Fjölbreytni, ekki einsleitni Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar Svansson skrifa 22. september 2021 14:30 Íslenskir meirihlutar hafa í gegnum tíðina helst verið myndaðir af fæstum mögulegum flokkum. Þannig hefur ekki þurft að gera málamiðlanir milli margra aðila og allt vesen lágmarkað. Helsta undantekningin frá þessu var Reykjavíkurlistinn, sem samanstóð af mörgum flokkum sem buðu fram sameiginlega stefnuskrá og lista, með það að markmiði að fella ríkjandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Reykjavíkurmódelið Svo var það vorið 2014, þegar Besti flokkurinn og Samfylking höfðu verið í meirihluta í fjögur ár. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, höfðu marglýst því yfir að þeir vildu halda samstarfinu áfram eftir kosningar en úrslitin gerðu þeim það svo ekki kleift. Það vantaði einn borgarfulltrúa uppá. Við undirrituð komumst þannig bæði í oddastöðu og áttum samkvæmt hefðinni að keppast um hvort okkar hreppti hnossið – að fá að vera með í meirihlutanum. En við ákváðum að gera það ekki. Morguninn eftir kosningar töluðum við saman og ákváðum að fara ekki án hvors annars í meirihlutasamstarf. Fyrir utan að við höfðum lítinn áhuga á að vera uppfyllingarefni gegn minnstu mögulegu áhrifum, þá töldum við einlæglega að áherslur beggja flokka, Vinstri grænna og Pírata, ættu erindi inn í meirihlutann. Við trúðum því bæði að Vinstri græn myndu stuðla að grænni og femínískari ákvörðunum og að Píratar myndu stuðla að auknu gagnsæi og aukinni virkni borgarbúa og þar með styrkja lýðræðið. Við þurftum ekki að gera þetta, vorum ekki neydd til þess stöðunnar vegna. Við töldum þetta einfaldlega vera bestu leiðina. Úr varð, að myndaður var meirihluti fjögurra flokka sem vann vel saman og lagði grunninn að því sem nú er kallað Reykjavíkurmódelið. Það var auðvitað flókið og úrlausnarefnin mörg, en upphafssetningar meirihlutasáttmálans, sem við tókum okkur rúman tíma til að móta og skrifa, vísuðu okkur alltaf veginn að bestu mögulegu niðurstöðu: „Við sem myndum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur komum úr ólíkum áttum en stefnum nú að sama markmiði. Með hreinskilni og heiðarleika að leiðarljósi ætlum við að læra hvert af öðru og mynda heild sem er auðugri en summa okkar samanlögð.“ Breyttir tímar Fáflokkahefðin er í raun alveg ótrúlega gamaldags og stríðir gegn öllu því sem telst til góðra stjórnunarhátta, enda sýna rannsóknir á sviði stjórnunarfræða að fjölbreytt sjónarmið og aðferðir tryggja bestan árangur í stefnumótun og ákvarðanatöku. Það er vissulega vesen, krefst þolinmæði, umburðarlyndis og vilja til að hlusta og læra og prófa hluti sem jafnvel hafa verið prófaðir áður en voru kannski bara ekki tímabærir þá. En vesenið er vel á sig leggjandi, eiginlega nauðsynlegt, til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu. Við vitum auðvitað að pólítík snýst um hugmyndafræði. Það flækir málið, enda verða málamiðlanirnar erfiðari eftir því sem fara þarf lengra yfir hina pólítísku ása. Núverandi ríkisstjórn sýnir það glögglega, þar sem hugsjónir þessara gerólíku flokka ná sjaldan fram að ganga. Sum okkar líta á það sem stöðugleika, önnur sem kyrrstöðu. En þessi ríkisstjórn var líka mynduð á gamaldags grunni. Fæð flokka skipti meira máli en hugmyndafræði. Það þótti of mikið vesen að skapa traust milli margra flokka, deila völdum á marga flokka og taka inn sjónarmið margra flokka. Kyrrstöðuríkisstjórn fæstu mögulegu flokka var einfaldasta lausnin en hún var ekkert endilega besta lausnin. Ríkisstjórn næsta kjörtímabils Við undirrituð erum ekki lengur í borgarstjórn, heldur höfum við iðkað okkar pólítík með öðrum hætti undanfarin ár. En við erum sammála um að ákvörðun okkar, vansvefta eftir spennandi kosninganótt, hafi verið farsæl. Við trúum því einlæglega að það sé gott og mikilvægt að margir flokkar vinni saman, að því gefnu að þeir hafi einhverja sameiginlega sýn. Þetta módel hefur haldið áfram í borgarstjórn og það getur verið fyrirmynd á Alþingi. Við vonum að þetta greinarkorn verði forystufólki stjórnmálaflokkanna hvatning til að taka framsýnar ákvarðanir eftir kosningar, þó þær gætu orðið flóknar og krefjandi. Við trúum því að hér verði hægt að mynda ríkisstjórn fjölbreyttra sjónarmiða, helst með ölllum þeim flokkum sem nú bjóða fram og hafa græn, femínísk og lýðræðisleg sjónarmið að leiðarljósi. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnHalldór Auðar Svansson, fyrrverandi oddviti Pírata í borgarstjórn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Halldór Auðar Svansson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir meirihlutar hafa í gegnum tíðina helst verið myndaðir af fæstum mögulegum flokkum. Þannig hefur ekki þurft að gera málamiðlanir milli margra aðila og allt vesen lágmarkað. Helsta undantekningin frá þessu var Reykjavíkurlistinn, sem samanstóð af mörgum flokkum sem buðu fram sameiginlega stefnuskrá og lista, með það að markmiði að fella ríkjandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Reykjavíkurmódelið Svo var það vorið 2014, þegar Besti flokkurinn og Samfylking höfðu verið í meirihluta í fjögur ár. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, höfðu marglýst því yfir að þeir vildu halda samstarfinu áfram eftir kosningar en úrslitin gerðu þeim það svo ekki kleift. Það vantaði einn borgarfulltrúa uppá. Við undirrituð komumst þannig bæði í oddastöðu og áttum samkvæmt hefðinni að keppast um hvort okkar hreppti hnossið – að fá að vera með í meirihlutanum. En við ákváðum að gera það ekki. Morguninn eftir kosningar töluðum við saman og ákváðum að fara ekki án hvors annars í meirihlutasamstarf. Fyrir utan að við höfðum lítinn áhuga á að vera uppfyllingarefni gegn minnstu mögulegu áhrifum, þá töldum við einlæglega að áherslur beggja flokka, Vinstri grænna og Pírata, ættu erindi inn í meirihlutann. Við trúðum því bæði að Vinstri græn myndu stuðla að grænni og femínískari ákvörðunum og að Píratar myndu stuðla að auknu gagnsæi og aukinni virkni borgarbúa og þar með styrkja lýðræðið. Við þurftum ekki að gera þetta, vorum ekki neydd til þess stöðunnar vegna. Við töldum þetta einfaldlega vera bestu leiðina. Úr varð, að myndaður var meirihluti fjögurra flokka sem vann vel saman og lagði grunninn að því sem nú er kallað Reykjavíkurmódelið. Það var auðvitað flókið og úrlausnarefnin mörg, en upphafssetningar meirihlutasáttmálans, sem við tókum okkur rúman tíma til að móta og skrifa, vísuðu okkur alltaf veginn að bestu mögulegu niðurstöðu: „Við sem myndum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur komum úr ólíkum áttum en stefnum nú að sama markmiði. Með hreinskilni og heiðarleika að leiðarljósi ætlum við að læra hvert af öðru og mynda heild sem er auðugri en summa okkar samanlögð.“ Breyttir tímar Fáflokkahefðin er í raun alveg ótrúlega gamaldags og stríðir gegn öllu því sem telst til góðra stjórnunarhátta, enda sýna rannsóknir á sviði stjórnunarfræða að fjölbreytt sjónarmið og aðferðir tryggja bestan árangur í stefnumótun og ákvarðanatöku. Það er vissulega vesen, krefst þolinmæði, umburðarlyndis og vilja til að hlusta og læra og prófa hluti sem jafnvel hafa verið prófaðir áður en voru kannski bara ekki tímabærir þá. En vesenið er vel á sig leggjandi, eiginlega nauðsynlegt, til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu. Við vitum auðvitað að pólítík snýst um hugmyndafræði. Það flækir málið, enda verða málamiðlanirnar erfiðari eftir því sem fara þarf lengra yfir hina pólítísku ása. Núverandi ríkisstjórn sýnir það glögglega, þar sem hugsjónir þessara gerólíku flokka ná sjaldan fram að ganga. Sum okkar líta á það sem stöðugleika, önnur sem kyrrstöðu. En þessi ríkisstjórn var líka mynduð á gamaldags grunni. Fæð flokka skipti meira máli en hugmyndafræði. Það þótti of mikið vesen að skapa traust milli margra flokka, deila völdum á marga flokka og taka inn sjónarmið margra flokka. Kyrrstöðuríkisstjórn fæstu mögulegu flokka var einfaldasta lausnin en hún var ekkert endilega besta lausnin. Ríkisstjórn næsta kjörtímabils Við undirrituð erum ekki lengur í borgarstjórn, heldur höfum við iðkað okkar pólítík með öðrum hætti undanfarin ár. En við erum sammála um að ákvörðun okkar, vansvefta eftir spennandi kosninganótt, hafi verið farsæl. Við trúum því einlæglega að það sé gott og mikilvægt að margir flokkar vinni saman, að því gefnu að þeir hafi einhverja sameiginlega sýn. Þetta módel hefur haldið áfram í borgarstjórn og það getur verið fyrirmynd á Alþingi. Við vonum að þetta greinarkorn verði forystufólki stjórnmálaflokkanna hvatning til að taka framsýnar ákvarðanir eftir kosningar, þó þær gætu orðið flóknar og krefjandi. Við trúum því að hér verði hægt að mynda ríkisstjórn fjölbreyttra sjónarmiða, helst með ölllum þeim flokkum sem nú bjóða fram og hafa græn, femínísk og lýðræðisleg sjónarmið að leiðarljósi. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnHalldór Auðar Svansson, fyrrverandi oddviti Pírata í borgarstjórn
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun