Arnar Gunnlaugs byrjaði viðtalið eftir leikinn á því að öskra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 10:30 Arnar Gunnlaugsson í viðtalinu við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn í gær. Skjámynd/S2 Sport Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var tekinn í viðtal strax eftir sigurinn á KR á Meistaravöllum í gær og þetta viðtal bætist í hóp margra góðra sem hafa verið tekin við Arnar. Víkingum tókst að landa sigri í leiknum og tryggja sér þar með toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Ingvar Jónsson varði víti frá KR í uppbótartíma leiksins og dramatíkin var ógurleg á lokasekúndunum. Leikurinn var varla búinn þegar Gunnlaugur Jónsson var búinn að taka Arnar Gunnlaugsson í viðtal í útsendingu Stöð 2 Sport og það er óhætt að segja að þá hafi tilfinningarnar flætt frá þessum litríka þjálfara. Pepsi Max Stúkan sýndi viðtalið og ræddi síðan um það á eftir. Það vakti athygli að æsingurinn var svo mikill að Arnar byrjaði viðtalið á því að öskra. „Ég bara vúúú. Þetta var rosalegt. Ég sagði þér fyrir leikinn að það myndi eitthvað gerast í lokin,“ sagði Arnar og benti síðan á leikmenn sína fagna með mögnuðum stuðningsmönnum sínum. „Sjáðu þetta. Þetta er eitthvað fáránlegt handrit. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Arnar. „Ég er búinn að vera í þessum leik í mörg ár en þetta var eitthvað allt annað,“ sagði Arnar „Við töluðum um það í hálfleik að halda haus. Mér fannst fyrri hálfleikurinn flottur en menn voru greinilega þungir á sér eftir bikarleikinn. Við börðumst og börðumst. Það hefur einhvern veginn allt gengið upp,“ sagði Arnar. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Viðtalið við Arnar Gunnlaugsson eftir dramatískan sigur á KR „Við megum fagna núna en svo bara fókus. Þetta er ekki alveg búið en fókus, fókus, fókus. Þetta er eitthvað það rosalegasta sem ég hef lent í og ferillinn minn er búinn að vera langur. Þetta var geggjað,“ sagði Arnar. „Bæði lið eiga skilið að vinna þessa deild því bæði lið eru búin að vera frábær. Við erum komnir aðeins með yfirhöndina en við þurfum bara að ná tökum á okkar tilfinningum í vikunni, æfa vel og vera einbeittir eins og við erum búnir að vera í allt sumar. Þá klárum við þetta,“ sagði Arnar. „Arnar talaði um að þeir þyrftu að ná stjórn á tilfinningum sínum í vikunni. Er það ekki bara hárrétt metið,“ spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína þegar strákarnir í Pepsi Max Stúkunni fengu boltann aftur inn í myndverið. „Jú, jú, þeir þurfa helst að gera það bara strax. Það er ekkert í húsi þeir fá ekkert fyrir það að vera á toppnum eftir þessa umferð. Ég myndi halda að fókusinn á næsta leik hæfist í síðasta lagi í fyrramálið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar. „Hann náði stjórn á tilfinningum sínum fljótlega því byrjaði hann viðtalið á því að öskra. Réttilega. Þetta er leikur tilfinninga og þú verður að sýna tilfinningar þegar þú ferð í gegnum svona dramatík. Þú væri ómennskur ef þú myndir ekki sýna tilfinningar þá,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar. Það má sjá þetta tilfinningaríka viðtal og umræðuna í Stúkunni á eftir hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Víkingum tókst að landa sigri í leiknum og tryggja sér þar með toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Ingvar Jónsson varði víti frá KR í uppbótartíma leiksins og dramatíkin var ógurleg á lokasekúndunum. Leikurinn var varla búinn þegar Gunnlaugur Jónsson var búinn að taka Arnar Gunnlaugsson í viðtal í útsendingu Stöð 2 Sport og það er óhætt að segja að þá hafi tilfinningarnar flætt frá þessum litríka þjálfara. Pepsi Max Stúkan sýndi viðtalið og ræddi síðan um það á eftir. Það vakti athygli að æsingurinn var svo mikill að Arnar byrjaði viðtalið á því að öskra. „Ég bara vúúú. Þetta var rosalegt. Ég sagði þér fyrir leikinn að það myndi eitthvað gerast í lokin,“ sagði Arnar og benti síðan á leikmenn sína fagna með mögnuðum stuðningsmönnum sínum. „Sjáðu þetta. Þetta er eitthvað fáránlegt handrit. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Arnar. „Ég er búinn að vera í þessum leik í mörg ár en þetta var eitthvað allt annað,“ sagði Arnar „Við töluðum um það í hálfleik að halda haus. Mér fannst fyrri hálfleikurinn flottur en menn voru greinilega þungir á sér eftir bikarleikinn. Við börðumst og börðumst. Það hefur einhvern veginn allt gengið upp,“ sagði Arnar. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Viðtalið við Arnar Gunnlaugsson eftir dramatískan sigur á KR „Við megum fagna núna en svo bara fókus. Þetta er ekki alveg búið en fókus, fókus, fókus. Þetta er eitthvað það rosalegasta sem ég hef lent í og ferillinn minn er búinn að vera langur. Þetta var geggjað,“ sagði Arnar. „Bæði lið eiga skilið að vinna þessa deild því bæði lið eru búin að vera frábær. Við erum komnir aðeins með yfirhöndina en við þurfum bara að ná tökum á okkar tilfinningum í vikunni, æfa vel og vera einbeittir eins og við erum búnir að vera í allt sumar. Þá klárum við þetta,“ sagði Arnar. „Arnar talaði um að þeir þyrftu að ná stjórn á tilfinningum sínum í vikunni. Er það ekki bara hárrétt metið,“ spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína þegar strákarnir í Pepsi Max Stúkunni fengu boltann aftur inn í myndverið. „Jú, jú, þeir þurfa helst að gera það bara strax. Það er ekkert í húsi þeir fá ekkert fyrir það að vera á toppnum eftir þessa umferð. Ég myndi halda að fókusinn á næsta leik hæfist í síðasta lagi í fyrramálið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar. „Hann náði stjórn á tilfinningum sínum fljótlega því byrjaði hann viðtalið á því að öskra. Réttilega. Þetta er leikur tilfinninga og þú verður að sýna tilfinningar þegar þú ferð í gegnum svona dramatík. Þú væri ómennskur ef þú myndir ekki sýna tilfinningar þá,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar. Það má sjá þetta tilfinningaríka viðtal og umræðuna í Stúkunni á eftir hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn