsbanka hækkaði um 5,15 prósent í viðskiptum dagsins og stóð í 122,5 krónum á hlut við lokun Kauphallar. Við opnun markaða í dag var verðið 116,5 krónur en viðskipti með bréfin námu 894,6 milljónum króna. 12. ágúst 2021 17:11 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Undanfarið ár hefur einkennst öðrum árum fremur af fréttum af meiri háttar hlutafjárútboðum gamalla og nýrra íslenskra félaga. Íslandsbankaútboðinu fylgdust allir landsmenn með og mikið fé safnaðist sömuleiðis í hlutafjárútboði Icelandair, Play, Síldarvinnslunnar og tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Allt þetta er hluti af þróun sem kristallast í nýrri hagsjá Landsbankans, þar sem fram kemur að Ísland slær í raun heimsmetið í ár í samanlagðri verðhækkun á hlutabréfamarkaði. Forysta Íslands er afgerandi. Tólf mánaða ávöxtun á hlutabréfamarkaði á Íslandi nemur 65,4% en næst á eftir kemur Svíþjóð með 41,7% vöxt. Danmörk og Noregur hafa notið 30-35% vaxtar og Bandaríkin eru á svipuðum slóðum, með 29,2%. Einstök fyrirtæki hafa enda átt sögulega góð ár. Eimskipafélagið hefur rúmlega þrefaldast í virði frá því um miðjan september í fyrra, Kvika og Arion banki hafa hækkað um rúm 120% í virði, fasteignafélögin Reginn, Reitir og Eik hafa hækkað á bilinu 58-75% og Icelandair Group hefur hækkað um 16,4% í miðjum faraldri. Við þetta er síðan að bæta að Íslandsbanki hefur hækkað um 27% frá útboðinu í júní. „Þetta er í raun þroskamerki. Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið frekar óvirkur og grunnur, og aðallega bara verið lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar. Það sem er að gerast núna er að almenningur er að koma meira inn á markaðinn en áður,“ sagði Snorri Jakobsson hagfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Áður hafi almenningur frekar fjárfest í fasteignum, eins og Airbnb-íbúðum, en að hann snúi sér nú að hlutabréfamarkaðnum hafi mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið. Skýringarnar á mikilli hækkun nú sé að vissu leyti að finna í óhóflega mikilli svartsýni framan af vegna faraldursins, en ekki að öllu leyti. Raunveruleg hækkun hafi átt sér stað eftir að væntingarnar réttu sig af. Að fjárfesta í hlutabréfum fylgi þó ætíð gríðarleg áhætta, enda aldrei hægt að vita hvernig fer. „Það er rétt að árétta að markaðurinn hækkar ekki alltaf endalaust. Hann er búinn að hækka mjög mikið síðastliðið ár. Þetta voru mjög góð kauptækifæri og íslenski hlutabréfamarkaðurinn mjög ódýr fyrir ári, tala nú ekki um fyrir þremur árum síðan.“ Án þess að þú gefir fjármálaráðgjöf, á fólk að fara að fjárfesta? „Ég vil ekkert tjá mig um það, en ég myndi skoða málið mjög vel og einstök fyrirtæki,“ segir Snorri.
Kauphöllin Efnahagsmál Solid Clouds Síldarvinnslan Icelandair Play Tengdar fréttir Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. 17. september 2021 11:23 Verð Íslandsbanka komið 55 prósent yfir útboðsgengi eftir hækkun dagsins Gengi bréfa í Íslandsbanka hækkaði um 5,15 prósent í viðskiptum dagsins og stóð í 122,5 krónum á hlut við lokun Kauphallar. Við opnun markaða í dag var verðið 116,5 krónur en viðskipti með bréfin námu 894,6 milljónum króna. 12. ágúst 2021 17:11 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. 17. september 2021 11:23
Verð Íslandsbanka komið 55 prósent yfir útboðsgengi eftir hækkun dagsins Gengi bréfa í Íslandsbanka hækkaði um 5,15 prósent í viðskiptum dagsins og stóð í 122,5 krónum á hlut við lokun Kauphallar. Við opnun markaða í dag var verðið 116,5 krónur en viðskipti með bréfin námu 894,6 milljónum króna. 12. ágúst 2021 17:11