Víkingar munu skanna hraðprófskóðann við innganginn á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 11:01 Víkingar fagna marki í Víkinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Það er búist við troðfullri Vík á morgun þegar Víkingar geta tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í þrjátíu ár. Víkingar ætla að fara nýja leið til að geta tekið við fimmtán hundruð manns á leikinn og sett nýtt vallarmet en mikill áhugi er á leik Víkinga og Leiknis í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Víkingar fara vegna þessa yfir málin á heimasíðu sinni því það er margt sem áhorfendur þurfa að huga að við þessar nýju og sérstöku aðstæður sem verða í Fossvoginum á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14.00 en Víkin opnar klukkan tólf á hádegi með veitingasölu og sölu á derhúfum, treflum og annars konar varningi. Víkingar lofa mikilli stemningu í íþróttasalnum fyrir leik þar sem Víkingar munu hittast og hita upp fyrir leikinn. Það er ekki mikið pláss fyrir bíla í nágrenni Víkinnar og Víkingar hvetja því fólk til þess að mæta snemma á völlinn og ganga að heiman ef það er möguleiki. Víkin er líka eitt sóttvarnarhólf á leiknum og eru stuðningsmenn ýmist með sæti í stúkunni eða stæði. Staðsetning kemur fram í Stubbi þar sem allir miðar eru aðgengilegir. Mikilvægt er að allir virði þá miða sem þeir hafa til ráðstöfunar, hvort sem þeir eru í stúku eða stæði. Allir sem eru 16 ára og eldri og eiga aðgöngumiða á leikinn þurfa að fara í hraðpróf og framvísa neikvæðri niðurstöðu við innganginn á völlinn – ásamt aðgöngumiða. Staðsetningar tveggja skimunarstöðva Öryggismiðstöðvarinnar í Reykjavík eru í Húsi verslunar við hliðina á Kringlunni annars vegar og BSÍ hins vegar. Hraðpróf má ekki vera eldra en 48 klukkustunda gamalt og ekki nægir að framvísa vottorði um fyrri sýkingu. Við inngang í Víkina verður QR kóði skannaður sem staðfestir neikvætt COVID-19 hraðpróf. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Víkingar ætla að fara nýja leið til að geta tekið við fimmtán hundruð manns á leikinn og sett nýtt vallarmet en mikill áhugi er á leik Víkinga og Leiknis í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Víkingar fara vegna þessa yfir málin á heimasíðu sinni því það er margt sem áhorfendur þurfa að huga að við þessar nýju og sérstöku aðstæður sem verða í Fossvoginum á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14.00 en Víkin opnar klukkan tólf á hádegi með veitingasölu og sölu á derhúfum, treflum og annars konar varningi. Víkingar lofa mikilli stemningu í íþróttasalnum fyrir leik þar sem Víkingar munu hittast og hita upp fyrir leikinn. Það er ekki mikið pláss fyrir bíla í nágrenni Víkinnar og Víkingar hvetja því fólk til þess að mæta snemma á völlinn og ganga að heiman ef það er möguleiki. Víkin er líka eitt sóttvarnarhólf á leiknum og eru stuðningsmenn ýmist með sæti í stúkunni eða stæði. Staðsetning kemur fram í Stubbi þar sem allir miðar eru aðgengilegir. Mikilvægt er að allir virði þá miða sem þeir hafa til ráðstöfunar, hvort sem þeir eru í stúku eða stæði. Allir sem eru 16 ára og eldri og eiga aðgöngumiða á leikinn þurfa að fara í hraðpróf og framvísa neikvæðri niðurstöðu við innganginn á völlinn – ásamt aðgöngumiða. Staðsetningar tveggja skimunarstöðva Öryggismiðstöðvarinnar í Reykjavík eru í Húsi verslunar við hliðina á Kringlunni annars vegar og BSÍ hins vegar. Hraðpróf má ekki vera eldra en 48 klukkustunda gamalt og ekki nægir að framvísa vottorði um fyrri sýkingu. Við inngang í Víkina verður QR kóði skannaður sem staðfestir neikvætt COVID-19 hraðpróf.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira