Geir Jón skriplar á skötu Jarl Sigurgeirsson skrifar 23. september 2021 18:31 Kýs Sigurð Inga, framsóknarmann vegna verka Sjálfstæðismanna. Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Það kom mér sem slíkt ekki á óvart enda ekki langt síðan hann tilkynnti alþjóð að hann væri hættur í Sjálfstæðisflokknum. Skýringin þá var sú að hans kristilega uppeldi væri ekki í samræmi við stefnu flokksins í orkupakkanum. Það kom mér hins vegar á óvart að ástæðan, sem hann gefur fyrir stuðningi við Framsóknarflokkinn, sé að Sigurður Ingi hafi staðið sig svo vel í að fjölga ferðum með Herjólfi, tryggja sömu fargjöld óháð hvert væri siglt og fleira. Þar skriplar Geir Jón á skötu. Ekki dettur mér í hug að hafa neina skoðun á því í hvaða flokki Geir Jón er, hvað flokk hann styður eða hvers vegna. Það væri nú samt sjálfsagt ekki til mikils mælst þó að Geir Jón leyfi þeim sem tryggðu Eyjamönnum þær miklu samgöngubætur, sem við nú þekkjum, að njóta sannmælis. Hið sanna er að það var í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og í bæjarstjóratíð Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins, sem árangur náðist. Þekkt er einnig aðkoma Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, að þeim verkum. Fréttatilkynning um hinar stórkostlegu samgöngubætur var birt 27. október 2017. Kosningar fóru fram degi síðar og Sigurður Ingi varð ráðherra 30. nóvember það ár. Þannig er sannleikurinn í þessu. Í fyrrgreindri viljayfirlýsingu, sem sjálfstæðismennirnir Jón Gunnarsson og Elliði Vignisson undirrituðu, voru talin upp helstu markmið samningsins og forsendur hans. Meðal þess sem þar kemur fram er að: Skipið verði nýtt til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar lengur hvern sólarhring en nú er og gangi allt að 8 ferðir á dag í reglulegri áætlun þegar aðstæður krefjast. Núverandi Herjólfur verði til reiðu sem varaskip fyrir ferjusiglingar í landinu eftir að ný ferja hefur siglingar. Sama gjaldskrá gildi á báðum siglingaleiðum. Núverandi fjárveiting til reksturs Herjólfs verði lögð til grundvallar nýs samnings. Þannig verði möguleg hagræðing, vegna rekstrar nýrrar Vestmannaeyjaferju, nýtt til að bæta samgöngur á milli lands og Eyja. Fram fari þarfagreining á þjónustuþörf skipsins. Þarfagreiningin taki mið af þörfum samfélagsins en ekki eingöngu hámarksnýtingu. Rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja sé almannaþjónusta og ekki hagnaðardrifin. Rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. Telji aðilar líklegt að útboð á almennum markaði leiði til aukins hagræðis samhliða þjónustuaukningu, verði Vestmannaeyjabæ það heimilt. (Þeir sem vilja sannreyna þetta geta kíkt hér á fréttatilkynningu sem birtist deginum fyrir kosningar: Viljayfirlýsing undirrituð um rekstur ferju (eyjar.net)) Víst er að samgöngubætur þær sem nefndar hafa verið eru vissulega mikið framfaraskref. Fyrir þá sem horfa vilja til áframhaldandi uppbyggingar í samgöngum er ef til vill bara best að kjósa þann flokk sem raunverulega skilaði árangri. Sá flokkur heitir Sjálfstæðisflokkurinn og með því að setja X við D tryggjum við áframhaldandi uppbyggingu en ekki fækkun ferða og engar flugsamgöngur Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kýs Sigurð Inga, framsóknarmann vegna verka Sjálfstæðismanna. Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Það kom mér sem slíkt ekki á óvart enda ekki langt síðan hann tilkynnti alþjóð að hann væri hættur í Sjálfstæðisflokknum. Skýringin þá var sú að hans kristilega uppeldi væri ekki í samræmi við stefnu flokksins í orkupakkanum. Það kom mér hins vegar á óvart að ástæðan, sem hann gefur fyrir stuðningi við Framsóknarflokkinn, sé að Sigurður Ingi hafi staðið sig svo vel í að fjölga ferðum með Herjólfi, tryggja sömu fargjöld óháð hvert væri siglt og fleira. Þar skriplar Geir Jón á skötu. Ekki dettur mér í hug að hafa neina skoðun á því í hvaða flokki Geir Jón er, hvað flokk hann styður eða hvers vegna. Það væri nú samt sjálfsagt ekki til mikils mælst þó að Geir Jón leyfi þeim sem tryggðu Eyjamönnum þær miklu samgöngubætur, sem við nú þekkjum, að njóta sannmælis. Hið sanna er að það var í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og í bæjarstjóratíð Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins, sem árangur náðist. Þekkt er einnig aðkoma Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, að þeim verkum. Fréttatilkynning um hinar stórkostlegu samgöngubætur var birt 27. október 2017. Kosningar fóru fram degi síðar og Sigurður Ingi varð ráðherra 30. nóvember það ár. Þannig er sannleikurinn í þessu. Í fyrrgreindri viljayfirlýsingu, sem sjálfstæðismennirnir Jón Gunnarsson og Elliði Vignisson undirrituðu, voru talin upp helstu markmið samningsins og forsendur hans. Meðal þess sem þar kemur fram er að: Skipið verði nýtt til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar lengur hvern sólarhring en nú er og gangi allt að 8 ferðir á dag í reglulegri áætlun þegar aðstæður krefjast. Núverandi Herjólfur verði til reiðu sem varaskip fyrir ferjusiglingar í landinu eftir að ný ferja hefur siglingar. Sama gjaldskrá gildi á báðum siglingaleiðum. Núverandi fjárveiting til reksturs Herjólfs verði lögð til grundvallar nýs samnings. Þannig verði möguleg hagræðing, vegna rekstrar nýrrar Vestmannaeyjaferju, nýtt til að bæta samgöngur á milli lands og Eyja. Fram fari þarfagreining á þjónustuþörf skipsins. Þarfagreiningin taki mið af þörfum samfélagsins en ekki eingöngu hámarksnýtingu. Rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja sé almannaþjónusta og ekki hagnaðardrifin. Rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. Telji aðilar líklegt að útboð á almennum markaði leiði til aukins hagræðis samhliða þjónustuaukningu, verði Vestmannaeyjabæ það heimilt. (Þeir sem vilja sannreyna þetta geta kíkt hér á fréttatilkynningu sem birtist deginum fyrir kosningar: Viljayfirlýsing undirrituð um rekstur ferju (eyjar.net)) Víst er að samgöngubætur þær sem nefndar hafa verið eru vissulega mikið framfaraskref. Fyrir þá sem horfa vilja til áframhaldandi uppbyggingar í samgöngum er ef til vill bara best að kjósa þann flokk sem raunverulega skilaði árangri. Sá flokkur heitir Sjálfstæðisflokkurinn og með því að setja X við D tryggjum við áframhaldandi uppbyggingu en ekki fækkun ferða og engar flugsamgöngur Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun