Amma mín og bensíndælan Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar 19. september 2021 14:31 Amma mín reykti pípu sem var brotin og þurfti hún að teipa hana saman reglulega. Það þurfti mikið átak að fá ömmu mína til að eyða pening í sjálfa sig. Amma mín nýtti allt sem nýta mátti og lagði fyrir þann litla pening sem henni áskotnaðist yfir ævina með rekstrinum á sínum litla sveitabæ. Amma mín sparaði og safnaði til þess að hjálpa afkomendum sínum að eiga betra líf. Hún færði fórnir fyrir komandi kynslóðir. Amma og afi voru með bensíndælu á litla býlinu sínu og söfnuðu þannig pening til að geta séð fyrir menntun barna sinna. Þótt þau hefðu lítið á milli handanna, fór allt sem þau áttu aflögu til afkomendanna. Þau vildu tryggja þeim betra líf. Þetta gerðu þau alla ævi, án þess að kvarta nokkurn tímann. Við þurfum að taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og færa fórnir til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð, einhverja framtíð. Okkar fórnir þurfa þó að vera af öðrum toga. Róttæk skref strax Við þurfum að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Við þurfum að breyta neyslumynstri okkar og stjórnvöld þurfa að taka stór og róttæk skref strax. Við megum engan tíma missa. Hvers vegna höfum við verið að menga svona mikið hingað til? Er það vegna þess að við erum svona vond og okkur er alveg sama um umhverfið? Nei, ég vil nú ekki trúa því. Við mengum vegna þess að það er hagkvæmt, það borgar sig. Amma mín og afi voru með bensíndælu vegna þess að það var hagkvæmt og þau gátu borgað fyrir menntaskólagöngu barna sinna með þeim ágóða. Ef það hefði borgað sig og verið hagkvæmt að endurheimta votlendi á þeirra jörð, þá hefðu þau gert það. Ef það hefði borgað sig að vera með grænmetisframleiðslu, þá hefðu þau gert það. Þar liggur vandinn og sömuleiðis lausnin. Það eru þeir hvatar sem eru fyrir hendi. Við þurfum að breyta hvötunum, koma inn með græna hvata og sjá til þess að það byrji að borga sig að vera umhverfisvænn. Loforð stjórnmálanna Þau sem hafa fylgst með umræðum fyrir komandi kosningar hafa eflaust tekið eftir því að loftslags- og umhverfismál er stórt áherslumál fyrir komandi kosningar, sem er mjög ánægjulegt og svo sannarlega tími til kominn. Það er þó óskandi að þetta sé ekki bara tískubóla, heldur muni raungerast á næsta kjörtímabili. Ungir Umhverfissinnar gáfu út einkunnagjöf sína fyrir stefnur stjórnmálaflokkanna um daginn með Sólarkvarðanum. Þar mátti þó sjá að einungis nokkrir flokkar fengu ekki falleinkunn í loftslagsmálum. Þarna stendur skýrt val frammi fyrir kjósendum, vilji þeir sjá metnað í umhverfis- og loftslagsmálum á næsta kjörtímabili. Ég, sem ung manneskja í framboði sem er mjög annt um loftslagsmál, var afar stolt af þeirri einkunn sem Viðreisn fékk út úr þessum kvarða og mun leggja mig alla fram við að halda flokknum við efnið, auðnist okkur að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Stórt stef í umhverfisstefnu Viðreisnar er að koma á grænum hvötum inni í hringrásarhagkerfið, enda fengum við hæstu einkunn allra flokka í þeim efnum. Við þurfum að fá alla með okkur í lið; einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og sérstaklega bændur. Viðreisn sér fyrir sér stór tækifæri fyrir bændastéttina í að gerast vistbændur. Þá hefðu þeir val um að geta rekið starfsemi sína á að hugsa vel um landið okkar og hjálpa þjóðinni að ná umhverfismarkmiðum sínum, og lifað á því. Þá þurfum við að endurskoða styrkjakerfi bænda og veita þeim frelsi til að stunda þann búskap sem þeim hentar og bera með sér hvata sem miða að markmiðum okkar í loftslagsmálum. Byggja undir kerfi sem miðar að aukinni kolefnisjöfnun. Tökum okkur ömmu til fyrirmyndar Stundum þegar ég hef kveinkað mér yfir því að það verði of erfitt að leggja á sig þessar breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná árangri í loftslagsmálum, þá verður mér hugsað til hennar ömmu minnar og þær fórnir sem hún færði. Ég tel að við þurfum að sýna kjark og þor og taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og vera tilbúin að færa fórnir og leggja svolítið á okkur til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð. Eins og þau gerðu fyrir okkur. Höfundur er Vestfirðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Loftslagsmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Amma mín reykti pípu sem var brotin og þurfti hún að teipa hana saman reglulega. Það þurfti mikið átak að fá ömmu mína til að eyða pening í sjálfa sig. Amma mín nýtti allt sem nýta mátti og lagði fyrir þann litla pening sem henni áskotnaðist yfir ævina með rekstrinum á sínum litla sveitabæ. Amma mín sparaði og safnaði til þess að hjálpa afkomendum sínum að eiga betra líf. Hún færði fórnir fyrir komandi kynslóðir. Amma og afi voru með bensíndælu á litla býlinu sínu og söfnuðu þannig pening til að geta séð fyrir menntun barna sinna. Þótt þau hefðu lítið á milli handanna, fór allt sem þau áttu aflögu til afkomendanna. Þau vildu tryggja þeim betra líf. Þetta gerðu þau alla ævi, án þess að kvarta nokkurn tímann. Við þurfum að taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og færa fórnir til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð, einhverja framtíð. Okkar fórnir þurfa þó að vera af öðrum toga. Róttæk skref strax Við þurfum að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Við þurfum að breyta neyslumynstri okkar og stjórnvöld þurfa að taka stór og róttæk skref strax. Við megum engan tíma missa. Hvers vegna höfum við verið að menga svona mikið hingað til? Er það vegna þess að við erum svona vond og okkur er alveg sama um umhverfið? Nei, ég vil nú ekki trúa því. Við mengum vegna þess að það er hagkvæmt, það borgar sig. Amma mín og afi voru með bensíndælu vegna þess að það var hagkvæmt og þau gátu borgað fyrir menntaskólagöngu barna sinna með þeim ágóða. Ef það hefði borgað sig og verið hagkvæmt að endurheimta votlendi á þeirra jörð, þá hefðu þau gert það. Ef það hefði borgað sig að vera með grænmetisframleiðslu, þá hefðu þau gert það. Þar liggur vandinn og sömuleiðis lausnin. Það eru þeir hvatar sem eru fyrir hendi. Við þurfum að breyta hvötunum, koma inn með græna hvata og sjá til þess að það byrji að borga sig að vera umhverfisvænn. Loforð stjórnmálanna Þau sem hafa fylgst með umræðum fyrir komandi kosningar hafa eflaust tekið eftir því að loftslags- og umhverfismál er stórt áherslumál fyrir komandi kosningar, sem er mjög ánægjulegt og svo sannarlega tími til kominn. Það er þó óskandi að þetta sé ekki bara tískubóla, heldur muni raungerast á næsta kjörtímabili. Ungir Umhverfissinnar gáfu út einkunnagjöf sína fyrir stefnur stjórnmálaflokkanna um daginn með Sólarkvarðanum. Þar mátti þó sjá að einungis nokkrir flokkar fengu ekki falleinkunn í loftslagsmálum. Þarna stendur skýrt val frammi fyrir kjósendum, vilji þeir sjá metnað í umhverfis- og loftslagsmálum á næsta kjörtímabili. Ég, sem ung manneskja í framboði sem er mjög annt um loftslagsmál, var afar stolt af þeirri einkunn sem Viðreisn fékk út úr þessum kvarða og mun leggja mig alla fram við að halda flokknum við efnið, auðnist okkur að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Stórt stef í umhverfisstefnu Viðreisnar er að koma á grænum hvötum inni í hringrásarhagkerfið, enda fengum við hæstu einkunn allra flokka í þeim efnum. Við þurfum að fá alla með okkur í lið; einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og sérstaklega bændur. Viðreisn sér fyrir sér stór tækifæri fyrir bændastéttina í að gerast vistbændur. Þá hefðu þeir val um að geta rekið starfsemi sína á að hugsa vel um landið okkar og hjálpa þjóðinni að ná umhverfismarkmiðum sínum, og lifað á því. Þá þurfum við að endurskoða styrkjakerfi bænda og veita þeim frelsi til að stunda þann búskap sem þeim hentar og bera með sér hvata sem miða að markmiðum okkar í loftslagsmálum. Byggja undir kerfi sem miðar að aukinni kolefnisjöfnun. Tökum okkur ömmu til fyrirmyndar Stundum þegar ég hef kveinkað mér yfir því að það verði of erfitt að leggja á sig þessar breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná árangri í loftslagsmálum, þá verður mér hugsað til hennar ömmu minnar og þær fórnir sem hún færði. Ég tel að við þurfum að sýna kjark og þor og taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og vera tilbúin að færa fórnir og leggja svolítið á okkur til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð. Eins og þau gerðu fyrir okkur. Höfundur er Vestfirðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun