Víkingar nýta hraðpróf og fjölga áhorfendum Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 13:54 Víkingar hafa verið dyggilega studdir í síðustu leikjum á leið sinni á topp Pepsi Max-deildarinnar. Ein umferð er eftir. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar munu geta tekið á móti 1.500 fullorðnum áhorfendum auk barna á laugardaginn, þegar þeir gætu mögulega orðið Íslandsmeistarar í fótbolta karla í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Víkingar hafa ákveðið að nýta nýlegar reglur um stærri viðburði með kröfu um hraðpróf, vegna kórónuveirufaraldursins. Fólk sem vill freista þess að sjá Víkinga taka á móti Íslandsmeistarabikarnum, ef allt fer að óskum hjá þeim, þarf því að fara í hraðpróf innan við 48 klukkustundum áður en leikur hefst og sýna svo við komuna á leikinn staðfestingu á neikvæðu prófi. Þannig geta Víkingar fjölgað áhorfendum og haft 1.500 fullorðna í einu sóttvarnahólfi, í stað 1.000 í tveimur hólfum. Í yfirlýsingu frá Víkingum er bent á þann möguleika að leikurinn gæti verið færður til vegna veðurs, og ljóst að þau sem ætla á völlinn þurfa að gæta þess að fara ekki of snemma í hraðpróf. Ljóst er að sigur gegn Leikni dugar Víkingi til að verða Íslandsmeistari en vinni liðið ekki gæti Breiðablik orðið meistari með sigri gegn HK á sama tíma. Yfirlýsingu Víkings má lesa hér að neðan. Yfirlýsing Víkings vegna leiks við Leiknis: Í sumar hafa verið í gildi fjöldatakmarkanir og er þessi leikur engin undantekning. Nú þegar er orðið uppselt á leikinn miðað við tvö 500 manna hólf, en með eftirfarandi aðgerðum verður hægt að fjölga miðum og selja sérstaklega í stæði (en ekki í sæti). Til þess að gera fleirum kleift að mæta á leikinn verður gerð krafa um að gestir 16 ára og eldri framvísi neikvæðri niðurstöðu COVID-19 hraðprófs. Þetta er gert til þess að sem flestir geti upplifað þá stemningu sem mun vera í Víkinni á laugardaginn og hvatt liðið okkar áfram. Börn fædd 2006 og síðar telja ekki í gildandi takmörkunum. Hraðpróf, sem er ókeypis, er pantað í gegnum slóðina https://hradprof.covid.is og vekjum við athygli á að COVID-19 sjálfspróf er ekki nóg, heldur þarf að fara í hraðpróf á fimmtudag eða föstudag, þar sem prófið má ekki vera meira en 48 klst gamalt. Hraðpróf eru opin alla virka daga frá 08:00 til 12:00 og frá 12:45 til 20:00. Verði leiknum frestað til sunnudags vegna veðurs er hraðpróf frá fimmtudeginum útrunnið. Miðasala á aukamiðum fer fram í miðasöluappinu Stubbi og hefst miðvikudaginn 22. september kl. 11:00. Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram, að sjái einhverjir þeirra sem hafa nú þegar keypt miða á leikinn sér ekki fært að uppfylla skilyrði um hraðpróf þá eiga þeir aðilar fullan rétt til endurgreiðslu og munu aðrir stuðningsmenn hafa færi á að kaupa þá miða sem losna vegna slíks. Þá er jafnframt rétt að taka það sérstaklega fram að aðrir miðar en þeir sem eru útgefnir í gegnum Stubb, eins og t.d. opnir miðar frá Ölgerðinni á leiki í Pepsi Max deildinni, munu ekki gilda á leikinn. Allar óskir um endurgreiðslur aðgöngumiða skal senda á netfangið knattspyrna@vikingur.is Áfram Víkingur! Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Víkingar hafa ákveðið að nýta nýlegar reglur um stærri viðburði með kröfu um hraðpróf, vegna kórónuveirufaraldursins. Fólk sem vill freista þess að sjá Víkinga taka á móti Íslandsmeistarabikarnum, ef allt fer að óskum hjá þeim, þarf því að fara í hraðpróf innan við 48 klukkustundum áður en leikur hefst og sýna svo við komuna á leikinn staðfestingu á neikvæðu prófi. Þannig geta Víkingar fjölgað áhorfendum og haft 1.500 fullorðna í einu sóttvarnahólfi, í stað 1.000 í tveimur hólfum. Í yfirlýsingu frá Víkingum er bent á þann möguleika að leikurinn gæti verið færður til vegna veðurs, og ljóst að þau sem ætla á völlinn þurfa að gæta þess að fara ekki of snemma í hraðpróf. Ljóst er að sigur gegn Leikni dugar Víkingi til að verða Íslandsmeistari en vinni liðið ekki gæti Breiðablik orðið meistari með sigri gegn HK á sama tíma. Yfirlýsingu Víkings má lesa hér að neðan. Yfirlýsing Víkings vegna leiks við Leiknis: Í sumar hafa verið í gildi fjöldatakmarkanir og er þessi leikur engin undantekning. Nú þegar er orðið uppselt á leikinn miðað við tvö 500 manna hólf, en með eftirfarandi aðgerðum verður hægt að fjölga miðum og selja sérstaklega í stæði (en ekki í sæti). Til þess að gera fleirum kleift að mæta á leikinn verður gerð krafa um að gestir 16 ára og eldri framvísi neikvæðri niðurstöðu COVID-19 hraðprófs. Þetta er gert til þess að sem flestir geti upplifað þá stemningu sem mun vera í Víkinni á laugardaginn og hvatt liðið okkar áfram. Börn fædd 2006 og síðar telja ekki í gildandi takmörkunum. Hraðpróf, sem er ókeypis, er pantað í gegnum slóðina https://hradprof.covid.is og vekjum við athygli á að COVID-19 sjálfspróf er ekki nóg, heldur þarf að fara í hraðpróf á fimmtudag eða föstudag, þar sem prófið má ekki vera meira en 48 klst gamalt. Hraðpróf eru opin alla virka daga frá 08:00 til 12:00 og frá 12:45 til 20:00. Verði leiknum frestað til sunnudags vegna veðurs er hraðpróf frá fimmtudeginum útrunnið. Miðasala á aukamiðum fer fram í miðasöluappinu Stubbi og hefst miðvikudaginn 22. september kl. 11:00. Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram, að sjái einhverjir þeirra sem hafa nú þegar keypt miða á leikinn sér ekki fært að uppfylla skilyrði um hraðpróf þá eiga þeir aðilar fullan rétt til endurgreiðslu og munu aðrir stuðningsmenn hafa færi á að kaupa þá miða sem losna vegna slíks. Þá er jafnframt rétt að taka það sérstaklega fram að aðrir miðar en þeir sem eru útgefnir í gegnum Stubb, eins og t.d. opnir miðar frá Ölgerðinni á leiki í Pepsi Max deildinni, munu ekki gilda á leikinn. Allar óskir um endurgreiðslur aðgöngumiða skal senda á netfangið knattspyrna@vikingur.is Áfram Víkingur!
Yfirlýsing Víkings vegna leiks við Leiknis: Í sumar hafa verið í gildi fjöldatakmarkanir og er þessi leikur engin undantekning. Nú þegar er orðið uppselt á leikinn miðað við tvö 500 manna hólf, en með eftirfarandi aðgerðum verður hægt að fjölga miðum og selja sérstaklega í stæði (en ekki í sæti). Til þess að gera fleirum kleift að mæta á leikinn verður gerð krafa um að gestir 16 ára og eldri framvísi neikvæðri niðurstöðu COVID-19 hraðprófs. Þetta er gert til þess að sem flestir geti upplifað þá stemningu sem mun vera í Víkinni á laugardaginn og hvatt liðið okkar áfram. Börn fædd 2006 og síðar telja ekki í gildandi takmörkunum. Hraðpróf, sem er ókeypis, er pantað í gegnum slóðina https://hradprof.covid.is og vekjum við athygli á að COVID-19 sjálfspróf er ekki nóg, heldur þarf að fara í hraðpróf á fimmtudag eða föstudag, þar sem prófið má ekki vera meira en 48 klst gamalt. Hraðpróf eru opin alla virka daga frá 08:00 til 12:00 og frá 12:45 til 20:00. Verði leiknum frestað til sunnudags vegna veðurs er hraðpróf frá fimmtudeginum útrunnið. Miðasala á aukamiðum fer fram í miðasöluappinu Stubbi og hefst miðvikudaginn 22. september kl. 11:00. Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram, að sjái einhverjir þeirra sem hafa nú þegar keypt miða á leikinn sér ekki fært að uppfylla skilyrði um hraðpróf þá eiga þeir aðilar fullan rétt til endurgreiðslu og munu aðrir stuðningsmenn hafa færi á að kaupa þá miða sem losna vegna slíks. Þá er jafnframt rétt að taka það sérstaklega fram að aðrir miðar en þeir sem eru útgefnir í gegnum Stubb, eins og t.d. opnir miðar frá Ölgerðinni á leiki í Pepsi Max deildinni, munu ekki gilda á leikinn. Allar óskir um endurgreiðslur aðgöngumiða skal senda á netfangið knattspyrna@vikingur.is Áfram Víkingur!
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira