Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 00:58 Norðanhvassviðri og rigning er í Grímsey þar sem kirkjan brann til kaldra kola í kvöld. Karen Nótt Halldórsdóttir Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. Karen lýsir því að hafa fengið SMS-skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 22:53 í kvöld. Bjarmi væri á eyjunni sunnanverðri og grunaði Karen að kviknað gæti verið í félagsheimilinu Múla sem hún sinnir. Hún brunaði út á peysunni og inniskónum, komst að raun um að ekki væri kviknað í Múla heldur öðru mannvirki sem leikur lykilhlutverk í eyjunni. Að neðan má sjá myndskeið frá brunanum í kvöld. „Ég sé bjarmann þarna suður frá og sé bara turninn falla,“ segir Karen og vísar til turnsins á kirkjunni. Ekkert hægt að gera Kirkjan, sem ber nafnið Miðgarðakirkja, var byggð úr rekaviði árið 1867, samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrarbæjar. Hún var færð árið 1932, vegna eldhættu, og var byggt við hana. Miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1956 og þá var hún endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Kirkjan í Grímsey var glæsileg og mikið stolt heimamanna.Minjastofnun.is „Kirkjan var held ég fyrst reist við kristnitöku, með rekaviði, torfi og grjóti,“ segir Karen. Slökkviliðið, sem sé vel mannað í eyjunni af heimamönnum og tveimur bílum, hafi lagt allt kapp á að verja gamla prestbústaðinn við hliðina á kirkjunni. „Það var í rauninni ekkert hægt að gera,“ segir Karen og á við aðgerðir til að bjarga kirkjunni. Þar sýnist henni hlutirnir hafa gerst ansi hratt í kuldanum, vindinum og rigningunni í Grímsey. Rafmagn eina tilgátan Helsta tilgátan í eyjunni er sú að kviknað hafi í út frá einhverju rafmagni. Rafmagnsofnar og rafmagnskynding er í kirkjunni og lítið annað sem kemur til greina. Karen Nótt Halldórsdóttir segir helstu tilgátuna þá að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir „Næst þegar lögreglan kemur út í eyju verður hægt að rannsaka þetta,“ segir Karen. Fátt annað en eldur út frá rafmagni geti þó hafa kveikt eldinn. „Það er enginn á ferðinni hérna, enginn að kveikja á kertum eða neitt svoleiðis. Það er enginn í eyjunni nema heimafólk, og einhverjir tveir túristar. Það hefur einhverju slegið saman.“ Með tárin í augunum Tilfinningalegt tjón er mikið. „Þetta er það. Ég er náttúrulega ekki uppalin hérna og er þetta samt nógu mikið áfall fyrir mig,“ segir Karen. „Ég get ekki ímyndað mér hve erfitt þetta er fyrir fólkið sem hefur skírt hérna og fermt. Fólkið var með tárin í augunum þarna niður frá.“ Auk þess sé kirkjan aðdráttarafl í ferðamennskunni og eitt aðalsmerki eyjunnar. Þar hafi líka verið prestklæði, predikunarstóllinn. Allt upprunalegt að sögn Karenar, sem nú sé glatað. Þá séu Grímseyingar á ferðalagi sem finnist mjög erfitt að vera ekki á staðnum. Hjón á Tenerife og víðar. Brann á mjög stuttum tíma Karen sýnist allt hafa gerst á mjög stuttum tíma. Hún hafi fengið SMS-skilaboðin 22:53 og rétt á undan hafi nágranni hennar rokið út. Hún vissi þá ekki hvers vegna en átti eftir að átta sig á því andartökum síðar. Kirkjan brann til kaldra kola í gærkvöldi.Svavar Gylfason „Ég held hreinlega að þetta hafi gerst á mjög stuttum tíma. Vindurinn tekur eldinn frá byggðinni,“ segir Karen en kirkjan stendur sunnan af byggð og norðanáttinn ríkjandi. Því hafi engin lykt borist í byggð frá eldsvoðanum. „Þetta voru kannski 30-45 mínútur frá því ég sé turninn falla af og þar til grunnurinn er bara eftir. Ég held að það hafi aldrei verið hægt að bjarga neinu.“ Grímsey Slökkvilið Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Karen lýsir því að hafa fengið SMS-skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 22:53 í kvöld. Bjarmi væri á eyjunni sunnanverðri og grunaði Karen að kviknað gæti verið í félagsheimilinu Múla sem hún sinnir. Hún brunaði út á peysunni og inniskónum, komst að raun um að ekki væri kviknað í Múla heldur öðru mannvirki sem leikur lykilhlutverk í eyjunni. Að neðan má sjá myndskeið frá brunanum í kvöld. „Ég sé bjarmann þarna suður frá og sé bara turninn falla,“ segir Karen og vísar til turnsins á kirkjunni. Ekkert hægt að gera Kirkjan, sem ber nafnið Miðgarðakirkja, var byggð úr rekaviði árið 1867, samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrarbæjar. Hún var færð árið 1932, vegna eldhættu, og var byggt við hana. Miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1956 og þá var hún endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Kirkjan í Grímsey var glæsileg og mikið stolt heimamanna.Minjastofnun.is „Kirkjan var held ég fyrst reist við kristnitöku, með rekaviði, torfi og grjóti,“ segir Karen. Slökkviliðið, sem sé vel mannað í eyjunni af heimamönnum og tveimur bílum, hafi lagt allt kapp á að verja gamla prestbústaðinn við hliðina á kirkjunni. „Það var í rauninni ekkert hægt að gera,“ segir Karen og á við aðgerðir til að bjarga kirkjunni. Þar sýnist henni hlutirnir hafa gerst ansi hratt í kuldanum, vindinum og rigningunni í Grímsey. Rafmagn eina tilgátan Helsta tilgátan í eyjunni er sú að kviknað hafi í út frá einhverju rafmagni. Rafmagnsofnar og rafmagnskynding er í kirkjunni og lítið annað sem kemur til greina. Karen Nótt Halldórsdóttir segir helstu tilgátuna þá að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir „Næst þegar lögreglan kemur út í eyju verður hægt að rannsaka þetta,“ segir Karen. Fátt annað en eldur út frá rafmagni geti þó hafa kveikt eldinn. „Það er enginn á ferðinni hérna, enginn að kveikja á kertum eða neitt svoleiðis. Það er enginn í eyjunni nema heimafólk, og einhverjir tveir túristar. Það hefur einhverju slegið saman.“ Með tárin í augunum Tilfinningalegt tjón er mikið. „Þetta er það. Ég er náttúrulega ekki uppalin hérna og er þetta samt nógu mikið áfall fyrir mig,“ segir Karen. „Ég get ekki ímyndað mér hve erfitt þetta er fyrir fólkið sem hefur skírt hérna og fermt. Fólkið var með tárin í augunum þarna niður frá.“ Auk þess sé kirkjan aðdráttarafl í ferðamennskunni og eitt aðalsmerki eyjunnar. Þar hafi líka verið prestklæði, predikunarstóllinn. Allt upprunalegt að sögn Karenar, sem nú sé glatað. Þá séu Grímseyingar á ferðalagi sem finnist mjög erfitt að vera ekki á staðnum. Hjón á Tenerife og víðar. Brann á mjög stuttum tíma Karen sýnist allt hafa gerst á mjög stuttum tíma. Hún hafi fengið SMS-skilaboðin 22:53 og rétt á undan hafi nágranni hennar rokið út. Hún vissi þá ekki hvers vegna en átti eftir að átta sig á því andartökum síðar. Kirkjan brann til kaldra kola í gærkvöldi.Svavar Gylfason „Ég held hreinlega að þetta hafi gerst á mjög stuttum tíma. Vindurinn tekur eldinn frá byggðinni,“ segir Karen en kirkjan stendur sunnan af byggð og norðanáttinn ríkjandi. Því hafi engin lykt borist í byggð frá eldsvoðanum. „Þetta voru kannski 30-45 mínútur frá því ég sé turninn falla af og þar til grunnurinn er bara eftir. Ég held að það hafi aldrei verið hægt að bjarga neinu.“
Grímsey Slökkvilið Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira