Að halda reisn og sjálfstæði Elínborg Steinunnardóttir skrifar 22. september 2021 10:46 Í janúar 2020 varð ég fyrir hræðilegu slysi á leið heim úr vinnu. Bíll sem ekið var af próflausum ökumanni undir áhrifum vímuefna, eltum af lögreglunni, lenti framan á bíl sem ég var í á 150 km hraða. Bílstjóri hins bílsins var á öfugum vegarhelmingi og hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. Ég brotnaði á vinstri ökla, vinstri úlnlið, hægri framhandlegg, bringubeinið, einhver rif voru brotin og ég var illa brotin á hægri mjöðm. Þá féllu sköflungurinn og hnéð hægra megin saman. Ég fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni og lamaðist ég vinstra megin. Ég er enn að jafna mig á heilablóðfallinu. Langtímadvöl á sjúkrastofnunum Eftir nokkrar vikur á spítala í Reykjavík var ég send á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar tók við löng bið þar sem lítið var við að hafa áður en ég var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Ég dvaldi síðan á sjúkrastofnunum í meira eða minna heilt ár. Reykjanesbær þrjóskaðist við að veita mér þá notendastýrðu persónulegu aðstoð sem ég átti samkvæmt lögum rétt á vegna þess að fjármagn hafi ekki fengist frá ríkinu. Mér var boðin dvöl á hjúkrunarheimili sem mér fannst fáránlegt, það eru fjölmargir aldraðir sem bíða í sjúkrarúmum eftir slíkri þjónustu og vil ég ekki taka pláss frá þeim. Ég er 48 ára gömul og get vel búið í mínu eigin húsi í Höfnum, fái ég þá aðstoð sem ég á rétt á. Sósíalistar vilja hjálpa fólki til sjálfstæðis Þegar Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, vakti athygli á máli mínu fóru hjólin að snúast. Mér stóð loksins til boða sú þjónusta sem ég þarf á að halda til að geta búið í mínu eigin húsnæði. En mál mitt er því miður ekki einsdæmi. Fjölmargir einstaklingar, hvort sem eru fatlaðir eða eldra fólk, getur vel búið sjálfstætt fái það þá hjálp sem það þarf á að halda. Slíkt hlýtur að vera mun betra bæði fyrir einstaklinga í þessari stöðu og samfélagið í heild sinni. Sósíalistar hafa sett fram skýrt tilboð um uppreisn öryrkja gegn óréttlæti. Þar segir meðal annars: „Eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna með samningnum er að útrýma þeirri stofnanavæðingu sem ríkt hefur undanfarna áratugi með búsetu fatlaðra á sambýlum. Í stað þess að bjóða fólki sjálfstæða búsetu með fullnægjandi stoðþjónustu er allt of algengt að veiku fólki undir 67 ára aldri sé boðin búseta á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Enn þekkist að fólk sé flutt nokkurskonar hreppaflutningum milli hjúkrunarheimila.“ Þetta er það sem ég fer fram á að ég og fólk í minni stöðu fái. Að við fáum að lifa við sem mest sjálfstæði og með reisn og þurfum ekki að berjast í bökkum fjárhagslega. Ísland er ríkt land. Okkur er ekkert að vanbúnaði; við getum haldið uppi velferð og mannúð svo allir fái notið sín. Ákvörðun okkar sem kjósenda á laugardaginn er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur skipar sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Í janúar 2020 varð ég fyrir hræðilegu slysi á leið heim úr vinnu. Bíll sem ekið var af próflausum ökumanni undir áhrifum vímuefna, eltum af lögreglunni, lenti framan á bíl sem ég var í á 150 km hraða. Bílstjóri hins bílsins var á öfugum vegarhelmingi og hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. Ég brotnaði á vinstri ökla, vinstri úlnlið, hægri framhandlegg, bringubeinið, einhver rif voru brotin og ég var illa brotin á hægri mjöðm. Þá féllu sköflungurinn og hnéð hægra megin saman. Ég fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni og lamaðist ég vinstra megin. Ég er enn að jafna mig á heilablóðfallinu. Langtímadvöl á sjúkrastofnunum Eftir nokkrar vikur á spítala í Reykjavík var ég send á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar tók við löng bið þar sem lítið var við að hafa áður en ég var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Ég dvaldi síðan á sjúkrastofnunum í meira eða minna heilt ár. Reykjanesbær þrjóskaðist við að veita mér þá notendastýrðu persónulegu aðstoð sem ég átti samkvæmt lögum rétt á vegna þess að fjármagn hafi ekki fengist frá ríkinu. Mér var boðin dvöl á hjúkrunarheimili sem mér fannst fáránlegt, það eru fjölmargir aldraðir sem bíða í sjúkrarúmum eftir slíkri þjónustu og vil ég ekki taka pláss frá þeim. Ég er 48 ára gömul og get vel búið í mínu eigin húsi í Höfnum, fái ég þá aðstoð sem ég á rétt á. Sósíalistar vilja hjálpa fólki til sjálfstæðis Þegar Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, vakti athygli á máli mínu fóru hjólin að snúast. Mér stóð loksins til boða sú þjónusta sem ég þarf á að halda til að geta búið í mínu eigin húsnæði. En mál mitt er því miður ekki einsdæmi. Fjölmargir einstaklingar, hvort sem eru fatlaðir eða eldra fólk, getur vel búið sjálfstætt fái það þá hjálp sem það þarf á að halda. Slíkt hlýtur að vera mun betra bæði fyrir einstaklinga í þessari stöðu og samfélagið í heild sinni. Sósíalistar hafa sett fram skýrt tilboð um uppreisn öryrkja gegn óréttlæti. Þar segir meðal annars: „Eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna með samningnum er að útrýma þeirri stofnanavæðingu sem ríkt hefur undanfarna áratugi með búsetu fatlaðra á sambýlum. Í stað þess að bjóða fólki sjálfstæða búsetu með fullnægjandi stoðþjónustu er allt of algengt að veiku fólki undir 67 ára aldri sé boðin búseta á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Enn þekkist að fólk sé flutt nokkurskonar hreppaflutningum milli hjúkrunarheimila.“ Þetta er það sem ég fer fram á að ég og fólk í minni stöðu fái. Að við fáum að lifa við sem mest sjálfstæði og með reisn og þurfum ekki að berjast í bökkum fjárhagslega. Ísland er ríkt land. Okkur er ekkert að vanbúnaði; við getum haldið uppi velferð og mannúð svo allir fái notið sín. Ákvörðun okkar sem kjósenda á laugardaginn er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur skipar sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun