Óljóst hvort Ólafur verði áfram með FH Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2021 12:01 Ólafur Jóhannesson tók enn einn ganginn við FH um mitt tímabil. vísir/Hulda Margrét Það kemur í ljós á næstu dögum hver þjálfar FH í Pepsi Max-deild karla á næsta tímabili. Ólafur Jóhannesson tók við FH í júní eftir að Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn. Ólafur samdi við FH út tímabilið sem lauk um helgina. Þjálfaramál FH eru núna í vinnslu. „Það er verið að vinna í þessu. Við erum að skoða málin og ætlum að reyna að hafa þetta klárt mjög fljótlega,“ sagði Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi. En er áhugi fyrir því að halda samstarfinu við Ólaf áfram? „Við tjáum okkur ekki um það. Það eru umræður í gangi og auðvitað hlýtur núverandi þjálfari að vera einn af fyrstu möguleikunum okkar. Við sjáum bara hvernig það fer,“ sagði Valdimar og bætti við að þjálfaramál FH verði komin á hreint fyrr en seinna. Þar á bæ flýta menn sér þó hægt og ætla að vanda sig. Ljóst er að Guðmann Þórisson verður ekki áfram hjá FH en ekki er ljóst hvað verður um aðra samningslausa leikmenn. Samningar þeirra Péturs Viðarssonar, Hjartar Loga Valgarðssonar, Mortens Beck Andersen og Atla Gunnars Guðmundssonar renna út síðar á árinu. „Við erum að fara yfir það. Nokkrir leikmenn eru samningslausir og eins og önnur lið erum við að skoða heildarpakkann hjá okkur. Þetta snýst líka um hver stýrir liðinu og við munum ekki ganga frá öllu þótt það séu nokkrir hlutir sem við erum nokkuð vissir um hvernig við viljum hafa. En við höldum einhverju opnu og erum með einhverja anga úti,“ sagði Valdimar. FH endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 33 stig. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson tók við FH í júní eftir að Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn. Ólafur samdi við FH út tímabilið sem lauk um helgina. Þjálfaramál FH eru núna í vinnslu. „Það er verið að vinna í þessu. Við erum að skoða málin og ætlum að reyna að hafa þetta klárt mjög fljótlega,“ sagði Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi. En er áhugi fyrir því að halda samstarfinu við Ólaf áfram? „Við tjáum okkur ekki um það. Það eru umræður í gangi og auðvitað hlýtur núverandi þjálfari að vera einn af fyrstu möguleikunum okkar. Við sjáum bara hvernig það fer,“ sagði Valdimar og bætti við að þjálfaramál FH verði komin á hreint fyrr en seinna. Þar á bæ flýta menn sér þó hægt og ætla að vanda sig. Ljóst er að Guðmann Þórisson verður ekki áfram hjá FH en ekki er ljóst hvað verður um aðra samningslausa leikmenn. Samningar þeirra Péturs Viðarssonar, Hjartar Loga Valgarðssonar, Mortens Beck Andersen og Atla Gunnars Guðmundssonar renna út síðar á árinu. „Við erum að fara yfir það. Nokkrir leikmenn eru samningslausir og eins og önnur lið erum við að skoða heildarpakkann hjá okkur. Þetta snýst líka um hver stýrir liðinu og við munum ekki ganga frá öllu þótt það séu nokkrir hlutir sem við erum nokkuð vissir um hvernig við viljum hafa. En við höldum einhverju opnu og erum með einhverja anga úti,“ sagði Valdimar. FH endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 33 stig. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira