Opnum faðminn Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Rannveig Guðmundsdóttir skrifa 21. september 2021 18:30 Fráfarandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur vakið furðu margra fyrir skort á mannúð í framkomu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Dæmin sýna það; egypska fjölskyldan sem Íslendingar tóku höndum saman um að fela, íranski trans strákurinn sem stjórnvöld ætluðu að vísa úr landi og þurfti grettistak Samtakanna ‘78 og þjóðarinnar til að verja, ófríska albanska konan sem vísað var úr landi þvert á tilmæli heilbrigðisstarfsfólks, þolandi mansals sem flúði ofbeldi í Nígeríu og festi hér rætur en var vísað úr landi og afganska fjölskyldan sem senda átti úr landi en var varin af samnemendum barnanna í Hagaskóla. Þá voru umsækjendur um alþjóðlega vernd í vor sviptir fæði og húsnæði af Útlendingastofnun sem síðar var úrskurðað ólögmætt af kærunefnd útlendingamála líkt og lögfræðingar og félagasamtök höfðu ítrekað bent á. Trekk í trekk hefur almenningur þurft að taka höndum saman til að verja flóttafólk og hælisleitendur fyrir ofstæki íslenskra stjórnvalda. Samfylkingin vill taka við fleira fólki á flótta. Við viljum stöðva brottvísanir til ríkja þar sem mannréttindi eru ekki virt og ríkja sem komin eru að þolmörkum vegna fjölda flóttafólks. Samfylkingin vill ekki úthýsa börnum. Hættum að senda barnafjölskyldur úr landi og tökum betur á móti fólki af erlendum uppruna sem ákveður að koma hingað og leggja til samfélagsins. Þetta gerum við meðal annars með öflugri móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn og ungmenni og stuðningi við frjáls félagasamtök sem styðja við fólk af erlendum uppruna. Lykilatriði er að greiða leið fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag og veita börnum sem setjast hér að sömu tækifæri og íslenskum börnum. Mikilvægt er að bæta hæliskerfið og móta nýja stefnu í málefnum fólks af erlendum uppruna með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við afar þröngar túlkanir á útlendingalögum við meðferð á umsóknum, og ekki er tekið tillit til viðkvæmrar stöðu fólks eins og þegar um er að ræða hinsegin fólk, börn, veikt sem og fatlað fólk. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn strax í haust! Höfundar eru frambjóðendur til Alþingis á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Suðvesturkjördæmi Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur vakið furðu margra fyrir skort á mannúð í framkomu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Dæmin sýna það; egypska fjölskyldan sem Íslendingar tóku höndum saman um að fela, íranski trans strákurinn sem stjórnvöld ætluðu að vísa úr landi og þurfti grettistak Samtakanna ‘78 og þjóðarinnar til að verja, ófríska albanska konan sem vísað var úr landi þvert á tilmæli heilbrigðisstarfsfólks, þolandi mansals sem flúði ofbeldi í Nígeríu og festi hér rætur en var vísað úr landi og afganska fjölskyldan sem senda átti úr landi en var varin af samnemendum barnanna í Hagaskóla. Þá voru umsækjendur um alþjóðlega vernd í vor sviptir fæði og húsnæði af Útlendingastofnun sem síðar var úrskurðað ólögmætt af kærunefnd útlendingamála líkt og lögfræðingar og félagasamtök höfðu ítrekað bent á. Trekk í trekk hefur almenningur þurft að taka höndum saman til að verja flóttafólk og hælisleitendur fyrir ofstæki íslenskra stjórnvalda. Samfylkingin vill taka við fleira fólki á flótta. Við viljum stöðva brottvísanir til ríkja þar sem mannréttindi eru ekki virt og ríkja sem komin eru að þolmörkum vegna fjölda flóttafólks. Samfylkingin vill ekki úthýsa börnum. Hættum að senda barnafjölskyldur úr landi og tökum betur á móti fólki af erlendum uppruna sem ákveður að koma hingað og leggja til samfélagsins. Þetta gerum við meðal annars með öflugri móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn og ungmenni og stuðningi við frjáls félagasamtök sem styðja við fólk af erlendum uppruna. Lykilatriði er að greiða leið fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag og veita börnum sem setjast hér að sömu tækifæri og íslenskum börnum. Mikilvægt er að bæta hæliskerfið og móta nýja stefnu í málefnum fólks af erlendum uppruna með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við afar þröngar túlkanir á útlendingalögum við meðferð á umsóknum, og ekki er tekið tillit til viðkvæmrar stöðu fólks eins og þegar um er að ræða hinsegin fólk, börn, veikt sem og fatlað fólk. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn strax í haust! Höfundar eru frambjóðendur til Alþingis á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun