Hreðjalaus pólitík eftir umhverfisvæna geldingu Ágústa Ágústsdóttir skrifar 24. september 2021 08:16 Á síðustu og verstu tímum sé ég nú ástæðu til að setjast niður og reyna, korteri fyrir kosningar að biðla til fólks að opna á sér augun fyrir því sem er að gerast um allt land. Hér höfum við horft upp á þá staðreynd síðustu fjögur árin að vinstri öflin sem kalla sig riddara umhverfisverndarinnar, hafa með kerfisbundnum áróðri talið fólki trú um að landið okkar sé í útrýmingarhættu og því þurfi að bjarga hið snarasta frá villuráfandi sauðum, sem neiti að ganga til liðs við rétttrúnaðarkirkju þeirra. Sauðirnir eru heiðingjar af verstu sort sem afneita sannleikanum og því dugi ekkert annað en yfirtaka eða dauði. Eða eins og Jósef Stalín orðaði það „Eins manns dauði er harmleikur en dauði milljóna er tölfræði“. Tilgangurinn helgar víst alltaf meðalið hjá þessari flokksstefnu. Hér horfum við upp á umhverfisráðherra ferðast um koppa og grundir, bjóðandi sveitarstjórnum gull og græna skóga með fögrum fyrirheitum um störf, uppbyggingu og peninga, í skiptum fyrir land til að stækka Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðs sem nú þegar er svo vanfjármagnaður að engan vegin verður hægt að reka hann án niðurskurðar. Umhverfisráðherra sem aldrei var kosinn af þjóðinni hefur nú tekið sér það sjálfskipaða einræðisvald að ríða um héruð með fallegt, falskt bros og yfirbragð prúða drengsins til að blekkja íbúa með þeim sannfæringasveitadrengsins tón að landið okkar muni breytast í regnbogaland með eilífu sólskini ef við bara afsölum okkur lýðræðinu, smátt og smátt. Það mætti reyndar líkja Mumma eilítið við „Gleðiglaum“ úr bókinni Bláa hnettinum sem margir hafa lesið og mætti halda að Mummi noti þá bók sem leiðarljós á sinni vegferð að verða drottnari allrar náttúru. Það allra versta er þó að flestir íslenskir alþingismenn og flokkar sem standa eiga vörð um lýðræði okkar og eru kosnir af okkur til þess, eru orðnir svo hreðjalausir með öllu að þeir þora ekki lengur að standa í lappirnar af ótta við að einhverjum líki þá ekki við þá. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru einmitt gott dæmi um slíkt. Framsóknarflokkurinn er orðinn mjög æfður eftir áratuga reynslu að tala helling en segja samt ekki neitt. Afstöðuleysið er algjört því þeir eru svo hræddir um að fá ekki að vera memm í næstu ríkisstjórn ef þeir mynda sér einhverja alvöru skoðun á málum. Ég held að stærsti ótti Framsóknar sé sá að ef bæði eistun myndu einhvern tíman detta niður í brækur þeirra þá myndu þeir standa frammi fyrir þeirri hræðilegu staðreynd að vera orðnir umdeildir í einhverju. Guð hjálpi miðjunni þeirra þá, hún gæti endað einhvers staðar úti í hafsauga. Og hvað yrði þá um framtíðina ? Sama hreðjavandamál herjar á Sjálfstæðisflokkinn sem er svo klofinn í herðar niður af fylkingum sem annað hvort vilja hálendisþjóðgarð eða ekki að flokkurinn telur besta leikinn vera að láta bara skera undan sér strax svo ekki þurfi að hafa meiri áhyggjur af því að eistun búi til einhver vandamál sem þeir ráða ekki við. Eftir að hinn Örlitli grenjandi minnihluti sem Steingrímur J. Sigfússon er hinn eini sanni stofnfélagi að, eftir að hafa ráðist að Miðflokksmönnum sem voru þeir einu frá upphafi sem stóðu föstum fótum gegn áformum um hálendisþjóðgarð, reis upp hin eina sanna lýðræðislega mótmælaalda fyrir utan alþingi, sem olli svo miklum titringi meðal stjórnarliða að þeir þorðu ekki annað en að setja upp pókerandlitið til að reyna bjarga afturendanum á sjálfum sér. Eftir þetta hafa þeir keppst við að tala mikið en um ekki neitt. Í kjölfar þessa hafa flestir flokkar sprottið upp korteri fyrir kosningar með yfirlýsingar um að þeir séu á móti framlögðu frumvarpi umhverfisráðherra í þeim tilgangi að snapa sér atkvæði. En svo merkilegt sem það nú er þá er enginn flokkur tilbúinn að lýsa því formlega yfir að þeir leggist alfarið gegn stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er nefnilega himinn og haf á milli andstöðu við framlagt frumvarp um hálendisþjóð eða andstöðu við stofnun hálendisþjóðgarðar. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem tekið hefur skýra og afdráttarlausa stöðu gegn frekari stofnanavæðingu hálendisins. Nóg er nóg. Ef menn vilja breytingar þá þurfa menn að kjósa þær. Hvað mig varðar er engin spurning um hvar hinar alvöru hreðjar hanga. Við þorum að hafa skoðanir og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu og verstu tímum sé ég nú ástæðu til að setjast niður og reyna, korteri fyrir kosningar að biðla til fólks að opna á sér augun fyrir því sem er að gerast um allt land. Hér höfum við horft upp á þá staðreynd síðustu fjögur árin að vinstri öflin sem kalla sig riddara umhverfisverndarinnar, hafa með kerfisbundnum áróðri talið fólki trú um að landið okkar sé í útrýmingarhættu og því þurfi að bjarga hið snarasta frá villuráfandi sauðum, sem neiti að ganga til liðs við rétttrúnaðarkirkju þeirra. Sauðirnir eru heiðingjar af verstu sort sem afneita sannleikanum og því dugi ekkert annað en yfirtaka eða dauði. Eða eins og Jósef Stalín orðaði það „Eins manns dauði er harmleikur en dauði milljóna er tölfræði“. Tilgangurinn helgar víst alltaf meðalið hjá þessari flokksstefnu. Hér horfum við upp á umhverfisráðherra ferðast um koppa og grundir, bjóðandi sveitarstjórnum gull og græna skóga með fögrum fyrirheitum um störf, uppbyggingu og peninga, í skiptum fyrir land til að stækka Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðs sem nú þegar er svo vanfjármagnaður að engan vegin verður hægt að reka hann án niðurskurðar. Umhverfisráðherra sem aldrei var kosinn af þjóðinni hefur nú tekið sér það sjálfskipaða einræðisvald að ríða um héruð með fallegt, falskt bros og yfirbragð prúða drengsins til að blekkja íbúa með þeim sannfæringasveitadrengsins tón að landið okkar muni breytast í regnbogaland með eilífu sólskini ef við bara afsölum okkur lýðræðinu, smátt og smátt. Það mætti reyndar líkja Mumma eilítið við „Gleðiglaum“ úr bókinni Bláa hnettinum sem margir hafa lesið og mætti halda að Mummi noti þá bók sem leiðarljós á sinni vegferð að verða drottnari allrar náttúru. Það allra versta er þó að flestir íslenskir alþingismenn og flokkar sem standa eiga vörð um lýðræði okkar og eru kosnir af okkur til þess, eru orðnir svo hreðjalausir með öllu að þeir þora ekki lengur að standa í lappirnar af ótta við að einhverjum líki þá ekki við þá. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru einmitt gott dæmi um slíkt. Framsóknarflokkurinn er orðinn mjög æfður eftir áratuga reynslu að tala helling en segja samt ekki neitt. Afstöðuleysið er algjört því þeir eru svo hræddir um að fá ekki að vera memm í næstu ríkisstjórn ef þeir mynda sér einhverja alvöru skoðun á málum. Ég held að stærsti ótti Framsóknar sé sá að ef bæði eistun myndu einhvern tíman detta niður í brækur þeirra þá myndu þeir standa frammi fyrir þeirri hræðilegu staðreynd að vera orðnir umdeildir í einhverju. Guð hjálpi miðjunni þeirra þá, hún gæti endað einhvers staðar úti í hafsauga. Og hvað yrði þá um framtíðina ? Sama hreðjavandamál herjar á Sjálfstæðisflokkinn sem er svo klofinn í herðar niður af fylkingum sem annað hvort vilja hálendisþjóðgarð eða ekki að flokkurinn telur besta leikinn vera að láta bara skera undan sér strax svo ekki þurfi að hafa meiri áhyggjur af því að eistun búi til einhver vandamál sem þeir ráða ekki við. Eftir að hinn Örlitli grenjandi minnihluti sem Steingrímur J. Sigfússon er hinn eini sanni stofnfélagi að, eftir að hafa ráðist að Miðflokksmönnum sem voru þeir einu frá upphafi sem stóðu föstum fótum gegn áformum um hálendisþjóðgarð, reis upp hin eina sanna lýðræðislega mótmælaalda fyrir utan alþingi, sem olli svo miklum titringi meðal stjórnarliða að þeir þorðu ekki annað en að setja upp pókerandlitið til að reyna bjarga afturendanum á sjálfum sér. Eftir þetta hafa þeir keppst við að tala mikið en um ekki neitt. Í kjölfar þessa hafa flestir flokkar sprottið upp korteri fyrir kosningar með yfirlýsingar um að þeir séu á móti framlögðu frumvarpi umhverfisráðherra í þeim tilgangi að snapa sér atkvæði. En svo merkilegt sem það nú er þá er enginn flokkur tilbúinn að lýsa því formlega yfir að þeir leggist alfarið gegn stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er nefnilega himinn og haf á milli andstöðu við framlagt frumvarp um hálendisþjóð eða andstöðu við stofnun hálendisþjóðgarðar. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem tekið hefur skýra og afdráttarlausa stöðu gegn frekari stofnanavæðingu hálendisins. Nóg er nóg. Ef menn vilja breytingar þá þurfa menn að kjósa þær. Hvað mig varðar er engin spurning um hvar hinar alvöru hreðjar hanga. Við þorum að hafa skoðanir og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar