Kjósum eins og framtíðin - fyrir framtíðina Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. september 2021 15:16 Eitt af því athyglisverðasta í aðdraganda kosninga er að þegar skoðanakannanir eru greindar eftir aldri, þá er oft yfir þriðjungur kjósenda á aldursbilinu 18-29 ára sem nefnir Pírata sem sinn fyrsta valkost. Í öðru sæti er Samfylkingin með tæp 20%. Aðrir flokkar eru í kringum 5-10% hver. Þessu er öfugt farið þegar kemur að 45 ára og eldri, þar er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn með mest fylgi og flestir aðrir flokkar með fylgi í kringum 5%.Þetta þykir okkur Pírötum miður enda tala okkar stefnumál vel til allra aldurshópa. Það sést t.a.m. á nýjum samanburði Landssambands eldri borgara á stefnum stjórnmálaflokkanna. Þar eru Píratar áberandi jákvæðastir í garð áhersluatriða eldri borgara. Í undanförnum kosningum hefur ungt fólk ekki verið alveg jafn duglegt að mæta á kjörstað og þau sem eldri eru. Þetta hefur leitt til þess að niðurstöður kosninga geta orðið á annan veg en skoðanakannanir segja til um og einmitt oft talað um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vanmetinn í könnunum á meðan að Píratar séu ofmetnir. Í aðdraganda kosninga kann fólk þannig að gera sér væntingar um framsýnar breytingar, en þess í stað situr íhaldið oft áfram á valdastólum, þrátt fyrir að unga fólkið vilji sjá framtíðarpólitík. En af hverju finnur unga fólkið samhljóm með Pírötum? Ástæðan er einföld. Píratar eru flokkur sem horfir til framtíðar í stað þess að vera fastir í viðjum fortíðarinnar. Þegar kemur að mikilvægum málum sem snerta framtíð ungs fólks, eins og loftslagsmál, þá eru Píratar ekki að boða lausnir síðustu áratuga, heldur lausnir sem virka núna og í framtíðinni. Skýrasta birtingarmynd þess mátti sjá í Sólinni, úttekt Ungra Umhverfissinna á stefnu flokkanna í loftslags- og umhverfismálum. Það skoruðu Píratar best. Píratar eru nefnilega tilbúnir að horfa á núverandi kerfi og finna nýjar og nútímalegri leiðir til þess að tryggja að bættum markmiðum sé náð. Vandamálið er nefnilega að mörg kerfi og stofnanir sem stjórnmálamenn fortíðarinnar hafa búið til eru ónýt og úr sér gengin, en það skortir vilja til þess að laga eitthvað. Stjórnmálamenn fortíðarinnar halda að það að viðurkenna gallana á kerfunum sem þeir bjuggu til sé viðurkenning á mistökum. Þeir gleyma nefnilega að samfélagið þróast og kerfin þurfa að þróast með. Nú hefur ungt fólk mikilvægt tækifæri til þess að móta framtíðina. Framtíð þar sem við tryggjum alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Framtíð þar sem við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk. Framtíð þar sem við útrýmum fátækt á Íslandi. Framtíð með 21. aldar velsældarsamfélagi. Framtíð þar sem við virðum lýðræði - ekkert kjaftæði! Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því athyglisverðasta í aðdraganda kosninga er að þegar skoðanakannanir eru greindar eftir aldri, þá er oft yfir þriðjungur kjósenda á aldursbilinu 18-29 ára sem nefnir Pírata sem sinn fyrsta valkost. Í öðru sæti er Samfylkingin með tæp 20%. Aðrir flokkar eru í kringum 5-10% hver. Þessu er öfugt farið þegar kemur að 45 ára og eldri, þar er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn með mest fylgi og flestir aðrir flokkar með fylgi í kringum 5%.Þetta þykir okkur Pírötum miður enda tala okkar stefnumál vel til allra aldurshópa. Það sést t.a.m. á nýjum samanburði Landssambands eldri borgara á stefnum stjórnmálaflokkanna. Þar eru Píratar áberandi jákvæðastir í garð áhersluatriða eldri borgara. Í undanförnum kosningum hefur ungt fólk ekki verið alveg jafn duglegt að mæta á kjörstað og þau sem eldri eru. Þetta hefur leitt til þess að niðurstöður kosninga geta orðið á annan veg en skoðanakannanir segja til um og einmitt oft talað um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vanmetinn í könnunum á meðan að Píratar séu ofmetnir. Í aðdraganda kosninga kann fólk þannig að gera sér væntingar um framsýnar breytingar, en þess í stað situr íhaldið oft áfram á valdastólum, þrátt fyrir að unga fólkið vilji sjá framtíðarpólitík. En af hverju finnur unga fólkið samhljóm með Pírötum? Ástæðan er einföld. Píratar eru flokkur sem horfir til framtíðar í stað þess að vera fastir í viðjum fortíðarinnar. Þegar kemur að mikilvægum málum sem snerta framtíð ungs fólks, eins og loftslagsmál, þá eru Píratar ekki að boða lausnir síðustu áratuga, heldur lausnir sem virka núna og í framtíðinni. Skýrasta birtingarmynd þess mátti sjá í Sólinni, úttekt Ungra Umhverfissinna á stefnu flokkanna í loftslags- og umhverfismálum. Það skoruðu Píratar best. Píratar eru nefnilega tilbúnir að horfa á núverandi kerfi og finna nýjar og nútímalegri leiðir til þess að tryggja að bættum markmiðum sé náð. Vandamálið er nefnilega að mörg kerfi og stofnanir sem stjórnmálamenn fortíðarinnar hafa búið til eru ónýt og úr sér gengin, en það skortir vilja til þess að laga eitthvað. Stjórnmálamenn fortíðarinnar halda að það að viðurkenna gallana á kerfunum sem þeir bjuggu til sé viðurkenning á mistökum. Þeir gleyma nefnilega að samfélagið þróast og kerfin þurfa að þróast með. Nú hefur ungt fólk mikilvægt tækifæri til þess að móta framtíðina. Framtíð þar sem við tryggjum alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Framtíð þar sem við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk. Framtíð þar sem við útrýmum fátækt á Íslandi. Framtíð með 21. aldar velsældarsamfélagi. Framtíð þar sem við virðum lýðræði - ekkert kjaftæði! Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun