Er fullreynt með fullveldið? Karl Gauti Hjaltason skrifar 19. september 2021 13:30 Vinstri flokkarnir virðast hafa það eitt að markmiði að stækka ríkisbáknið, hækka skatta, draga úr frelsi fólks og þrengja þannig að öllu athafnafrelsi í landinu. Miðflokkurinn hefur á þessu sviði markað sér stöðu með athafnafrelsi og gegn þeirri hugsun að ríkið hafi lausnir við öllum vandamálum. Þvert á móti teljum við að sé einstaklingum veitt svigrúm, innan marka skynsamlegra reglna, þá verði til hagkvæmari og fjölbreyttari lausnir á mörgum vandamálum líðandi stundar. Kjarninn í stefnu Miðflokksins er virðing fyrir fullveldi landsins og frelsi einstaklinga. Til að tryggja þetta er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er unnt að draga úr álögum á almenning og minni fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og aukin verðmæti. Að standa í báða fætur En baráttan fyrir fullveldinu nær til fleiri þátta. Skilgreining og afmörkun lýðveldisins er kannski stærsta áskorunin. Hvernig við beitum fullveldinu í samskiptum við aðrar þjóðir. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur umfram aðra stjórnmálamenn sýnt í verki hve mikilvægt er að verja fullveldi landsins. Fyrst í Icesave-málinu, þegar aðrir guggnuðu stóð hann í báða fætur. Síðar, þegar kom að uppgjöri við kröfuhafa slitabúa bankana, stefnumörkun landsins gagnvart hinum nýju eigendum Íslands var hann réttur maður á réttum stað. Með skýrri stefnu og fullveldið að vopni lagði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs grunn að fjárhagslegu frelsi þjóðarinnar á ný. Þess njóta landsmenn og ríkissjóður var nánast skuldlaus við útlönd þegar kórónuverufaraldurinn lagði nýjar áskoranir á okkur. Stöndum með fullveldi landsins Það er skylda okkar sem stöndum í stjórnmálabaráttu að gera grein fyrir stefnu okkar og hugsjónum. Við Miðflokksmenn leggjum þannig áherslu á sjálfstæði og fullveldi landsins út á við en fullveldishugsunin nær einnig til þess að einfalda regluverkið innanlands þannig að stofnanir ríkisins vinni fyrir borgara landsins en ekki öfugt. Einhver gæti sagt að þetta sé sjálfsögð og eðlileg krafa en það er því miður svo að margir í atvinnulífinu þurfa að verja stórum hluta tíma síns í að uppfylla tilgangslitlar kvaðir og sinna pappírsvinnu sem taka tíma frá verðmætaskapandi vinnu. Það er vegna þessara þátta sem við Miðflokksmenn tölum fyrir einföldun regluverks, ekki vegna þess að við ætlum að draga úr ábyrgð og skyldum atvinnulífsins heldur að gera því kleift að vaxa og styrkjast. Okkar stefna er að fyrir hverja eina nýja hamlandi reglugerð, eigi tvær að víkja. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Karl Gauti Hjaltason Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Vinstri flokkarnir virðast hafa það eitt að markmiði að stækka ríkisbáknið, hækka skatta, draga úr frelsi fólks og þrengja þannig að öllu athafnafrelsi í landinu. Miðflokkurinn hefur á þessu sviði markað sér stöðu með athafnafrelsi og gegn þeirri hugsun að ríkið hafi lausnir við öllum vandamálum. Þvert á móti teljum við að sé einstaklingum veitt svigrúm, innan marka skynsamlegra reglna, þá verði til hagkvæmari og fjölbreyttari lausnir á mörgum vandamálum líðandi stundar. Kjarninn í stefnu Miðflokksins er virðing fyrir fullveldi landsins og frelsi einstaklinga. Til að tryggja þetta er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er unnt að draga úr álögum á almenning og minni fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og aukin verðmæti. Að standa í báða fætur En baráttan fyrir fullveldinu nær til fleiri þátta. Skilgreining og afmörkun lýðveldisins er kannski stærsta áskorunin. Hvernig við beitum fullveldinu í samskiptum við aðrar þjóðir. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur umfram aðra stjórnmálamenn sýnt í verki hve mikilvægt er að verja fullveldi landsins. Fyrst í Icesave-málinu, þegar aðrir guggnuðu stóð hann í báða fætur. Síðar, þegar kom að uppgjöri við kröfuhafa slitabúa bankana, stefnumörkun landsins gagnvart hinum nýju eigendum Íslands var hann réttur maður á réttum stað. Með skýrri stefnu og fullveldið að vopni lagði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs grunn að fjárhagslegu frelsi þjóðarinnar á ný. Þess njóta landsmenn og ríkissjóður var nánast skuldlaus við útlönd þegar kórónuverufaraldurinn lagði nýjar áskoranir á okkur. Stöndum með fullveldi landsins Það er skylda okkar sem stöndum í stjórnmálabaráttu að gera grein fyrir stefnu okkar og hugsjónum. Við Miðflokksmenn leggjum þannig áherslu á sjálfstæði og fullveldi landsins út á við en fullveldishugsunin nær einnig til þess að einfalda regluverkið innanlands þannig að stofnanir ríkisins vinni fyrir borgara landsins en ekki öfugt. Einhver gæti sagt að þetta sé sjálfsögð og eðlileg krafa en það er því miður svo að margir í atvinnulífinu þurfa að verja stórum hluta tíma síns í að uppfylla tilgangslitlar kvaðir og sinna pappírsvinnu sem taka tíma frá verðmætaskapandi vinnu. Það er vegna þessara þátta sem við Miðflokksmenn tölum fyrir einföldun regluverks, ekki vegna þess að við ætlum að draga úr ábyrgð og skyldum atvinnulífsins heldur að gera því kleift að vaxa og styrkjast. Okkar stefna er að fyrir hverja eina nýja hamlandi reglugerð, eigi tvær að víkja. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun