Óregla og áfengi á heimilinu og gekk í sjö grunnskóla á átta árum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2021 11:16 Ásmundur Einar Daðason er í einlægu viðtali um æskuna í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Snæbjörn talar við fólk Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. Ásmundur lagði sig sérstaklega eftir því að fá að verða barnamálaráðherra meðfram félagsmálaráðuneytinu. Hann var upphaflega félags- og jafnréttismálaráðherra en ákvað í samráði við Katrínu Jakobs og Sigurð Inga að taka fremur titilinn félags- og barnamálaráðherra og færa jafnréttismálin til forsætisráðherrans. Með þessu vildi Ásmundur vinna staðfastlega að því að bæta málefni barna frá grunni og upp, frekar en að „slökkva elda“ þegar þeir birtust. Ásmundur ólst upp við mikinn óstöðugleika í æsku. Hann gekk í sjö grunnskóla á átta árum, bjó í tveimur löndum og leitaði mikið til afa síns í sveitinni. Í dag vildi hann ekki breyta þessu þar sem hann telur mótlætið í æsku hafa mótað sig sem manneskju í dag. Á eldri árum hefur hann unnið mikið í sjálfum sér og byggir á þessari reynslu í ráðuneytisvinnu sinni. Hann var í einlægu viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í brotinu hér fyrir neðan talar Ásmundur um æskuna. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Ásmundur Einar Daðason Grasið alltaf grænna „Við bjuggum í Búðardal fyrstu ár ævi minnar. Mamma og pabbi skildu þegar ég var fimm ára og þá flutti ég með mömmu til Reykjavíkur.“ Eftir að foreldrar Ásmundar skildu bjó hann hjá móður sinni og þau fluttu mjög oft, bæði innan Íslands og að endingu til Noregs. Í mörg ár bjó Ásmundur við óreglu og ofbeldi á heimilinu. „Það var áfengi og tíð makaskipti eftir að mamma og pabbi skildu, alltaf verið að flytja á nýjan og nýjan stað. Grasið alltaf grænna hinum megin.“ Ásmundur flutti einn með móður sinni til Noregs, því þá var systir hans orðin það gömul að hún valdi að flytja ekki. Þegar til Noregs var komið hafði hann ekki lengur bakland til að leita til endrum og eins. Fyrir vikið fann hann sér félagsskap sem hefði getað leitt hann á glapstigu og tók hann þá ákvörðun á unglingsárum að hann skyldi flytja heim til Íslands til að búa hjá föður sínum. „Það var mikið óregla og rugl. Þá segir ég við mömmu, ég held að ég flytji til pabba.“ Var alltaf hressi gaurinn Í gegnum öll árin, fyrir og eftir flutning til föður síns, var hann alltaf mjög jákvæður og driftugur ungur maður þrátt fyrir erfiðleikana í kringum sig. Ásmundur var virkur í félagslífinu og sat í stjórnum nemendafélaga og fékk í háskólanum viðurkenningu fyrir þátttöku í félagsmálum. „Ég var alltaf hressasti gaurinn.“ Á Hvanneyri kynntist Ásmundur konunni sinni. Það var ekki fyrr en hann var kominn í stjórnmálin sem hann fann að hann héldi hlutum í ákveðinni fjarlægð og hleypti þeim ekki of nálægt sér. „Um leið og eitthvað kom of nálægt mér þá ýtti ég því frá mér.“ Hann átti erfitt með að gefa af sér og sleppti aldrei niður skildinum. Á endanum er það eiginkona Ásmundar sem hjálpar honum að vinna sig í gegnum þessar áskoranir æskunnar og tækla málin opinskátt. Í dag þykir honum mjög vænt um móður sína og sér í henni það fólk sem hann vill ná að hjálpa í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á Spotify. Ásmundur hóf að opna sig þegar hann fann að hann þyrfti að vinna í sínum málum til að geta látið samband sitt og eiginkonunnar endast. Þá fór hann á Al-Anon fundi, sem eru fundir fyrir aðstandendur fólks með áfengisvanda, þar sem hann hlustaði á mörg deila sögum sínum sem líktust hans sögu. Ásmundur segist ekki hafa tekið öll skrefin í Al-Anon sökum eigin meðvirkni, en að mæta á fundi hafi opnað augu hans og gert honum kleift að vinna í sínum málum. Hann eigi þó sína slæmu daga inn á milli þar sem kvíðinn tekur yfir. Ásmundur hefur unnið ötult starf í þágu barnaheillar á Íslandi en leiðin lá þó ekki alltaf á þing; hann er menntaður búfræðingur og stefndi lengi á að reka sitt eigið bú. Hann á átta hunda, nýtur kosningabaráttunnar og leitar sér að áhugamáli til að deila með konunni þegar ungarnir fljúga úr hreiðrinu. Um þessar mundir spila þau golf. Mest hlakkar Ásmundur til að sjá hvert leið hans liggur í slönguspili lífsins. Snæbjörn talar við fólk Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Ásmundur lagði sig sérstaklega eftir því að fá að verða barnamálaráðherra meðfram félagsmálaráðuneytinu. Hann var upphaflega félags- og jafnréttismálaráðherra en ákvað í samráði við Katrínu Jakobs og Sigurð Inga að taka fremur titilinn félags- og barnamálaráðherra og færa jafnréttismálin til forsætisráðherrans. Með þessu vildi Ásmundur vinna staðfastlega að því að bæta málefni barna frá grunni og upp, frekar en að „slökkva elda“ þegar þeir birtust. Ásmundur ólst upp við mikinn óstöðugleika í æsku. Hann gekk í sjö grunnskóla á átta árum, bjó í tveimur löndum og leitaði mikið til afa síns í sveitinni. Í dag vildi hann ekki breyta þessu þar sem hann telur mótlætið í æsku hafa mótað sig sem manneskju í dag. Á eldri árum hefur hann unnið mikið í sjálfum sér og byggir á þessari reynslu í ráðuneytisvinnu sinni. Hann var í einlægu viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í brotinu hér fyrir neðan talar Ásmundur um æskuna. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Ásmundur Einar Daðason Grasið alltaf grænna „Við bjuggum í Búðardal fyrstu ár ævi minnar. Mamma og pabbi skildu þegar ég var fimm ára og þá flutti ég með mömmu til Reykjavíkur.“ Eftir að foreldrar Ásmundar skildu bjó hann hjá móður sinni og þau fluttu mjög oft, bæði innan Íslands og að endingu til Noregs. Í mörg ár bjó Ásmundur við óreglu og ofbeldi á heimilinu. „Það var áfengi og tíð makaskipti eftir að mamma og pabbi skildu, alltaf verið að flytja á nýjan og nýjan stað. Grasið alltaf grænna hinum megin.“ Ásmundur flutti einn með móður sinni til Noregs, því þá var systir hans orðin það gömul að hún valdi að flytja ekki. Þegar til Noregs var komið hafði hann ekki lengur bakland til að leita til endrum og eins. Fyrir vikið fann hann sér félagsskap sem hefði getað leitt hann á glapstigu og tók hann þá ákvörðun á unglingsárum að hann skyldi flytja heim til Íslands til að búa hjá föður sínum. „Það var mikið óregla og rugl. Þá segir ég við mömmu, ég held að ég flytji til pabba.“ Var alltaf hressi gaurinn Í gegnum öll árin, fyrir og eftir flutning til föður síns, var hann alltaf mjög jákvæður og driftugur ungur maður þrátt fyrir erfiðleikana í kringum sig. Ásmundur var virkur í félagslífinu og sat í stjórnum nemendafélaga og fékk í háskólanum viðurkenningu fyrir þátttöku í félagsmálum. „Ég var alltaf hressasti gaurinn.“ Á Hvanneyri kynntist Ásmundur konunni sinni. Það var ekki fyrr en hann var kominn í stjórnmálin sem hann fann að hann héldi hlutum í ákveðinni fjarlægð og hleypti þeim ekki of nálægt sér. „Um leið og eitthvað kom of nálægt mér þá ýtti ég því frá mér.“ Hann átti erfitt með að gefa af sér og sleppti aldrei niður skildinum. Á endanum er það eiginkona Ásmundar sem hjálpar honum að vinna sig í gegnum þessar áskoranir æskunnar og tækla málin opinskátt. Í dag þykir honum mjög vænt um móður sína og sér í henni það fólk sem hann vill ná að hjálpa í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á Spotify. Ásmundur hóf að opna sig þegar hann fann að hann þyrfti að vinna í sínum málum til að geta látið samband sitt og eiginkonunnar endast. Þá fór hann á Al-Anon fundi, sem eru fundir fyrir aðstandendur fólks með áfengisvanda, þar sem hann hlustaði á mörg deila sögum sínum sem líktust hans sögu. Ásmundur segist ekki hafa tekið öll skrefin í Al-Anon sökum eigin meðvirkni, en að mæta á fundi hafi opnað augu hans og gert honum kleift að vinna í sínum málum. Hann eigi þó sína slæmu daga inn á milli þar sem kvíðinn tekur yfir. Ásmundur hefur unnið ötult starf í þágu barnaheillar á Íslandi en leiðin lá þó ekki alltaf á þing; hann er menntaður búfræðingur og stefndi lengi á að reka sitt eigið bú. Hann á átta hunda, nýtur kosningabaráttunnar og leitar sér að áhugamáli til að deila með konunni þegar ungarnir fljúga úr hreiðrinu. Um þessar mundir spila þau golf. Mest hlakkar Ásmundur til að sjá hvert leið hans liggur í slönguspili lífsins.
Snæbjörn talar við fólk Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira