Kjöt- og drykkjarframleiðendur í úlfakreppu vegna skorts á kolsýru Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 15:58 Kjötðnaður í Bretlandi er í tilvistarkreppu vegna skorts á koltvísýringi. Hann er notaður til þess að rota kjúklinga og svín fyrir slátrun. Vísir/EPA Matvælaframleiðendur í Bretlandi eru í öngum sínum eftir að bresk stjórnvöld vöruðu þá við því að verð á kolsýru gæti hækkað um 500% vegna skorts á jarðgasi. Stjórnvöld hafa nú framlengt neyðaraðstoð sem á að koma í veg fyrir skort á kjötvörum. Mikil eftirspurn eftir jarðgasi í Asíu eftir að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hafa valdið skorti á framboði í Evrópu. Kolsýra sem er notuð í drykkjarframleiðslu og til að rota hænsni og svín fyrir slátrun er aukaafurð frá áburðariðnaði sem er háður framboði á jarðgasi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú segir Geroge Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, að matvælaframleiðlendur þar þurfi að sætta sig við gríðarlega verðhækkun á kolsýru. Stjórnvöld hafa undanfarið greitt bandarísku fyrirtæki til hefja framleiðslu aftur í tveimur áburðarverksmiðjum sem var lokað því þær voru óarðbæðrar. Þær sjá Bretlandi fyrir um 60% þeirrar kolsýru sem er notuð þar. Án samningsins segir Eustice að mörg sláturshús hefðu klárað kolsýrubyrgðir sínar á örfáum dögum. Framleiðendur hafa varað við því að skortur gæti orðið á kalkúnakjöti fyrir jólin en kalkúnn er vinsæll hátíðarmatur í Bretlandi. Verslunarkeðjan Iceland segir að tímabundinn samningur bresku ríkisstjórnarinnar til að auka framboð á kolsýru eigi ekki eftir að leysa vandann og bjarga jólunum. Bretland Gosdrykkir Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir jarðgasi í Asíu eftir að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hafa valdið skorti á framboði í Evrópu. Kolsýra sem er notuð í drykkjarframleiðslu og til að rota hænsni og svín fyrir slátrun er aukaafurð frá áburðariðnaði sem er háður framboði á jarðgasi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú segir Geroge Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, að matvælaframleiðlendur þar þurfi að sætta sig við gríðarlega verðhækkun á kolsýru. Stjórnvöld hafa undanfarið greitt bandarísku fyrirtæki til hefja framleiðslu aftur í tveimur áburðarverksmiðjum sem var lokað því þær voru óarðbæðrar. Þær sjá Bretlandi fyrir um 60% þeirrar kolsýru sem er notuð þar. Án samningsins segir Eustice að mörg sláturshús hefðu klárað kolsýrubyrgðir sínar á örfáum dögum. Framleiðendur hafa varað við því að skortur gæti orðið á kalkúnakjöti fyrir jólin en kalkúnn er vinsæll hátíðarmatur í Bretlandi. Verslunarkeðjan Iceland segir að tímabundinn samningur bresku ríkisstjórnarinnar til að auka framboð á kolsýru eigi ekki eftir að leysa vandann og bjarga jólunum.
Bretland Gosdrykkir Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira