Snorri Barón finnur til með brasilískri CrossFit konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 08:30 Larissa Cunha er mjög vel liðin eins og fram kemur í yfirlýsingu Snorra Baróns. Instagram/@larifcunha CrossFit konan Larissa Cunha vann sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í ár en fékk þó aldrei að keppa á heimsleikunum í Madison. Ástæðan var að hún féll á lyfjaprófi. Þar með var ekki öll sagan sögð. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður íslenska CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, vekur athygli á máli Larissu á samfélagsmiðlum sínum. Hann óttast jafnframt að fleiri gætu lent í því sama og Larissa sem er að neita fæðubótarefna sem innihalda önnur efni en fram kemur á innihaldslýsingu þeirra. Larissa Cunha tókst að sanna það að hún hafi ekki tekið ólöglegt efni inn viljandi. Það gerði hún með því að láta kanna betur fæðubótarefnið sem hún var að taka inn. Þar kom ólöglega efnið ekki fram á innihaldslýsingu en Cunha eyddi miklum pening til að láta rannsaka efnið betur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef ekki gert neitt rangt og mun ekki hætta fyrr en ég hef sannað sakleysi mitt. Ég gerði allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég gerði ekkert rangt,“ sagði Larissa Cunha. Það breytir þó ekki því að ólöglegt efni fannst í sýni Cunha og hún hefur verið dæmt í bann af CrossFit samtökunum til 14. júlí 2023. Hún missir því ekki aðeins af heimsleikunum á næsta ári heldur einnig árið 2023 þar sem hún getur ekki tekið þátt í undankeppninni. Larissa verður orðin 33 ára gömul þegar hún má næst keppa á heimsleikunum. „Ég finn mikið til með Larissu Cunha. Hún er ein sú indælasta sem ég hef hitt í CrossFit heiminum. Ég hef verið að fylgjast náið með máli hennar og hef þótt mikið til koma hvað hún hefur verið jákvæð og vinnusöm í því að sanna það að hún gerði ekkert rangt,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram síðu sína. „Það er mikill munur á því að taka eitthvað inn óviljandi eða vera viljandi að reyna að svindla. Í augum CrossFit samtakanna þá þýðir þetta samt sem áður tveggja ára bann sem í raun tekur þrjú ár af ferli hennar ef við teljum 2021 með. Í svipuðum málum á Ólympíuleikunum þá er tekið mun vægar á svona máli,“ skrifaði Snorri Barón. „Boðskapur þessarar sögu er að það sem kom fyrir Lari getur komið fyrir alla. Það skiptir ekki mál hversu heiðarlegur þú ert. Í hvert skipti sem þú neitir einhvers sem einhver annar hefur framleitt þá eru að taka áhættu að þar sé eitthvað sem á ekki að vera þar,“ skrifaði Snorri Barón og hann vonar að Larissu Cunha verði að ósk sinni og fái enn vægari dóm. „Ég er mjög vonsvikinn með afstöðu CrossFit samtakanna í máli Lari og ég vonast til að eitthvað sé hægt að gera svo þeir endurskoði afstöðu sína. Ekki aðeins fyrir Lari heldur fyrir alla íþróttamennina í greininni því þetta getur gerst fyrir þá alla,“ skrifaði Snorri Barón en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður íslenska CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, vekur athygli á máli Larissu á samfélagsmiðlum sínum. Hann óttast jafnframt að fleiri gætu lent í því sama og Larissa sem er að neita fæðubótarefna sem innihalda önnur efni en fram kemur á innihaldslýsingu þeirra. Larissa Cunha tókst að sanna það að hún hafi ekki tekið ólöglegt efni inn viljandi. Það gerði hún með því að láta kanna betur fæðubótarefnið sem hún var að taka inn. Þar kom ólöglega efnið ekki fram á innihaldslýsingu en Cunha eyddi miklum pening til að láta rannsaka efnið betur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef ekki gert neitt rangt og mun ekki hætta fyrr en ég hef sannað sakleysi mitt. Ég gerði allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég gerði ekkert rangt,“ sagði Larissa Cunha. Það breytir þó ekki því að ólöglegt efni fannst í sýni Cunha og hún hefur verið dæmt í bann af CrossFit samtökunum til 14. júlí 2023. Hún missir því ekki aðeins af heimsleikunum á næsta ári heldur einnig árið 2023 þar sem hún getur ekki tekið þátt í undankeppninni. Larissa verður orðin 33 ára gömul þegar hún má næst keppa á heimsleikunum. „Ég finn mikið til með Larissu Cunha. Hún er ein sú indælasta sem ég hef hitt í CrossFit heiminum. Ég hef verið að fylgjast náið með máli hennar og hef þótt mikið til koma hvað hún hefur verið jákvæð og vinnusöm í því að sanna það að hún gerði ekkert rangt,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram síðu sína. „Það er mikill munur á því að taka eitthvað inn óviljandi eða vera viljandi að reyna að svindla. Í augum CrossFit samtakanna þá þýðir þetta samt sem áður tveggja ára bann sem í raun tekur þrjú ár af ferli hennar ef við teljum 2021 með. Í svipuðum málum á Ólympíuleikunum þá er tekið mun vægar á svona máli,“ skrifaði Snorri Barón. „Boðskapur þessarar sögu er að það sem kom fyrir Lari getur komið fyrir alla. Það skiptir ekki mál hversu heiðarlegur þú ert. Í hvert skipti sem þú neitir einhvers sem einhver annar hefur framleitt þá eru að taka áhættu að þar sé eitthvað sem á ekki að vera þar,“ skrifaði Snorri Barón og hann vonar að Larissu Cunha verði að ósk sinni og fái enn vægari dóm. „Ég er mjög vonsvikinn með afstöðu CrossFit samtakanna í máli Lari og ég vonast til að eitthvað sé hægt að gera svo þeir endurskoði afstöðu sína. Ekki aðeins fyrir Lari heldur fyrir alla íþróttamennina í greininni því þetta getur gerst fyrir þá alla,“ skrifaði Snorri Barón en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira