Alsæla í Fossvogi: „Búin að bíða drullulengi eftir þessu“ Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. september 2021 20:00 Pétur, Davíð og Erling, stuðningsmenn Víkings, ánægðir eftir að titlinum stóra var landað. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Fossvoginum þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í 30 ár. Stuðningsmenn líktu sigrinum við alsælu og sögðu erfiða þrjá áratugi að baki. „Þetta er búið að vera gríðarlega spennuþrungið, ótrúlegur dagur í sögu Víkinga og líka bara hvernig við höfum séð styrkinn og hversu öflugt félagið er. Að lyfta titlinum fyrir framan okkar stórkostlegu stuðningsmenn og hverfið allt. Hverfið er algjörlega, gjörsamlega á bak við félagið,“ sagði Björn Einarsson, formaður Víkings Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu eftir að félagið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni Reykjavík. „Ég get nú viðurkennt það núna að þetta er búið að vera í kringum síðustu daga, ótrúlega „emotional.“ Ég get sagt það, og ég er það í dag. Við erum að ná skrefi sem við erum búin að stefna að lengi,“ sagði Björn. Alsæla Stemningin í kringum formanninn þegar fréttastofa ræddi við hann lýsir andanum eftir sigurinn í Víkinni ágætlega. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Víkingur tryggði sér hinn langþráða titil. Og hann var sannarlega langþráður, eins og tilsvör stuðningsmanna félagsins bera vitni um. Íslandsmeistarar, hvernig er tilfinningin? „Þetta er bara allt annað, þetta er draumur,“ sagði einn stuðningsmaður í samtali við fréttastofu. Annar sagði erfið þrjátíu ár að baki. „Við erum bara að horfa á eitthvað rugl gerast hérna í Fossvoginum, búin að bíða drullulengi eftir þessu og þetta er alsæla.“ Tveir yngri stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við, sem ekki voru fæddir þegar Víkingur vann sinn síðasta Íslandsmeistaratitil, sögðu tilfinninguna góða. „Út af því að við erum ekki búin að vinna síðan, ég er búinn að gleyma, nítjánhundruð níutíu og eitthvað.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera gríðarlega spennuþrungið, ótrúlegur dagur í sögu Víkinga og líka bara hvernig við höfum séð styrkinn og hversu öflugt félagið er. Að lyfta titlinum fyrir framan okkar stórkostlegu stuðningsmenn og hverfið allt. Hverfið er algjörlega, gjörsamlega á bak við félagið,“ sagði Björn Einarsson, formaður Víkings Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu eftir að félagið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni Reykjavík. „Ég get nú viðurkennt það núna að þetta er búið að vera í kringum síðustu daga, ótrúlega „emotional.“ Ég get sagt það, og ég er það í dag. Við erum að ná skrefi sem við erum búin að stefna að lengi,“ sagði Björn. Alsæla Stemningin í kringum formanninn þegar fréttastofa ræddi við hann lýsir andanum eftir sigurinn í Víkinni ágætlega. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Víkingur tryggði sér hinn langþráða titil. Og hann var sannarlega langþráður, eins og tilsvör stuðningsmanna félagsins bera vitni um. Íslandsmeistarar, hvernig er tilfinningin? „Þetta er bara allt annað, þetta er draumur,“ sagði einn stuðningsmaður í samtali við fréttastofu. Annar sagði erfið þrjátíu ár að baki. „Við erum bara að horfa á eitthvað rugl gerast hérna í Fossvoginum, búin að bíða drullulengi eftir þessu og þetta er alsæla.“ Tveir yngri stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við, sem ekki voru fæddir þegar Víkingur vann sinn síðasta Íslandsmeistaratitil, sögðu tilfinninguna góða. „Út af því að við erum ekki búin að vinna síðan, ég er búinn að gleyma, nítjánhundruð níutíu og eitthvað.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira