„Getum alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar“ Atli Arason skrifar 25. september 2021 17:36 Ísak Snær Þorvaldsson ásamt þjálfara sínum hjá ÍA, Jóhannesi Karli Guðjónssyni. MYND/ÍA Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, gat ekki lýst tilfinningum sínum eftir 2-3 endurkomu sigur ÍA á Keflavík á útivelli í dag. Sigurinn gerir það að verkum að Skagamenn halda sæti sínu í efstu deild en ÍA var 2-0 undir þegar rúmur klukkutími var liðin af leiknum. „Ég er orðlaus. Þetta er bara karakterinn, við gefumst ekki upp fyrr en dómarinn er búinn að flauta leikinn af. Það sást þegar við lentum tveimur mörkum undir þá kveiknaði aðeins í okkur og þegar stuðningurinn er svona þá erum við 13 inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Stuðningurinn sem ÍA fékk í dag var vægast sagt góður. Skagamenn sendu þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og liðið fékk góðan stuðning, jafnvel þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir klukkutíma leik. Ísak þakkaði stuðningin og biðlar til stuðningsmanna að sýna það sama í næst leik. „Ég vil fá þetta aftur í bikarnum. Þetta á að vera svona í öllum leikjum, ekki bara í síðustu leikjunum. Ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá getum við alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar. Þetta var geggjaður leikur fannst mér. Allir strákarnir voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ svaraði Ísak aðspurður út í stuðningsmanna sveitina. Ísak telur að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði í seinni hálfleiknum. „Þeir fá ekki nema eitt hálf færi í fyrri hálfleik sem þeir skora úr. Við vorum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Þetta datt með okkur í seinni hálfleik þar sem heppnin var aðeins meira með okkur.“ Næsti leikur Skagamanna er einmitt aftur á móti Keflavík, í þetta sinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur fer fram á Akranesi og Ísak kallar eftir eins baráttugleði frá liðsfélögum sínum svo ÍA eigi möguleika að komast í bikarúrslit. „Þeir munu koma vitlausir á móti okkur í næsta leik og vilja vinna hann. Við munum fara aftur yfir þá og hvernig þeir spiluðu þennan leik og skoðum hvað við getum bætt. Við ætlum að sýna eins mikla baráttu í næsta leik,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
„Ég er orðlaus. Þetta er bara karakterinn, við gefumst ekki upp fyrr en dómarinn er búinn að flauta leikinn af. Það sást þegar við lentum tveimur mörkum undir þá kveiknaði aðeins í okkur og þegar stuðningurinn er svona þá erum við 13 inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Stuðningurinn sem ÍA fékk í dag var vægast sagt góður. Skagamenn sendu þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og liðið fékk góðan stuðning, jafnvel þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir klukkutíma leik. Ísak þakkaði stuðningin og biðlar til stuðningsmanna að sýna það sama í næst leik. „Ég vil fá þetta aftur í bikarnum. Þetta á að vera svona í öllum leikjum, ekki bara í síðustu leikjunum. Ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá getum við alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar. Þetta var geggjaður leikur fannst mér. Allir strákarnir voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ svaraði Ísak aðspurður út í stuðningsmanna sveitina. Ísak telur að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði í seinni hálfleiknum. „Þeir fá ekki nema eitt hálf færi í fyrri hálfleik sem þeir skora úr. Við vorum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Þetta datt með okkur í seinni hálfleik þar sem heppnin var aðeins meira með okkur.“ Næsti leikur Skagamanna er einmitt aftur á móti Keflavík, í þetta sinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur fer fram á Akranesi og Ísak kallar eftir eins baráttugleði frá liðsfélögum sínum svo ÍA eigi möguleika að komast í bikarúrslit. „Þeir munu koma vitlausir á móti okkur í næsta leik og vilja vinna hann. Við munum fara aftur yfir þá og hvernig þeir spiluðu þennan leik og skoðum hvað við getum bætt. Við ætlum að sýna eins mikla baráttu í næsta leik,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31