Njarðvíkingar ætla að skipta Ljónagryfjunni út fyrir Stapaskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 13:30 Nú er bara spurningin hvort Logi Gunnarsson klára ferilinn í Ljónagryfjunni eða hvort hann spili svo lengi að hann klárist í Stapaskóla. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík er búin að finna leið til að búa til pláss fyrir fleiri áhorfendur á heimaleikjum liðsins í körfunni en það verður þó ekki gert með því að stækka Ljónagryfjuna. Reykjanesbær hefur undirritað samning við Íslenskra aðalverktaka hf og VSB Verkfræðistofu ehf. vegna annars áfanga við Stapaskóla en íþróttahús skólans verður næsti nýr heimavöllur Njarðvíkinga í körfunni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum og eru líklegir til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. Það yrði þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins frá 2006 en jafnframt gæti það orðið sá síðasti sem vinnst í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar hafa unnið alla þrettán Íslandsmeistaratitla sína í Ljónagryfjunni síðan sá fyrsti kom í hús árið 1981. Njarðvíkingar hafa reyndar líka gert tilkall til fjögurra Íslandsmeistaratitla sem Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar vann á sjötta áratugnum en ÍKF sameinaðist Ungmennafélagi Njarðvíkur árið 1969. Víkurfréttir segja frá því að fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla, ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum, muni rísa við nýjan Stapaskóla á næstu fimmtán mánuðum. Í umfjöllun blaðsins má sjá myndir af framtíðarútliti íþróttahússins. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun þar með fá nýjan heimavöll í íþróttamannvirkinu við Stapaskóla sem menn kalla í dag Stapahöllina. Þar verður löglegur keppnisvöllur með áhorfendastæðum fyrir um ellefu hundruð manns. Til samanburðar geta innan við fimm hundruð manns rúmast í áhorfendastæðum Ljónagryfjunnar með góðu móti. Það er oft mjög þröngt um áhorfendur í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar geta því tekið sex hundruð fleiri áhorfendur á heimaleiki sína í framtíðinni. Íslenskir aðalverktakar hf. buðu lægst í framkvæmdina og unnu útboðið en VSB Verkfræðistofa ehf. mun síðan hafa eftirlit með framkvæmdum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns Sjá meira
Reykjanesbær hefur undirritað samning við Íslenskra aðalverktaka hf og VSB Verkfræðistofu ehf. vegna annars áfanga við Stapaskóla en íþróttahús skólans verður næsti nýr heimavöllur Njarðvíkinga í körfunni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum og eru líklegir til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. Það yrði þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins frá 2006 en jafnframt gæti það orðið sá síðasti sem vinnst í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar hafa unnið alla þrettán Íslandsmeistaratitla sína í Ljónagryfjunni síðan sá fyrsti kom í hús árið 1981. Njarðvíkingar hafa reyndar líka gert tilkall til fjögurra Íslandsmeistaratitla sem Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar vann á sjötta áratugnum en ÍKF sameinaðist Ungmennafélagi Njarðvíkur árið 1969. Víkurfréttir segja frá því að fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla, ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum, muni rísa við nýjan Stapaskóla á næstu fimmtán mánuðum. Í umfjöllun blaðsins má sjá myndir af framtíðarútliti íþróttahússins. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun þar með fá nýjan heimavöll í íþróttamannvirkinu við Stapaskóla sem menn kalla í dag Stapahöllina. Þar verður löglegur keppnisvöllur með áhorfendastæðum fyrir um ellefu hundruð manns. Til samanburðar geta innan við fimm hundruð manns rúmast í áhorfendastæðum Ljónagryfjunnar með góðu móti. Það er oft mjög þröngt um áhorfendur í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar geta því tekið sex hundruð fleiri áhorfendur á heimaleiki sína í framtíðinni. Íslenskir aðalverktakar hf. buðu lægst í framkvæmdina og unnu útboðið en VSB Verkfræðistofa ehf. mun síðan hafa eftirlit með framkvæmdum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns Sjá meira