Heppni Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 18. september 2021 23:30 Í þessu þjóðfélagi sem við búum í ríður mjög á að vera heppin(n). Það veltur mjög á heppni hvaða spil eru á hendi í upphafi og ennfremur hvernig gengur að spila úr þeim. Það þarf lítið út af að bregða fyrir margan til að ágætis líf breytist í andhverfu sína. Ef vel á að vera þarf helst tvær útivinnandi manneskjur til að halda heimili. Flest þurfum við að standa skil á húsaleigu eða afborgun af húsnæðisláni ásamt því að eiga fyrir öðrum nauðsynjum um hver mánaðamót. Fólk sem hefur það ágætt, hefur í sig og á og stendur skil á sínu er mögulega sátt við ríkjandi ástand. Kanske er það jafnvel hrætt við einhverjar breytingar sem gætu dregið úr lífsgæðum þess. Það vill jú halda áfram að hafa það ágætt og það er ósköp eðlilegt. Það er þó jafn þarft að hugsa til þess hvað verður ef breytingar verða á mánaðarlegri innkomu sem við öll reiðum okkur á; ef heilsan gefur sig eða slys ber að höndum. Þá tekur við tekjumissir sem umturnar lífi fólks. Kanske ertu svo heppin(n) að þetta mun aldrei henda þig en viljum við eiga allt okkar undir því? Lyfja- og lækniskostnaður reynist mörgum þungur baggi og sér í lagi þegar innkoman er einungis lágar örorkubætur. Slíkri stöðu fylgir mikil skerðing lífsgæða og fátæktin bíður álengdar. Það er vont að vera óheppin(n) og nógu erfitt er að fást við heilsuleysi að ekki fylgi honum einnig afkomukvíði. Hann getur nefnilega verið býsna stuttur slóðinn frá ágætu og næsta áhyggjulausu lífi til biðraðarinnar hjá matarúthlutun Fjölskylduhjálparinnar. Sósíalismi snýst um að smíða samfélag þar sem enginn á að þurfa að lifa við afkomukvíða enda hefur margsinnis verið sýnt fram á að það er nóg til handa öllum. Það þarf bara að ráðast í að leiðrétta ýmsan ójöfnuð sem hefur fengið að viðgangast allt of lengi. Sósíalistaflokkurinn hefur markað sér skýrar stefnur í öllum helstu málaflokkum með það fyrir augum að hér fái að þrífast velferðarsamfélag fyrir okkur öll en ekki einungis þau sem eru með góð spil á hendi. Enda er löngu sýnt að það er vitlaust gefið. Setjum X við J í stað þess að reiða okkur á heppni! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessu þjóðfélagi sem við búum í ríður mjög á að vera heppin(n). Það veltur mjög á heppni hvaða spil eru á hendi í upphafi og ennfremur hvernig gengur að spila úr þeim. Það þarf lítið út af að bregða fyrir margan til að ágætis líf breytist í andhverfu sína. Ef vel á að vera þarf helst tvær útivinnandi manneskjur til að halda heimili. Flest þurfum við að standa skil á húsaleigu eða afborgun af húsnæðisláni ásamt því að eiga fyrir öðrum nauðsynjum um hver mánaðamót. Fólk sem hefur það ágætt, hefur í sig og á og stendur skil á sínu er mögulega sátt við ríkjandi ástand. Kanske er það jafnvel hrætt við einhverjar breytingar sem gætu dregið úr lífsgæðum þess. Það vill jú halda áfram að hafa það ágætt og það er ósköp eðlilegt. Það er þó jafn þarft að hugsa til þess hvað verður ef breytingar verða á mánaðarlegri innkomu sem við öll reiðum okkur á; ef heilsan gefur sig eða slys ber að höndum. Þá tekur við tekjumissir sem umturnar lífi fólks. Kanske ertu svo heppin(n) að þetta mun aldrei henda þig en viljum við eiga allt okkar undir því? Lyfja- og lækniskostnaður reynist mörgum þungur baggi og sér í lagi þegar innkoman er einungis lágar örorkubætur. Slíkri stöðu fylgir mikil skerðing lífsgæða og fátæktin bíður álengdar. Það er vont að vera óheppin(n) og nógu erfitt er að fást við heilsuleysi að ekki fylgi honum einnig afkomukvíði. Hann getur nefnilega verið býsna stuttur slóðinn frá ágætu og næsta áhyggjulausu lífi til biðraðarinnar hjá matarúthlutun Fjölskylduhjálparinnar. Sósíalismi snýst um að smíða samfélag þar sem enginn á að þurfa að lifa við afkomukvíða enda hefur margsinnis verið sýnt fram á að það er nóg til handa öllum. Það þarf bara að ráðast í að leiðrétta ýmsan ójöfnuð sem hefur fengið að viðgangast allt of lengi. Sósíalistaflokkurinn hefur markað sér skýrar stefnur í öllum helstu málaflokkum með það fyrir augum að hér fái að þrífast velferðarsamfélag fyrir okkur öll en ekki einungis þau sem eru með góð spil á hendi. Enda er löngu sýnt að það er vitlaust gefið. Setjum X við J í stað þess að reiða okkur á heppni! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun