ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 18:39 Arnar Sigurðsson vínkaupmaður í Sante. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. Í stefnu ÁTVR, sem fréttastofa hefur undir höndum, fer ríkisfyrirtækið fram á að Sante hætti með öllu smásölu áfengis að viðlögðum dagsektum upp á fimmtíu þúsund krónur á hvern aðila. Alls 150 þúsund krónur á dag. Fyrirtækið ber fyrir sig ákvæði áfengislaga en þar er skýrt tekið fram að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkarétt til sölu áfengis hér á landi. Þá krefst ÁTVR þess einnig að viðurkennd verði bótaskylda hvers aðila fyrir sig, vegna meints tjóns sem ÁTVR hefur beðið vegna smásölu áfengis í vefverslun. Reyndi fyrst kæru til lögreglu Ljóst er að ÁTVR hefur horn í síðu Arnars Sigurðssonar og fyrirtækja hans en fyrirtækið kærði sömu aðila til lögreglu og skattyfirvalda í júlí síðastliðnum. Fyrirtækin voru þá sökuð um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Segist hafa riðið á vaðið til að veita neytendum valkost Arnar Sigurðsson segir að fyrirtæki hans hafi riðið á vaðið og opnað annan kost í áfengiskaupum fyrir íslenska neytendur. „ÁTVR veit að niðurtalningin er hafin og þess vegna reyna stjórnendur á handahófskenndan hátt að leggja stein í götu okkar. Ekkert af þessu hefur borið árangur. Meira að segja lögreglan telur ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt í málinu! Þá hafa hvorki sýslumaður né skatturinn séð ástæðu til þess að bregðast við kvörtunum ÁTVR,“ segir Arnar í samskiptum við fréttaastofu. Arnar segir að málið sé nú í höndum lögmanna og að fyrirtæki hans muni halda uppteknum hætti á meðan á málaferlum stendur. Fleiri hafa fengið stefnu Þórgnýr Thoroddsen, oft kenndur við Bjórland, hafði samband við fréttastofu og benti á að ÁTVR hefði einnig stefnt honum fyrir „að brjóta gegn einokunarleyfi fyrirtækisins og gegn lögum um verslun með áfengi.“ Hann segir að það sem komi honum mest á óvart í málinu sé hversu vanhugsuð stefna ÁTVR sé, ekki síst með tilliti til þess hversu lengi málið hafi verið í gerjun. „Ég sé ekki ástæðu til að gefa neitt eftir, missi ekki svefn yfir þessu máli. - Sú staðreynd að hvorki lögreglan né sýslumaður virðast hafa sýnt þessu máli nokkurn áhuga segir ýmislegt, enn fremur liggur straumurinn í pólitíkinni og þjóðfélaginu bara þannig að það er bara tímaspursmál hvenær það verði staðfest það sem við vitum nú þegar, að rekstur innlendra vefverslana með áfengi er fullkomlega eðlilegur,“ segir Þórgnýr. Þórgnýr tjáði sig um málið á Facebook á dögunum og segir sér hafa verið gert að sök að vera moskítófluga í augum ÁTVR. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Áfengi og tóbak Neytendur Netverslun með áfengi Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Í stefnu ÁTVR, sem fréttastofa hefur undir höndum, fer ríkisfyrirtækið fram á að Sante hætti með öllu smásölu áfengis að viðlögðum dagsektum upp á fimmtíu þúsund krónur á hvern aðila. Alls 150 þúsund krónur á dag. Fyrirtækið ber fyrir sig ákvæði áfengislaga en þar er skýrt tekið fram að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkarétt til sölu áfengis hér á landi. Þá krefst ÁTVR þess einnig að viðurkennd verði bótaskylda hvers aðila fyrir sig, vegna meints tjóns sem ÁTVR hefur beðið vegna smásölu áfengis í vefverslun. Reyndi fyrst kæru til lögreglu Ljóst er að ÁTVR hefur horn í síðu Arnars Sigurðssonar og fyrirtækja hans en fyrirtækið kærði sömu aðila til lögreglu og skattyfirvalda í júlí síðastliðnum. Fyrirtækin voru þá sökuð um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Segist hafa riðið á vaðið til að veita neytendum valkost Arnar Sigurðsson segir að fyrirtæki hans hafi riðið á vaðið og opnað annan kost í áfengiskaupum fyrir íslenska neytendur. „ÁTVR veit að niðurtalningin er hafin og þess vegna reyna stjórnendur á handahófskenndan hátt að leggja stein í götu okkar. Ekkert af þessu hefur borið árangur. Meira að segja lögreglan telur ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt í málinu! Þá hafa hvorki sýslumaður né skatturinn séð ástæðu til þess að bregðast við kvörtunum ÁTVR,“ segir Arnar í samskiptum við fréttaastofu. Arnar segir að málið sé nú í höndum lögmanna og að fyrirtæki hans muni halda uppteknum hætti á meðan á málaferlum stendur. Fleiri hafa fengið stefnu Þórgnýr Thoroddsen, oft kenndur við Bjórland, hafði samband við fréttastofu og benti á að ÁTVR hefði einnig stefnt honum fyrir „að brjóta gegn einokunarleyfi fyrirtækisins og gegn lögum um verslun með áfengi.“ Hann segir að það sem komi honum mest á óvart í málinu sé hversu vanhugsuð stefna ÁTVR sé, ekki síst með tilliti til þess hversu lengi málið hafi verið í gerjun. „Ég sé ekki ástæðu til að gefa neitt eftir, missi ekki svefn yfir þessu máli. - Sú staðreynd að hvorki lögreglan né sýslumaður virðast hafa sýnt þessu máli nokkurn áhuga segir ýmislegt, enn fremur liggur straumurinn í pólitíkinni og þjóðfélaginu bara þannig að það er bara tímaspursmál hvenær það verði staðfest það sem við vitum nú þegar, að rekstur innlendra vefverslana með áfengi er fullkomlega eðlilegur,“ segir Þórgnýr. Þórgnýr tjáði sig um málið á Facebook á dögunum og segir sér hafa verið gert að sök að vera moskítófluga í augum ÁTVR. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Áfengi og tóbak Neytendur Netverslun með áfengi Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira