Ruglingsleg umræða um ESB Karl Gauti Hjaltason skrifar 21. september 2021 16:15 Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið! Þetta lét Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig hafa í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku. Skoðum aðeins hvað Þorgerður Katrín var að segja. Jú, að það vanti upplýsingar - væntanlega til þess að hægt sé að ákveða hvort innganga í sambandið sé æskileg? En eru allir búnir að gleyma því að stefna Viðreisnar er einfaldlega að ganga þarna inn. Engir fyrirvarar hafa hingað til verið settir, hvað þá með vísun í skort á upplýsingum! Það er ekki nema von að sumir spyrji sig að því hvort þetta sé ný útgáfa af upplýsingaóreiðu? Elta valdið sem búið er að framselja! Þessi ummæli kalla á upprifjun því þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur ruglingur er settur af stað. Þegar við Íslendingar gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var fullyrt að því myndi ekki fylgja framsal valds, ekki síst af ESB-sinnum, og fyrir vikið var því hafnað að þjóðin fengi að kjósa um málið. En annað hefur komið á daginn og ESB-sinnar halda því jafnvel fram í dag að framsal valds sé meira í gegnum EES en ESB og því þurfi að ganga í sambandið til að endurheimta hluta af því valdi sem framselt var í gegnum EES-samninginn sem vitanlega er alls ekki rétt. Þetta er alveg ótrúlegur öfugsnúningur. Skjótum krónuna Viðreisn fer nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum gegn gjaldmiðli okkar Íslendinga. Krónan er í skotlínu með fyrirheitum um að tenging við evruna eða hreinlega upptaka hennar verði allra meina bót. Þetta á að leiða til stórkostlega breytinga og horft framhjá aukaverkunum eins og alltaf í áróðursstríði. Stundum vísa Viðreisnarmenn í dæmi frá Dönum sem segja ekki nema hálfa söguna. Danir eru með tengingu við evruna einfaldlega vegna þess að þeir voru með hana áður við þýska markið og hagsveiflan er svipuð í þessum löndum. Augljóslega á það ekki við um Ísland sem er með allt öðru vísi útflutningsgreinar. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar. Kjósendur ættu að hafa í huga að með Viðreisn og Samfylkingu í ríkisstjórn er hætt við að örlagarík skerf verði tekin í átt að frekari tengingum við Evrópusambandið. Tengingar sem skerða myndu enn frekar fullveldi okkar Íslendinga og þrengja að valkostum til sjálfstæðra og frjálsra viðskipta. Miðflokkurinn er eina aflið sem tryggir viðspyrnu gegn árásum ESB-sinna gegn fullveldi landsins. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið! Þetta lét Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig hafa í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku. Skoðum aðeins hvað Þorgerður Katrín var að segja. Jú, að það vanti upplýsingar - væntanlega til þess að hægt sé að ákveða hvort innganga í sambandið sé æskileg? En eru allir búnir að gleyma því að stefna Viðreisnar er einfaldlega að ganga þarna inn. Engir fyrirvarar hafa hingað til verið settir, hvað þá með vísun í skort á upplýsingum! Það er ekki nema von að sumir spyrji sig að því hvort þetta sé ný útgáfa af upplýsingaóreiðu? Elta valdið sem búið er að framselja! Þessi ummæli kalla á upprifjun því þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur ruglingur er settur af stað. Þegar við Íslendingar gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var fullyrt að því myndi ekki fylgja framsal valds, ekki síst af ESB-sinnum, og fyrir vikið var því hafnað að þjóðin fengi að kjósa um málið. En annað hefur komið á daginn og ESB-sinnar halda því jafnvel fram í dag að framsal valds sé meira í gegnum EES en ESB og því þurfi að ganga í sambandið til að endurheimta hluta af því valdi sem framselt var í gegnum EES-samninginn sem vitanlega er alls ekki rétt. Þetta er alveg ótrúlegur öfugsnúningur. Skjótum krónuna Viðreisn fer nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum gegn gjaldmiðli okkar Íslendinga. Krónan er í skotlínu með fyrirheitum um að tenging við evruna eða hreinlega upptaka hennar verði allra meina bót. Þetta á að leiða til stórkostlega breytinga og horft framhjá aukaverkunum eins og alltaf í áróðursstríði. Stundum vísa Viðreisnarmenn í dæmi frá Dönum sem segja ekki nema hálfa söguna. Danir eru með tengingu við evruna einfaldlega vegna þess að þeir voru með hana áður við þýska markið og hagsveiflan er svipuð í þessum löndum. Augljóslega á það ekki við um Ísland sem er með allt öðru vísi útflutningsgreinar. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar. Kjósendur ættu að hafa í huga að með Viðreisn og Samfylkingu í ríkisstjórn er hætt við að örlagarík skerf verði tekin í átt að frekari tengingum við Evrópusambandið. Tengingar sem skerða myndu enn frekar fullveldi okkar Íslendinga og þrengja að valkostum til sjálfstæðra og frjálsra viðskipta. Miðflokkurinn er eina aflið sem tryggir viðspyrnu gegn árásum ESB-sinna gegn fullveldi landsins. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun