Tugmilljóna króna tjón vegna tölvuárásar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2021 14:41 Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri Geislatækni, fyrir framan af eina af vélunum sem eru óvirkar vegna árásarinnar. vísir/vilhelm Rússneskir tölvuþrjótar hafa síðan á föstudag haft allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í gíslingu. Þeir krefjast tuga milljóna króna lausnargjalds. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Hann býst við að hægt verði að hefja einhverja starfsemi á ný í fyrirtækinu í dag. Þegar starfsfólk hátæknifyrirtækisins Geislatækni mætti til vinnu á föstudagsmorgun lá netþjónninn niðri þannig að ekki var hægt að hefja störf. „Það er verið að keyra netþjóninn upp þegar kemur orðsending til okkar um að allar skrár séu læstar og okkur er sagt að hafa samband við Customer Service,“ segir Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Geislatækni. Rúv greindi fyrst frá málinu. Fram kom að búið væri að dulkóða allar skrár og ef ekki væri gengið að kröfum tölvuþrjótana upp á 21 milljón myndi krafan hækka í 52 milljónir króna eftir fjóra sólarhringa, sem er í dag. Grétar segir að starfsemi fyrirtækisins sem framleiðir meðal annars íhluti fyrir matvælaiðnað og fleira hafi legið niðri síðan. „Við komumst ekki í neinar skrár eða bókhald. Þannig að við getum ekki kveikt á neinum vélum því forritin sem tengjast þeim eru í frystingu. Starfsemin er því lömuð,“ segir Grétar. Grétar segir að teymi sérfræðinga hafi verið kallað til á föstudag og síðan hafi verið haft samband við lögreglu á mánudaginn. Sérfræðingur frá Europol hafi verið fenginn í málið sem hafi þegar getað upplýst um hvaðan tölvuþrjótarnir séu. „Þetta eru þekktir hakkarar frá Rússlandi. Ég held að það sé mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra,“ segir Grétar. Grétar segir að tilgátan nú sé að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í kerfið með tölvupósti. „Líklega gegnum tölvupóst sem hefur haft einhvern tengil sem hefur verið smitaður,“ segir Grétar. Hann ætlar ekki að greiða lausnargjaldið. „Það kemur ekki til greina að verða við þessum kröfum. Það er ekkert öryggi fyrir því að þú endurheimtir þín gögn þó að þú borgir,“ segir hann. Grétar býst við að geta hafi störf fljótlega. „Við erum að vonast til að geta komist í gang með einhverjar vélar seinni partinn í dag,“ segir hann. Hann segir um mikið tjón að ræða. „Þetta getur verið á annan tug milljóna króna,“ segir hann. Aðspurður um hvort hægt sé að tryggja sig fyrir svona glæpum svarar Grétar. „Það hefur ekki verið hægt að tryggja sig gegn tölvuhökkun en ég veit að tryggingafélögin eru að fara að bjóða upp á tryggingar gegn slíku,“ segir hann. Grétar segir enn fremur að Geislatækni hafi verið með öryggiskerfi en það hafi ekki virkað í þessu tilfelli. Það verði kannað í framhaldinu hvað fór úrskeiðis þar. Lögreglumál Tölvuárásir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Þegar starfsfólk hátæknifyrirtækisins Geislatækni mætti til vinnu á föstudagsmorgun lá netþjónninn niðri þannig að ekki var hægt að hefja störf. „Það er verið að keyra netþjóninn upp þegar kemur orðsending til okkar um að allar skrár séu læstar og okkur er sagt að hafa samband við Customer Service,“ segir Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Geislatækni. Rúv greindi fyrst frá málinu. Fram kom að búið væri að dulkóða allar skrár og ef ekki væri gengið að kröfum tölvuþrjótana upp á 21 milljón myndi krafan hækka í 52 milljónir króna eftir fjóra sólarhringa, sem er í dag. Grétar segir að starfsemi fyrirtækisins sem framleiðir meðal annars íhluti fyrir matvælaiðnað og fleira hafi legið niðri síðan. „Við komumst ekki í neinar skrár eða bókhald. Þannig að við getum ekki kveikt á neinum vélum því forritin sem tengjast þeim eru í frystingu. Starfsemin er því lömuð,“ segir Grétar. Grétar segir að teymi sérfræðinga hafi verið kallað til á föstudag og síðan hafi verið haft samband við lögreglu á mánudaginn. Sérfræðingur frá Europol hafi verið fenginn í málið sem hafi þegar getað upplýst um hvaðan tölvuþrjótarnir séu. „Þetta eru þekktir hakkarar frá Rússlandi. Ég held að það sé mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra,“ segir Grétar. Grétar segir að tilgátan nú sé að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í kerfið með tölvupósti. „Líklega gegnum tölvupóst sem hefur haft einhvern tengil sem hefur verið smitaður,“ segir Grétar. Hann ætlar ekki að greiða lausnargjaldið. „Það kemur ekki til greina að verða við þessum kröfum. Það er ekkert öryggi fyrir því að þú endurheimtir þín gögn þó að þú borgir,“ segir hann. Grétar býst við að geta hafi störf fljótlega. „Við erum að vonast til að geta komist í gang með einhverjar vélar seinni partinn í dag,“ segir hann. Hann segir um mikið tjón að ræða. „Þetta getur verið á annan tug milljóna króna,“ segir hann. Aðspurður um hvort hægt sé að tryggja sig fyrir svona glæpum svarar Grétar. „Það hefur ekki verið hægt að tryggja sig gegn tölvuhökkun en ég veit að tryggingafélögin eru að fara að bjóða upp á tryggingar gegn slíku,“ segir hann. Grétar segir enn fremur að Geislatækni hafi verið með öryggiskerfi en það hafi ekki virkað í þessu tilfelli. Það verði kannað í framhaldinu hvað fór úrskeiðis þar.
Lögreglumál Tölvuárásir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira