Að bera saman gúrkur og banana Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. september 2021 10:16 Í umræðum um skattamál og lækkun skatta, er því gjarnan hal dið fram að skattar hafi í raun ekkert lækkað í tíð Sjálfstæðisflokksins vegna þess að skattbyrði lægstu launa hafi aukist gríðarlega frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hér árið 1988. Skattbyrðin hafi farið úr því að vera engin af lágmarkslaunum, í það að vera um 17%. Það er auðvitað alveg satt og rétt að skattbyrði lægstu launa hefur aukist. En hvað veldur þessari auknu skattbyrði? Er það grimm háskattastefna Sjálfstæðisflokksins á láglaunafólk eða býr þar eitthvað annað að baki? Þegar herra Google er spurður um lágmarkslaun árið 1998, svarar hann mér því til að það ár hafi lágmarkslaun í landinu eða lægstu grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku verið á bilinu 29-31 þúsund krónur á mánuði. Um skattleysismörkin það sama ár segir herra Google að þau hafi verið 44.182 kr. á mánuði. Ef við setjum svo þessar launatölur og skattleysismörkin inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar, þá kemur í ljós að ef lágmarkslaunin hefðu fylgt verðlagi þá væru þau í dag u.þ.b. 165 þús kr. á mánuði. Lágmarkslaun í dag eru hins vegar 351.000 kr. og hækka í 368.000 kr. á mánuði um næstu áramót. Skattleysismörkin, hefðu þau fylgt verðlagi væru hins vegar 234.000 kr. á mánuði, en eru í dag 168.000 kr. Meginástæða þess að lágmarkslaun eru ekki lengur skattfrjáls er því fyrst og fremst sú að lágmarkslaun hafa hækkað verulega og eru rúmlega tvöfalt hærri en þau væru, hefðu þau fylgt verðlagi. Reyndar væri persónuaflátturinn 66.000 kr. hærri en hann er í dag, hefði hann fylgt verðlagi. Má alveg, mér að meinalausu, gera athugasemdir við það að stjórnvöld hafi ekki tryggt það að persónuaflátturinn fylgdi verðlagi. En það hefði þó ekki breytt því að lágmarkslaun væru heldur ekki skattlaus. Á meðan að lágmarkslaunin hafa hækkað með þessum hætti, undanfarna áratugi, má draga af því þær ályktanir að hækkun hæstu launa hafi verið eitthvað eða jafnvel töluvert minni. Enda launajöfnuður þessi misserin með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Það er því nokkuð rökrétt að draga þær ályktanir að það sé einmitt ástæða þess að skattbyrðin á hæstu tekjurnar hafi ekki aukist jafn hratt og á aðrar tekjur sem hækkað hafa hlutfallslega meira. Það má auðvitað alltaf deila um það með hvaða hætti persónuafsláttur ætti að taka breytingum á milli ára. Hvort hann ætti að fylgja launavísitölu eða verðlagsvísitölu. Eðlilegast væri að hann fylgdi verðlagi. Hann hækkar þá jafnt hjá öllum. Ef að hann fylgdi launavísitölu eða meðalhækkun launa, þá myndi sú leið að minnka launabilið með því að hækka lægstu laun hlutfallslega meira en önnur laun torsóttari. Þar sem persónuafslátturinn myndi hækka minna en lægstu launin og þar með auka skattbyrði þeirra launa sem hækkuðu umfram meðaltalið. Það sem hlýtur þó að skipta máli þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, að þrátt fyrir aukna skattbyrði lægstu launa sem hækkað hafa hvað mest hlutfallslega undanfarin ár og áratugi, þá hafa ráðstöfunartekjur lægstu launahópanna aukist hvað mest í kröftugri kaupmáttaraukningu undangenginna ára. Það er því að ofansögðu frekar hæpið, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að láglaunafólk og reyndar allir aðrir sem notið hafa aukinnar hagsældar undanfarinna ára og áratuga séu nú skattpíndir sem aldrei fyrr. Ef að menn ætla að bera saman kjör fólks á mismunandi tímabilum, þurfa menn að taka allt með í reikninginn. Mögulega þjónar þó slíkur hálfsannleikur pólitískum tilgangi þeirra sem hann viðhafa. En það breytir því þó ekki að menn bera saman gúrkur og banana til þess að helga þá ólyfjan. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um skattamál og lækkun skatta, er því gjarnan hal dið fram að skattar hafi í raun ekkert lækkað í tíð Sjálfstæðisflokksins vegna þess að skattbyrði lægstu launa hafi aukist gríðarlega frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hér árið 1988. Skattbyrðin hafi farið úr því að vera engin af lágmarkslaunum, í það að vera um 17%. Það er auðvitað alveg satt og rétt að skattbyrði lægstu launa hefur aukist. En hvað veldur þessari auknu skattbyrði? Er það grimm háskattastefna Sjálfstæðisflokksins á láglaunafólk eða býr þar eitthvað annað að baki? Þegar herra Google er spurður um lágmarkslaun árið 1998, svarar hann mér því til að það ár hafi lágmarkslaun í landinu eða lægstu grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku verið á bilinu 29-31 þúsund krónur á mánuði. Um skattleysismörkin það sama ár segir herra Google að þau hafi verið 44.182 kr. á mánuði. Ef við setjum svo þessar launatölur og skattleysismörkin inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar, þá kemur í ljós að ef lágmarkslaunin hefðu fylgt verðlagi þá væru þau í dag u.þ.b. 165 þús kr. á mánuði. Lágmarkslaun í dag eru hins vegar 351.000 kr. og hækka í 368.000 kr. á mánuði um næstu áramót. Skattleysismörkin, hefðu þau fylgt verðlagi væru hins vegar 234.000 kr. á mánuði, en eru í dag 168.000 kr. Meginástæða þess að lágmarkslaun eru ekki lengur skattfrjáls er því fyrst og fremst sú að lágmarkslaun hafa hækkað verulega og eru rúmlega tvöfalt hærri en þau væru, hefðu þau fylgt verðlagi. Reyndar væri persónuaflátturinn 66.000 kr. hærri en hann er í dag, hefði hann fylgt verðlagi. Má alveg, mér að meinalausu, gera athugasemdir við það að stjórnvöld hafi ekki tryggt það að persónuaflátturinn fylgdi verðlagi. En það hefði þó ekki breytt því að lágmarkslaun væru heldur ekki skattlaus. Á meðan að lágmarkslaunin hafa hækkað með þessum hætti, undanfarna áratugi, má draga af því þær ályktanir að hækkun hæstu launa hafi verið eitthvað eða jafnvel töluvert minni. Enda launajöfnuður þessi misserin með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Það er því nokkuð rökrétt að draga þær ályktanir að það sé einmitt ástæða þess að skattbyrðin á hæstu tekjurnar hafi ekki aukist jafn hratt og á aðrar tekjur sem hækkað hafa hlutfallslega meira. Það má auðvitað alltaf deila um það með hvaða hætti persónuafsláttur ætti að taka breytingum á milli ára. Hvort hann ætti að fylgja launavísitölu eða verðlagsvísitölu. Eðlilegast væri að hann fylgdi verðlagi. Hann hækkar þá jafnt hjá öllum. Ef að hann fylgdi launavísitölu eða meðalhækkun launa, þá myndi sú leið að minnka launabilið með því að hækka lægstu laun hlutfallslega meira en önnur laun torsóttari. Þar sem persónuafslátturinn myndi hækka minna en lægstu launin og þar með auka skattbyrði þeirra launa sem hækkuðu umfram meðaltalið. Það sem hlýtur þó að skipta máli þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, að þrátt fyrir aukna skattbyrði lægstu launa sem hækkað hafa hvað mest hlutfallslega undanfarin ár og áratugi, þá hafa ráðstöfunartekjur lægstu launahópanna aukist hvað mest í kröftugri kaupmáttaraukningu undangenginna ára. Það er því að ofansögðu frekar hæpið, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að láglaunafólk og reyndar allir aðrir sem notið hafa aukinnar hagsældar undanfarinna ára og áratuga séu nú skattpíndir sem aldrei fyrr. Ef að menn ætla að bera saman kjör fólks á mismunandi tímabilum, þurfa menn að taka allt með í reikninginn. Mögulega þjónar þó slíkur hálfsannleikur pólitískum tilgangi þeirra sem hann viðhafa. En það breytir því þó ekki að menn bera saman gúrkur og banana til þess að helga þá ólyfjan. Höfundur er bílstjóri.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun