Kosningahugleiðing: Hvernig kýs ég þannig að atkvæði mitt breyti einhverju um landstjórnina? Haukur Arnþórsson skrifar 20. september 2021 12:32 Gott stjórnmálafyrirkomulag ætti að setja upp skýra og auðvelda valkosti fyrir kjósendur. Það myndum við kalla þróað stjórnmálakerfi. En því er ekki að heilsa hér á landi. Erfitt er fyrir kjósendur að sjá fyrir hvaða áhrif atkvæði þeirra hafa á landstjórnina og að nokkru leyti er kosið í blindni. Þrennt kemur til: (i) Að ríkisstjórnarflokkarnir eru nánast einráðir á Alþingi, sem þýðir þá að stjórnarandstaðan er valdalítil eða valdalaus, (ii) að flokkarnir mynda ekki kosningablokkir fyrir kosningar, þannig að kjósendur sjái fyrir sér valkosti í ríkisstjórnarmynstri, (iii) og að kosningakerfið getur valdið því að atkvæði nýtist allt öðrum en til stóð. Lítum á þetta. Ofurvald ríkisstjórnar Ríkisstjórnarflokkarnir eru allt að því einráðir á þingi. Það þýðir samt ekki að þingið sé valdalaust því ríkisstjórnarflokkarnir þurfa að samþykkja öll frumvörp áður en þau koma fram og getur verið erfitt að koma máli í gegnum samstarfsflokk – reyndar á öllum stigum málsins, því niðurskurður mála á sér ekki aðeins stað fyrir framlagningu, heldur líka í þinglok þegar samið er um hvaða mál verða að lögum. Kjósandi sem kýs stjórnarandstöðuflokk hefur gert atkvæði sitt nánast áhrifalaust. Þúsundir kjósenda kusu Flokk fólksins 2017, og hann er sennilega öflugasti málsvari öryrkja og aldraða sem starfað hefur á Alþingi, en staða þeirra hópa batnaði ekki, heldur versnaði hún hlutfallslega gagnvart öðrum hópum á kjörtímabilinu – af því að atkvæði þeirra rann til flokks utan stjórnar, algerlega áhrifalauss flokks. Af þessum ástæðum var yfirlýsing Gunnars Smára Egilssonar um að engin vinstri stjórn yrði mynduð án Sósíalistaflokksins mjög mikilvæg – þannig segir hann að atkvæði greitt sósíalistum verði ekki áhrifalaust. [Andstætt þessu er svo danska módelið, sem ég hef oft skrifað um, það gerir stjórnarandstöðuflokka ekki áhrifalausa, heldur geta þeir unnið að framgangi hugmynda sinna.] Svo spurningin er: Verður maður virkilega að sjá fyrir hvaða stjórnarmynstur verði til að atkvæði manns hafi áhrif? Svarið er já. Ríkisstjórnarmynstur fyrir kosningar Óvissan stafar ekki síst af því að stjórnarmyndun á sér algerlega stað eftir kosningar. Allir flokkar ganga (með fáum undantekningum) óbundnir til kosninga og geta gert það sem þeim sýnist að þeim loknum. Ekki eru myndaðar kosningablokkir sem samið hafa sín í milli um málefni sem síðan verður lögð áhersla á í nýrri ríkisstjórn. Þetta veikir möguleika kjósenda mikið til að hafa áhrif með atkvæði sínu. Kjósandinn velur ekki ríkisstjórnarmynstur og velur ekki flokk innan kosningablokkar til að styrkja ákveðin sjónarmið í nýrri ríkisstjórn. Þannig getur enginn kjósandi sagt með fullri vissu: ég kaus og styrkti stöðu vinstri sjónarmiða eða ég kaus til hægri – ég kaus framfarir og breytingar eða ég kaus kyrrstöðu – af því að allir flokkar geta að loknum kosningum gengið til annars stjórnarsamstarfs en kjósendur þeirra ætluðust til með atkvæði sínu. Gallað kosningakerfi Kosningakerfið getur líka gert kjósendum erfitt fyrir. Atkvæði greitt flokki í því skyni að koma manni í baráttusæti að – segjum að femínisti í Kópavogi vilji koma ungri framsækinni konu að – getur leitt til þess að eldri karl á Austfjörðum, sem hugsar ekki um neitt annað en fisk, komist að. Þá hefur hinn hái þröskuldur til að ná inn uppbótarþingmönnum líka áhrif. Atkvæði greitt litlum flokkum getur verið, ekki aðeins greitt áhrifalausum flokki á þingi, er ekki aðeins kastað á glæ – heldur getur það komið andstæðingi flokksins sem kosinn var, í ríkisstjórn. Staðan er þannig nú að atkvæðafjöldi Flokks fólksins og Miðflokksins mun líklega ráða því hvernig ríkisstjórn verður. Ef atkvæðin verða færri en 5% þá er líklegt að ríkisstjórnin haldi velli, þá á innan við helmingi atkvæða, en ef flokkarnir koma mönnum að, er hún væntanlega fallinn. Í kosningunum 2013 glötuðust rúmlega 12% atkvæða (um 22 þús. atkvæði) sem runnu til lítilla framboða sem ekki komu mönnum að (vinstri framboða og hægri grænna). Það kom stóru flokkunum til góða þannig að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn komust í stjórn með 38 þingmenn, með mjög góðan meirihluta á þingi, en voru með töluvert umfram hlutfall af fylgi. Lokaorð Af þessu þrennu leiðir að kjósandi kýs nokkuð blint. Hann ætlar sér kannski að styrkja heilbrigðiskerfið, bæta kjör öryrkja, aldraðra, atvinnulausra og námsmanna, styrkja framþróun og sprotafyrirtæki, fella sjávarútvegsstefnuna, styrkja stöðu nýju stjórnarskrárinnar – eða hvað annað – en hann fær enga vissu um að atkvæði hans gagnist málstaðnum svo nokkru nemi. Þetta stjórnmálakerfi gefur stjórnmálamönnunum hámarks völd. Með því að almenningur hefur ekki skýra valkosti er auðvelt að sniðganga hann. Ég ræði nánar um sniðgöngu stjórnmálanna gagnvart vilja almennings í annarri kosningahugleiðingu. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og höfundur bókarinnar: Um Alþingi: Hver kennir kennaranum, sem kom út 2019. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Gott stjórnmálafyrirkomulag ætti að setja upp skýra og auðvelda valkosti fyrir kjósendur. Það myndum við kalla þróað stjórnmálakerfi. En því er ekki að heilsa hér á landi. Erfitt er fyrir kjósendur að sjá fyrir hvaða áhrif atkvæði þeirra hafa á landstjórnina og að nokkru leyti er kosið í blindni. Þrennt kemur til: (i) Að ríkisstjórnarflokkarnir eru nánast einráðir á Alþingi, sem þýðir þá að stjórnarandstaðan er valdalítil eða valdalaus, (ii) að flokkarnir mynda ekki kosningablokkir fyrir kosningar, þannig að kjósendur sjái fyrir sér valkosti í ríkisstjórnarmynstri, (iii) og að kosningakerfið getur valdið því að atkvæði nýtist allt öðrum en til stóð. Lítum á þetta. Ofurvald ríkisstjórnar Ríkisstjórnarflokkarnir eru allt að því einráðir á þingi. Það þýðir samt ekki að þingið sé valdalaust því ríkisstjórnarflokkarnir þurfa að samþykkja öll frumvörp áður en þau koma fram og getur verið erfitt að koma máli í gegnum samstarfsflokk – reyndar á öllum stigum málsins, því niðurskurður mála á sér ekki aðeins stað fyrir framlagningu, heldur líka í þinglok þegar samið er um hvaða mál verða að lögum. Kjósandi sem kýs stjórnarandstöðuflokk hefur gert atkvæði sitt nánast áhrifalaust. Þúsundir kjósenda kusu Flokk fólksins 2017, og hann er sennilega öflugasti málsvari öryrkja og aldraða sem starfað hefur á Alþingi, en staða þeirra hópa batnaði ekki, heldur versnaði hún hlutfallslega gagnvart öðrum hópum á kjörtímabilinu – af því að atkvæði þeirra rann til flokks utan stjórnar, algerlega áhrifalauss flokks. Af þessum ástæðum var yfirlýsing Gunnars Smára Egilssonar um að engin vinstri stjórn yrði mynduð án Sósíalistaflokksins mjög mikilvæg – þannig segir hann að atkvæði greitt sósíalistum verði ekki áhrifalaust. [Andstætt þessu er svo danska módelið, sem ég hef oft skrifað um, það gerir stjórnarandstöðuflokka ekki áhrifalausa, heldur geta þeir unnið að framgangi hugmynda sinna.] Svo spurningin er: Verður maður virkilega að sjá fyrir hvaða stjórnarmynstur verði til að atkvæði manns hafi áhrif? Svarið er já. Ríkisstjórnarmynstur fyrir kosningar Óvissan stafar ekki síst af því að stjórnarmyndun á sér algerlega stað eftir kosningar. Allir flokkar ganga (með fáum undantekningum) óbundnir til kosninga og geta gert það sem þeim sýnist að þeim loknum. Ekki eru myndaðar kosningablokkir sem samið hafa sín í milli um málefni sem síðan verður lögð áhersla á í nýrri ríkisstjórn. Þetta veikir möguleika kjósenda mikið til að hafa áhrif með atkvæði sínu. Kjósandinn velur ekki ríkisstjórnarmynstur og velur ekki flokk innan kosningablokkar til að styrkja ákveðin sjónarmið í nýrri ríkisstjórn. Þannig getur enginn kjósandi sagt með fullri vissu: ég kaus og styrkti stöðu vinstri sjónarmiða eða ég kaus til hægri – ég kaus framfarir og breytingar eða ég kaus kyrrstöðu – af því að allir flokkar geta að loknum kosningum gengið til annars stjórnarsamstarfs en kjósendur þeirra ætluðust til með atkvæði sínu. Gallað kosningakerfi Kosningakerfið getur líka gert kjósendum erfitt fyrir. Atkvæði greitt flokki í því skyni að koma manni í baráttusæti að – segjum að femínisti í Kópavogi vilji koma ungri framsækinni konu að – getur leitt til þess að eldri karl á Austfjörðum, sem hugsar ekki um neitt annað en fisk, komist að. Þá hefur hinn hái þröskuldur til að ná inn uppbótarþingmönnum líka áhrif. Atkvæði greitt litlum flokkum getur verið, ekki aðeins greitt áhrifalausum flokki á þingi, er ekki aðeins kastað á glæ – heldur getur það komið andstæðingi flokksins sem kosinn var, í ríkisstjórn. Staðan er þannig nú að atkvæðafjöldi Flokks fólksins og Miðflokksins mun líklega ráða því hvernig ríkisstjórn verður. Ef atkvæðin verða færri en 5% þá er líklegt að ríkisstjórnin haldi velli, þá á innan við helmingi atkvæða, en ef flokkarnir koma mönnum að, er hún væntanlega fallinn. Í kosningunum 2013 glötuðust rúmlega 12% atkvæða (um 22 þús. atkvæði) sem runnu til lítilla framboða sem ekki komu mönnum að (vinstri framboða og hægri grænna). Það kom stóru flokkunum til góða þannig að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn komust í stjórn með 38 þingmenn, með mjög góðan meirihluta á þingi, en voru með töluvert umfram hlutfall af fylgi. Lokaorð Af þessu þrennu leiðir að kjósandi kýs nokkuð blint. Hann ætlar sér kannski að styrkja heilbrigðiskerfið, bæta kjör öryrkja, aldraðra, atvinnulausra og námsmanna, styrkja framþróun og sprotafyrirtæki, fella sjávarútvegsstefnuna, styrkja stöðu nýju stjórnarskrárinnar – eða hvað annað – en hann fær enga vissu um að atkvæði hans gagnist málstaðnum svo nokkru nemi. Þetta stjórnmálakerfi gefur stjórnmálamönnunum hámarks völd. Með því að almenningur hefur ekki skýra valkosti er auðvelt að sniðganga hann. Ég ræði nánar um sniðgöngu stjórnmálanna gagnvart vilja almennings í annarri kosningahugleiðingu. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og höfundur bókarinnar: Um Alþingi: Hver kennir kennaranum, sem kom út 2019.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun