Innlent

Leikmaður Lemgo laus úr haldi

Samúel Karl Ólason skrifar
Úr leik Vals og Lemgo á þriðjudag.
Úr leik Vals og Lemgo á þriðjudag. Vísir/Vilhelm

Leikmaður þýska úrvaldsdeildarliðsins Lemgo, sem handtekinn var hér á landi í morgun vegna gruns um kynferðisbrot, er laus úr haldi. Lögreglan segir rannsókn málsins ganga vel.

Leikmaðurinn var handtekinn í morgun eftir að tilkynnt var um kynferðisbrot í nótt. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Lemgo spilaði Evrópuleik gegn Valsmönnum í handbolta á þriðjudaginn. Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans snéru svo til Þýskalands í morgun en einn leikmaður varð eftir.

Sjá einnig: Leikmaður Lemgo handtekinn á Íslandi

Lemgo vann fyrri leikinn gegn Valsmönnum, 26-27, og síðari leikur liðanna fer fram næstkomandi þriðjudag í Lemgo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×