Tugmilljóna króna tjón vegna tölvuárásar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2021 14:41 Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri Geislatækni, fyrir framan af eina af vélunum sem eru óvirkar vegna árásarinnar. vísir/vilhelm Rússneskir tölvuþrjótar hafa síðan á föstudag haft allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í gíslingu. Þeir krefjast tuga milljóna króna lausnargjalds. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Hann býst við að hægt verði að hefja einhverja starfsemi á ný í fyrirtækinu í dag. Þegar starfsfólk hátæknifyrirtækisins Geislatækni mætti til vinnu á föstudagsmorgun lá netþjónninn niðri þannig að ekki var hægt að hefja störf. „Það er verið að keyra netþjóninn upp þegar kemur orðsending til okkar um að allar skrár séu læstar og okkur er sagt að hafa samband við Customer Service,“ segir Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Geislatækni. Rúv greindi fyrst frá málinu. Fram kom að búið væri að dulkóða allar skrár og ef ekki væri gengið að kröfum tölvuþrjótana upp á 21 milljón myndi krafan hækka í 52 milljónir króna eftir fjóra sólarhringa, sem er í dag. Grétar segir að starfsemi fyrirtækisins sem framleiðir meðal annars íhluti fyrir matvælaiðnað og fleira hafi legið niðri síðan. „Við komumst ekki í neinar skrár eða bókhald. Þannig að við getum ekki kveikt á neinum vélum því forritin sem tengjast þeim eru í frystingu. Starfsemin er því lömuð,“ segir Grétar. Grétar segir að teymi sérfræðinga hafi verið kallað til á föstudag og síðan hafi verið haft samband við lögreglu á mánudaginn. Sérfræðingur frá Europol hafi verið fenginn í málið sem hafi þegar getað upplýst um hvaðan tölvuþrjótarnir séu. „Þetta eru þekktir hakkarar frá Rússlandi. Ég held að það sé mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra,“ segir Grétar. Grétar segir að tilgátan nú sé að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í kerfið með tölvupósti. „Líklega gegnum tölvupóst sem hefur haft einhvern tengil sem hefur verið smitaður,“ segir Grétar. Hann ætlar ekki að greiða lausnargjaldið. „Það kemur ekki til greina að verða við þessum kröfum. Það er ekkert öryggi fyrir því að þú endurheimtir þín gögn þó að þú borgir,“ segir hann. Grétar býst við að geta hafi störf fljótlega. „Við erum að vonast til að geta komist í gang með einhverjar vélar seinni partinn í dag,“ segir hann. Hann segir um mikið tjón að ræða. „Þetta getur verið á annan tug milljóna króna,“ segir hann. Aðspurður um hvort hægt sé að tryggja sig fyrir svona glæpum svarar Grétar. „Það hefur ekki verið hægt að tryggja sig gegn tölvuhökkun en ég veit að tryggingafélögin eru að fara að bjóða upp á tryggingar gegn slíku,“ segir hann. Grétar segir enn fremur að Geislatækni hafi verið með öryggiskerfi en það hafi ekki virkað í þessu tilfelli. Það verði kannað í framhaldinu hvað fór úrskeiðis þar. Lögreglumál Tölvuárásir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Efling segir upp samningum 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira
Þegar starfsfólk hátæknifyrirtækisins Geislatækni mætti til vinnu á föstudagsmorgun lá netþjónninn niðri þannig að ekki var hægt að hefja störf. „Það er verið að keyra netþjóninn upp þegar kemur orðsending til okkar um að allar skrár séu læstar og okkur er sagt að hafa samband við Customer Service,“ segir Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Geislatækni. Rúv greindi fyrst frá málinu. Fram kom að búið væri að dulkóða allar skrár og ef ekki væri gengið að kröfum tölvuþrjótana upp á 21 milljón myndi krafan hækka í 52 milljónir króna eftir fjóra sólarhringa, sem er í dag. Grétar segir að starfsemi fyrirtækisins sem framleiðir meðal annars íhluti fyrir matvælaiðnað og fleira hafi legið niðri síðan. „Við komumst ekki í neinar skrár eða bókhald. Þannig að við getum ekki kveikt á neinum vélum því forritin sem tengjast þeim eru í frystingu. Starfsemin er því lömuð,“ segir Grétar. Grétar segir að teymi sérfræðinga hafi verið kallað til á föstudag og síðan hafi verið haft samband við lögreglu á mánudaginn. Sérfræðingur frá Europol hafi verið fenginn í málið sem hafi þegar getað upplýst um hvaðan tölvuþrjótarnir séu. „Þetta eru þekktir hakkarar frá Rússlandi. Ég held að það sé mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra,“ segir Grétar. Grétar segir að tilgátan nú sé að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í kerfið með tölvupósti. „Líklega gegnum tölvupóst sem hefur haft einhvern tengil sem hefur verið smitaður,“ segir Grétar. Hann ætlar ekki að greiða lausnargjaldið. „Það kemur ekki til greina að verða við þessum kröfum. Það er ekkert öryggi fyrir því að þú endurheimtir þín gögn þó að þú borgir,“ segir hann. Grétar býst við að geta hafi störf fljótlega. „Við erum að vonast til að geta komist í gang með einhverjar vélar seinni partinn í dag,“ segir hann. Hann segir um mikið tjón að ræða. „Þetta getur verið á annan tug milljóna króna,“ segir hann. Aðspurður um hvort hægt sé að tryggja sig fyrir svona glæpum svarar Grétar. „Það hefur ekki verið hægt að tryggja sig gegn tölvuhökkun en ég veit að tryggingafélögin eru að fara að bjóða upp á tryggingar gegn slíku,“ segir hann. Grétar segir enn fremur að Geislatækni hafi verið með öryggiskerfi en það hafi ekki virkað í þessu tilfelli. Það verði kannað í framhaldinu hvað fór úrskeiðis þar.
Lögreglumál Tölvuárásir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Efling segir upp samningum 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira