Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2021 11:48 Skógarböðin eru í skógu vaxni landi við Akureyri. Vísir/Egill Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. Skógarböðin er óðum að taka á sig mynd í skógi vöxnu landi steinsnar frá Akureyri. Þar verða tvær laugar sem samtals verða 500 fermetrar. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa að verkefninu. Þau segja margt vinna með staðsetningunni sem var valin. „Það er fyrst og fremst útsýnið og svo ægileg veðursæld hérna inni, það er bara alltaf logn. Þetta er líka nálægðin við Akureyri, nálægðin við þjóðveg 1. Við vildum svona reyna að samtvinna þetta. Að koma þessu aðeins út úr bænum en samt þannig að fólk gæti hjólað og komið á auðveldan hátt yfir til okkar,“ segja þau. Það var þó ekki einfalt mál að finna endanlega staðsetningu á böðunum, enda var þar fyrir þéttur skógur. „Þetta hefur gengið vel en smá blóð sviti og tár, margar pælingar verið. Fyrst þurfti að grisja skóginn. Hann var mjög þéttur og erfitt að taka GPS-punkta og annað. Svo þurftum við að breyta líka ýmsu, nokkrum sinnum, með leguna á húsinu. Af því að landslagið var bara öðruvísi en við vorum búin að mæla það eða gátum mælt. Við teljum okkur núna vera búin að koma þessu á hárréttan stað,“ segja þau. Heita vatnið kemur úr heitavatnsæð sem opnaðist þegar göngin voru boruð Heita vatnið í laugarnar kemur úr Vaðlaheiðargöngunum, þaðan sem það hefur undanfarin ár runnið úr göngunum ónotað, beint út í sjó. Heita vatnið byrjaði að streyma inn í göngin árið 2014 þegar verið var að bora göngin, um 35 sekúndulítrar af fimmtíu gráðu heitu vatni. Áður en göngin voru kláruð var gengið úr skugga um að hægt væri að nýta heita vatnið sem þar fannst. Hreinu heitu vatni verður þannig veitt í pípu niður að böðunum, auk þess sem að gera á hjóla- og göngustíg ofan á pípunnni, frá göngunum að böðunum. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa fyrir framkvæmdinni.Vísir/Egill „Okkur langaði náttúrulega bara að koma þessu vatni í einhverja notkun. Það er búið að renna þarna í fimm ár, allir ætluðu að gera allt en enginn gerði neitt, segir Finnur.“ Þetta er alveg nóg í svona, þetta vatn sem kemur úr göngunum? „Já, þetta smellpassar, þetta smellpassar fyrir þessa starfsemi hér,“ segir Finnur. Þau vona að þetta bæti afþreyinguna á svæðinu „Svo hefur þetta svæði hérna, eins fallegt og það er, vantað afþreyingarmöguleika. Þetta verður vonandi til þess að bæta það. Öllu fólkinu hent úr bænum, allir vildu koma til Akureyrar og svo bara hvað eigum við að gera, eigum við ekki að fara í Mývatnssveit eða Húsavík eða eitthvað. Það er ekki verið að taka neitt af öðrum, þetta er bara hrein viðbót,“ segja þau. Um það bil svona er endanlegt útlit áætlað.Vísir/Egill Framkvæmdir eru í fullum gangi og áætluð dagsetning á opnun er 11. febrúar næstkomandi. „Hún stendur, hún stendur. Þetta er allt svona nokkurn veginn á áætlun og við verðum bara að vera bjartsýn og bretta upp ermar og halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Sigríður María. Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Skógarböðin er óðum að taka á sig mynd í skógi vöxnu landi steinsnar frá Akureyri. Þar verða tvær laugar sem samtals verða 500 fermetrar. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa að verkefninu. Þau segja margt vinna með staðsetningunni sem var valin. „Það er fyrst og fremst útsýnið og svo ægileg veðursæld hérna inni, það er bara alltaf logn. Þetta er líka nálægðin við Akureyri, nálægðin við þjóðveg 1. Við vildum svona reyna að samtvinna þetta. Að koma þessu aðeins út úr bænum en samt þannig að fólk gæti hjólað og komið á auðveldan hátt yfir til okkar,“ segja þau. Það var þó ekki einfalt mál að finna endanlega staðsetningu á böðunum, enda var þar fyrir þéttur skógur. „Þetta hefur gengið vel en smá blóð sviti og tár, margar pælingar verið. Fyrst þurfti að grisja skóginn. Hann var mjög þéttur og erfitt að taka GPS-punkta og annað. Svo þurftum við að breyta líka ýmsu, nokkrum sinnum, með leguna á húsinu. Af því að landslagið var bara öðruvísi en við vorum búin að mæla það eða gátum mælt. Við teljum okkur núna vera búin að koma þessu á hárréttan stað,“ segja þau. Heita vatnið kemur úr heitavatnsæð sem opnaðist þegar göngin voru boruð Heita vatnið í laugarnar kemur úr Vaðlaheiðargöngunum, þaðan sem það hefur undanfarin ár runnið úr göngunum ónotað, beint út í sjó. Heita vatnið byrjaði að streyma inn í göngin árið 2014 þegar verið var að bora göngin, um 35 sekúndulítrar af fimmtíu gráðu heitu vatni. Áður en göngin voru kláruð var gengið úr skugga um að hægt væri að nýta heita vatnið sem þar fannst. Hreinu heitu vatni verður þannig veitt í pípu niður að böðunum, auk þess sem að gera á hjóla- og göngustíg ofan á pípunnni, frá göngunum að böðunum. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa fyrir framkvæmdinni.Vísir/Egill „Okkur langaði náttúrulega bara að koma þessu vatni í einhverja notkun. Það er búið að renna þarna í fimm ár, allir ætluðu að gera allt en enginn gerði neitt, segir Finnur.“ Þetta er alveg nóg í svona, þetta vatn sem kemur úr göngunum? „Já, þetta smellpassar, þetta smellpassar fyrir þessa starfsemi hér,“ segir Finnur. Þau vona að þetta bæti afþreyinguna á svæðinu „Svo hefur þetta svæði hérna, eins fallegt og það er, vantað afþreyingarmöguleika. Þetta verður vonandi til þess að bæta það. Öllu fólkinu hent úr bænum, allir vildu koma til Akureyrar og svo bara hvað eigum við að gera, eigum við ekki að fara í Mývatnssveit eða Húsavík eða eitthvað. Það er ekki verið að taka neitt af öðrum, þetta er bara hrein viðbót,“ segja þau. Um það bil svona er endanlegt útlit áætlað.Vísir/Egill Framkvæmdir eru í fullum gangi og áætluð dagsetning á opnun er 11. febrúar næstkomandi. „Hún stendur, hún stendur. Þetta er allt svona nokkurn veginn á áætlun og við verðum bara að vera bjartsýn og bretta upp ermar og halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Sigríður María.
Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira