Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2021 11:48 Skógarböðin eru í skógu vaxni landi við Akureyri. Vísir/Egill Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. Skógarböðin er óðum að taka á sig mynd í skógi vöxnu landi steinsnar frá Akureyri. Þar verða tvær laugar sem samtals verða 500 fermetrar. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa að verkefninu. Þau segja margt vinna með staðsetningunni sem var valin. „Það er fyrst og fremst útsýnið og svo ægileg veðursæld hérna inni, það er bara alltaf logn. Þetta er líka nálægðin við Akureyri, nálægðin við þjóðveg 1. Við vildum svona reyna að samtvinna þetta. Að koma þessu aðeins út úr bænum en samt þannig að fólk gæti hjólað og komið á auðveldan hátt yfir til okkar,“ segja þau. Það var þó ekki einfalt mál að finna endanlega staðsetningu á böðunum, enda var þar fyrir þéttur skógur. „Þetta hefur gengið vel en smá blóð sviti og tár, margar pælingar verið. Fyrst þurfti að grisja skóginn. Hann var mjög þéttur og erfitt að taka GPS-punkta og annað. Svo þurftum við að breyta líka ýmsu, nokkrum sinnum, með leguna á húsinu. Af því að landslagið var bara öðruvísi en við vorum búin að mæla það eða gátum mælt. Við teljum okkur núna vera búin að koma þessu á hárréttan stað,“ segja þau. Heita vatnið kemur úr heitavatnsæð sem opnaðist þegar göngin voru boruð Heita vatnið í laugarnar kemur úr Vaðlaheiðargöngunum, þaðan sem það hefur undanfarin ár runnið úr göngunum ónotað, beint út í sjó. Heita vatnið byrjaði að streyma inn í göngin árið 2014 þegar verið var að bora göngin, um 35 sekúndulítrar af fimmtíu gráðu heitu vatni. Áður en göngin voru kláruð var gengið úr skugga um að hægt væri að nýta heita vatnið sem þar fannst. Hreinu heitu vatni verður þannig veitt í pípu niður að böðunum, auk þess sem að gera á hjóla- og göngustíg ofan á pípunnni, frá göngunum að böðunum. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa fyrir framkvæmdinni.Vísir/Egill „Okkur langaði náttúrulega bara að koma þessu vatni í einhverja notkun. Það er búið að renna þarna í fimm ár, allir ætluðu að gera allt en enginn gerði neitt, segir Finnur.“ Þetta er alveg nóg í svona, þetta vatn sem kemur úr göngunum? „Já, þetta smellpassar, þetta smellpassar fyrir þessa starfsemi hér,“ segir Finnur. Þau vona að þetta bæti afþreyinguna á svæðinu „Svo hefur þetta svæði hérna, eins fallegt og það er, vantað afþreyingarmöguleika. Þetta verður vonandi til þess að bæta það. Öllu fólkinu hent úr bænum, allir vildu koma til Akureyrar og svo bara hvað eigum við að gera, eigum við ekki að fara í Mývatnssveit eða Húsavík eða eitthvað. Það er ekki verið að taka neitt af öðrum, þetta er bara hrein viðbót,“ segja þau. Um það bil svona er endanlegt útlit áætlað.Vísir/Egill Framkvæmdir eru í fullum gangi og áætluð dagsetning á opnun er 11. febrúar næstkomandi. „Hún stendur, hún stendur. Þetta er allt svona nokkurn veginn á áætlun og við verðum bara að vera bjartsýn og bretta upp ermar og halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Sigríður María. Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Skógarböðin er óðum að taka á sig mynd í skógi vöxnu landi steinsnar frá Akureyri. Þar verða tvær laugar sem samtals verða 500 fermetrar. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa að verkefninu. Þau segja margt vinna með staðsetningunni sem var valin. „Það er fyrst og fremst útsýnið og svo ægileg veðursæld hérna inni, það er bara alltaf logn. Þetta er líka nálægðin við Akureyri, nálægðin við þjóðveg 1. Við vildum svona reyna að samtvinna þetta. Að koma þessu aðeins út úr bænum en samt þannig að fólk gæti hjólað og komið á auðveldan hátt yfir til okkar,“ segja þau. Það var þó ekki einfalt mál að finna endanlega staðsetningu á böðunum, enda var þar fyrir þéttur skógur. „Þetta hefur gengið vel en smá blóð sviti og tár, margar pælingar verið. Fyrst þurfti að grisja skóginn. Hann var mjög þéttur og erfitt að taka GPS-punkta og annað. Svo þurftum við að breyta líka ýmsu, nokkrum sinnum, með leguna á húsinu. Af því að landslagið var bara öðruvísi en við vorum búin að mæla það eða gátum mælt. Við teljum okkur núna vera búin að koma þessu á hárréttan stað,“ segja þau. Heita vatnið kemur úr heitavatnsæð sem opnaðist þegar göngin voru boruð Heita vatnið í laugarnar kemur úr Vaðlaheiðargöngunum, þaðan sem það hefur undanfarin ár runnið úr göngunum ónotað, beint út í sjó. Heita vatnið byrjaði að streyma inn í göngin árið 2014 þegar verið var að bora göngin, um 35 sekúndulítrar af fimmtíu gráðu heitu vatni. Áður en göngin voru kláruð var gengið úr skugga um að hægt væri að nýta heita vatnið sem þar fannst. Hreinu heitu vatni verður þannig veitt í pípu niður að böðunum, auk þess sem að gera á hjóla- og göngustíg ofan á pípunnni, frá göngunum að böðunum. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa fyrir framkvæmdinni.Vísir/Egill „Okkur langaði náttúrulega bara að koma þessu vatni í einhverja notkun. Það er búið að renna þarna í fimm ár, allir ætluðu að gera allt en enginn gerði neitt, segir Finnur.“ Þetta er alveg nóg í svona, þetta vatn sem kemur úr göngunum? „Já, þetta smellpassar, þetta smellpassar fyrir þessa starfsemi hér,“ segir Finnur. Þau vona að þetta bæti afþreyinguna á svæðinu „Svo hefur þetta svæði hérna, eins fallegt og það er, vantað afþreyingarmöguleika. Þetta verður vonandi til þess að bæta það. Öllu fólkinu hent úr bænum, allir vildu koma til Akureyrar og svo bara hvað eigum við að gera, eigum við ekki að fara í Mývatnssveit eða Húsavík eða eitthvað. Það er ekki verið að taka neitt af öðrum, þetta er bara hrein viðbót,“ segja þau. Um það bil svona er endanlegt útlit áætlað.Vísir/Egill Framkvæmdir eru í fullum gangi og áætluð dagsetning á opnun er 11. febrúar næstkomandi. „Hún stendur, hún stendur. Þetta er allt svona nokkurn veginn á áætlun og við verðum bara að vera bjartsýn og bretta upp ermar og halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Sigríður María.
Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira