Hvert stefnir Þýskaland? Ívar Már Arthúrsson skrifar 20. september 2021 20:00 Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fara fram á sunnudaginn og búast má við því að þær verði afar spennandi. Angela Merkel er að hætta sem kanslari landsins, þannig að það er einnig verið að kjósa um það hver muni taka við embætti af henni. Síðustu fjögur árin hefur Þýskalandi verið stýrt af samsteypustjórn flokks Kristilegra Demókrata og Jafnaðarmannaflokksins, en nokkuð öruggt þykir að sú stjórn muni ekki starfa áfram eftir kosningar, jafnvel þótt meirihluti væri fyrir því í þinginu. Það bendir því allt til þess að ný stjórn muni taka við völdum. Kannanir gefa til kynna að það verði mynduð þriggja flokka stjórn og að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Einn þessara möguleika væri stjórn Kristilegra Demókrata, Græningja og Frjálsra Demókrata. Sá möguleiki þykir hins vegar ekki líklegur, þar sem Græningjar hafa margoft gefið í skyn að þeir séu ekki beinlínis spenntir fyrir slíkri stjórn. Það bendir því margt til þess að Jafnaðarmenn muni leiða næstu ríkisstjórn og fá til liðs við sig Græningja og síðan annað hvort Frjálsa Demókrata eða róttæka vinstri flokkinn, „Die Linke“. Þó að fulltrúar Jafnaðarmanna og Græningja hafi ítrekað gefið í skyn að það gæti orðið erfitt að mynda stjórn með „Die Linke“, þykir mörgum stjórnmálaskýrendum það ekkert ólíklegra en að þeir myndi stjórn með Frjálsum Demókrötum. Mörgum á hægri væng stjórnmálanna hugnast hugmyndin um að stjórn verði mynduð með „Die Linke“ alls ekki. Þannig hafa t.d. Kristilegir Demókratar varað við því að slík stjórn myndi ógna þýsku efnahagslífi og almennri velsæld í landinu. Þeir hafa ítrekað hvatt Jafnaðarmenn og Græningja til að útiloka að mynda stjórn með „Die Linke“, en fulltrúar beggja flokka vilja halda þessum möguleika opnum. Ljóst er að slík stjórn væri róttækasta ríkisstjórn í sögu Þýska Sambandslýðveldisins og að hún myndi ráðast í víðtækar aðgerðir í ýmsum málum, svo sem heilbrigðismálum. Margir Þjóðverjar líta svo á að heilbrigðiskerfið í landinu sé of stéttskipt og þess vegna hafa flokkarnir á vinstri vængnum margoft lýst yfir vilja sínum til að breyta því. Ef Jafnaðarmenn og Græningjar myndu hins vegar fara í stjórn með frjálsum demókrötum, þá er talið nokkuð ljóst að sú stjórn myndi t.d. ekki hækka neina skatta, þar sem formaður flokksins, Christian Lindner, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að hægt sé að mynda ríkisstjórn með honum. Það má sem sagt búast við því að töluverðar breytingar muni eiga sér stað í þýskum stjórnmálum á næstu árum, hvernig svo sem kosningarnar um næstu helgi fara. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fara fram á sunnudaginn og búast má við því að þær verði afar spennandi. Angela Merkel er að hætta sem kanslari landsins, þannig að það er einnig verið að kjósa um það hver muni taka við embætti af henni. Síðustu fjögur árin hefur Þýskalandi verið stýrt af samsteypustjórn flokks Kristilegra Demókrata og Jafnaðarmannaflokksins, en nokkuð öruggt þykir að sú stjórn muni ekki starfa áfram eftir kosningar, jafnvel þótt meirihluti væri fyrir því í þinginu. Það bendir því allt til þess að ný stjórn muni taka við völdum. Kannanir gefa til kynna að það verði mynduð þriggja flokka stjórn og að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Einn þessara möguleika væri stjórn Kristilegra Demókrata, Græningja og Frjálsra Demókrata. Sá möguleiki þykir hins vegar ekki líklegur, þar sem Græningjar hafa margoft gefið í skyn að þeir séu ekki beinlínis spenntir fyrir slíkri stjórn. Það bendir því margt til þess að Jafnaðarmenn muni leiða næstu ríkisstjórn og fá til liðs við sig Græningja og síðan annað hvort Frjálsa Demókrata eða róttæka vinstri flokkinn, „Die Linke“. Þó að fulltrúar Jafnaðarmanna og Græningja hafi ítrekað gefið í skyn að það gæti orðið erfitt að mynda stjórn með „Die Linke“, þykir mörgum stjórnmálaskýrendum það ekkert ólíklegra en að þeir myndi stjórn með Frjálsum Demókrötum. Mörgum á hægri væng stjórnmálanna hugnast hugmyndin um að stjórn verði mynduð með „Die Linke“ alls ekki. Þannig hafa t.d. Kristilegir Demókratar varað við því að slík stjórn myndi ógna þýsku efnahagslífi og almennri velsæld í landinu. Þeir hafa ítrekað hvatt Jafnaðarmenn og Græningja til að útiloka að mynda stjórn með „Die Linke“, en fulltrúar beggja flokka vilja halda þessum möguleika opnum. Ljóst er að slík stjórn væri róttækasta ríkisstjórn í sögu Þýska Sambandslýðveldisins og að hún myndi ráðast í víðtækar aðgerðir í ýmsum málum, svo sem heilbrigðismálum. Margir Þjóðverjar líta svo á að heilbrigðiskerfið í landinu sé of stéttskipt og þess vegna hafa flokkarnir á vinstri vængnum margoft lýst yfir vilja sínum til að breyta því. Ef Jafnaðarmenn og Græningjar myndu hins vegar fara í stjórn með frjálsum demókrötum, þá er talið nokkuð ljóst að sú stjórn myndi t.d. ekki hækka neina skatta, þar sem formaður flokksins, Christian Lindner, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að hægt sé að mynda ríkisstjórn með honum. Það má sem sagt búast við því að töluverðar breytingar muni eiga sér stað í þýskum stjórnmálum á næstu árum, hvernig svo sem kosningarnar um næstu helgi fara. Höfundur er nemi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun