Verndum störf í sjávarútvegi Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 21. september 2021 13:45 Í umræðum um sjávarútveg nú fyrir Alþingiskosningarnar virðist gleymast sú staðreynt að u.þ.b. 80% starfa í sjávarútvegi er á landsbyggðinni. Er þá einungis verið að miða við fjölda starfandi í atvinnugreininni í hefðbundnum skilningi, þ.e. veiðum og vinnslu, en ekki eru taldar með aðrar greinar sem tengjast beint eða óbeint starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þeirra starfa, sem flest tengjast þjónustu og þekkingu, hefur aukist mikið á undanförum árum og eru þau ekki síður mikilvæg en störf sjómanna og fiskvinnslufólks um land allt. Þau störf eru einnig í miklum meirihluta á landsbyggðinni. Þessa þróun má rekja til bættu umhverfi fyrir stórauknar tækniframfarir og nýsköpunar þar sem sjávarútvegur er helsti drifkrafturinn í íslensku hagkerfi. Þessi þróun hefur gert það að verkum að þrátt fyrir að hefðbundnum störfum í veiðum og vinnslu hefur fækkað hafa mörg vel launuð hliðarstörf orðið til í staðinn. Vægi sjávarútvegsins er mest á Austurlandi Í Norðausturkjördæmi er vægi sjávarútvegsins hvað mest á landinu, en vægi greinarinnar er mjög mismundandi eftir landshlutum. Víðast hvar, ef tekið er mið af framleiðslu, er sjávarútvegur u.þ.b.10-20% af framleiðslu en á Austurlandi hefur hlutfallið verið á bilinu 21-24% af framleiðslu, sem er mest á landinu ásamt Vestfjörðum. Jafnvel þótt, umsvif annarra atvinnugreina hefur aukist, góðu heilli, til að mynda með stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni, en störfin eru til staðar og þau þarf að vernda. Nú þegar styttist í Alþingiskosningar verður fyrirferðarmikil sú umræða að hægt sé að ganga á atvinnugreinina og margir frambjóðendur hafa haldið því fram að sjávarútvegur sé óþrjótandi uppspretta fjármuna sem hægt er að nýta í alls kyns ný útgjöld ríkisins. Jafnvel beinar peningagjafir til fólks. Hafa jafnvel heyrst þær hugmyndir að vænlegt sé að skipta upp öflugum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Við í Framsókn höfnum slíkum hugmyndum. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá Það sem gleymist hjá þeim sem halda slíku fram er að fiskveiðiauðlindin þarf að vera sjálfbær sem gerir það að verkum að vaxtarmöguleiki fyrirtækja í sjávarútvegi er takmaður. Einnig er ekki nefnt í þessari umræðu hvað verður um störfin sem sjávarútvegurinn skapar og eru langflest á landsbyggðinni. Það er nefnilega staðreynd að sé starfsem sjávarútvegsfyrirtækja skert, bitnar það einfaldlega á fólki sem valdi sér menntun og búsetu til þess að byggja upp starfsframa í sjávarútvegi. Störfum mun fækka í greininni og það getum við Framsóknarfólk ekki samþykkt. Markmið okkar Íslendinga í sjávarútvegi er að ganga vel um og bæta umgengni um nytjastofna sjávar. Við höfum líka það markmið að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti sem á að tryggja til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðin. Við viljum að nýting fiskistofna sé með sjálfbærum hætti og hlutverk ríkisins er að tryggja gott starfsumhverfi í sjávarútvegi um leið og við viljum fá sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni. Til að tryggja þessi markmið enn betur og gera þau skýrari er ég eindreginn stuðningsmaður þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Stærstur hluti framleiðslunnar í Eyjafirði Sjávarútvegurinn er nefnilega sannkölluð „landsbyggðargrein“ og einungis landbúnaður stendur þar framar. Sjávarútvegurinn er dreifður um landið, og hefur stærsti hluti framleiðslunnar farið fram á Norðurlandi eystra, einkum í Eyjafirði. Það hefur að jafnaði mátt rekja lang stærstan hluta atvinnutekna í sjávarútvegi til tekna á landsbyggðinni. Við í Framsóknarflokknum gerum okkur grein fyrir því að öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki aðeins skapað mikilvæg störf í sjávarútvegi heldur hafa líka þau skilað gríðarlegum hagnaði inn í hagkerfið sem nýtist í heilbrigðis-, velferða- og menntamál. Skiptir þá engu hvort um er að ræða störf sem eru hluti af hinni hefbundnu atvinnugrein, eins störf sjómanna og fiskvinnslufólks, eða hvort störfin tengjast með öðrum hætti greininni, eins og með nýsköpun eða þjónustu. Við munum því alltaf styðja fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðlar ekki aðeins að sjálfbærri þróun fiskistofna heldur skapar einnig mikilvæg störf hringinn í kringum landið og gerir fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna á alþjóðavísu. Um leið höfnum við öllum hugmyndum sem eiga að kollvarpa kerfi sem stuðlar að sjálfbærni nýtingu fiskistofna, brjóta niður mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki og fækka störfum í sjávarútvegi. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um sjávarútveg nú fyrir Alþingiskosningarnar virðist gleymast sú staðreynt að u.þ.b. 80% starfa í sjávarútvegi er á landsbyggðinni. Er þá einungis verið að miða við fjölda starfandi í atvinnugreininni í hefðbundnum skilningi, þ.e. veiðum og vinnslu, en ekki eru taldar með aðrar greinar sem tengjast beint eða óbeint starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þeirra starfa, sem flest tengjast þjónustu og þekkingu, hefur aukist mikið á undanförum árum og eru þau ekki síður mikilvæg en störf sjómanna og fiskvinnslufólks um land allt. Þau störf eru einnig í miklum meirihluta á landsbyggðinni. Þessa þróun má rekja til bættu umhverfi fyrir stórauknar tækniframfarir og nýsköpunar þar sem sjávarútvegur er helsti drifkrafturinn í íslensku hagkerfi. Þessi þróun hefur gert það að verkum að þrátt fyrir að hefðbundnum störfum í veiðum og vinnslu hefur fækkað hafa mörg vel launuð hliðarstörf orðið til í staðinn. Vægi sjávarútvegsins er mest á Austurlandi Í Norðausturkjördæmi er vægi sjávarútvegsins hvað mest á landinu, en vægi greinarinnar er mjög mismundandi eftir landshlutum. Víðast hvar, ef tekið er mið af framleiðslu, er sjávarútvegur u.þ.b.10-20% af framleiðslu en á Austurlandi hefur hlutfallið verið á bilinu 21-24% af framleiðslu, sem er mest á landinu ásamt Vestfjörðum. Jafnvel þótt, umsvif annarra atvinnugreina hefur aukist, góðu heilli, til að mynda með stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni, en störfin eru til staðar og þau þarf að vernda. Nú þegar styttist í Alþingiskosningar verður fyrirferðarmikil sú umræða að hægt sé að ganga á atvinnugreinina og margir frambjóðendur hafa haldið því fram að sjávarútvegur sé óþrjótandi uppspretta fjármuna sem hægt er að nýta í alls kyns ný útgjöld ríkisins. Jafnvel beinar peningagjafir til fólks. Hafa jafnvel heyrst þær hugmyndir að vænlegt sé að skipta upp öflugum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Við í Framsókn höfnum slíkum hugmyndum. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá Það sem gleymist hjá þeim sem halda slíku fram er að fiskveiðiauðlindin þarf að vera sjálfbær sem gerir það að verkum að vaxtarmöguleiki fyrirtækja í sjávarútvegi er takmaður. Einnig er ekki nefnt í þessari umræðu hvað verður um störfin sem sjávarútvegurinn skapar og eru langflest á landsbyggðinni. Það er nefnilega staðreynd að sé starfsem sjávarútvegsfyrirtækja skert, bitnar það einfaldlega á fólki sem valdi sér menntun og búsetu til þess að byggja upp starfsframa í sjávarútvegi. Störfum mun fækka í greininni og það getum við Framsóknarfólk ekki samþykkt. Markmið okkar Íslendinga í sjávarútvegi er að ganga vel um og bæta umgengni um nytjastofna sjávar. Við höfum líka það markmið að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti sem á að tryggja til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðin. Við viljum að nýting fiskistofna sé með sjálfbærum hætti og hlutverk ríkisins er að tryggja gott starfsumhverfi í sjávarútvegi um leið og við viljum fá sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni. Til að tryggja þessi markmið enn betur og gera þau skýrari er ég eindreginn stuðningsmaður þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Stærstur hluti framleiðslunnar í Eyjafirði Sjávarútvegurinn er nefnilega sannkölluð „landsbyggðargrein“ og einungis landbúnaður stendur þar framar. Sjávarútvegurinn er dreifður um landið, og hefur stærsti hluti framleiðslunnar farið fram á Norðurlandi eystra, einkum í Eyjafirði. Það hefur að jafnaði mátt rekja lang stærstan hluta atvinnutekna í sjávarútvegi til tekna á landsbyggðinni. Við í Framsóknarflokknum gerum okkur grein fyrir því að öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki aðeins skapað mikilvæg störf í sjávarútvegi heldur hafa líka þau skilað gríðarlegum hagnaði inn í hagkerfið sem nýtist í heilbrigðis-, velferða- og menntamál. Skiptir þá engu hvort um er að ræða störf sem eru hluti af hinni hefbundnu atvinnugrein, eins störf sjómanna og fiskvinnslufólks, eða hvort störfin tengjast með öðrum hætti greininni, eins og með nýsköpun eða þjónustu. Við munum því alltaf styðja fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðlar ekki aðeins að sjálfbærri þróun fiskistofna heldur skapar einnig mikilvæg störf hringinn í kringum landið og gerir fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna á alþjóðavísu. Um leið höfnum við öllum hugmyndum sem eiga að kollvarpa kerfi sem stuðlar að sjálfbærni nýtingu fiskistofna, brjóta niður mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki og fækka störfum í sjávarútvegi. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun