Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 23:16 Ronaldo hafði margar ástæður til að fagna í leikslok en hann skoraði sigumark Man Utd þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktima. Laurence Griffiths/Getty Images Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. Ronaldo reyndist hetja Man United er liðið nældi í sigur eftir að hafa tapað óvænt gegn Young Boys frá Sviss í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Ronaldo skoraði einnig í þeim leik en það dugði ekki til þar sem Man Utd tapaði 2-1. Fyrir leik kvöldsins var Ronaldo jafn sínum fyrrum liðsfélaga sínum Iker Casillas. Portúgalinn lék með spænska markverðinum hjá Real Madríd á árunum 2009 til 2015. Saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu tímabilið 2013/2014 sem og fjölda annarra titla. Casillas færði sig um set til Porto í Portúgal árið 2015 og hefur því leikið með tveimur liðum í deild þeirra bestu meðan Ronaldo hefur leikið fyrir Man Utd, Real og Juventus. Spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona eru áberandi er kemur að fimm leikjahæstu leikmönnum í sögu Meistaradeildar Evrópu. Lionel Messi – sem færði sig um set til París Saint-Germain í sumar – er í 3. sæti með 151 leik líkt og fyrrum liðsfélagi hans Xavi. Spænska goðsögnin Raúl er svo í 5. sæti með 142 leiki. 178 - Cristiano Ronaldo is set to make his 178th UEFA Champions League appearance, overtaking Iker Casillas as the player with the most appearances in the competition's history. Domain. pic.twitter.com/DsUn6iHIed— OptaJoe (@OptaJoe) September 29, 2021 Það er ljóst að Ronaldo er hvergi nærri hættur og mun líklegast bæta fjórum leikjum hið minnsta við leikjafjölda sinn áður en tímabilið er úti. Það er því erfitt að sjá einhvern ná honum á næstu árum en Messi er sá eini sem er enn að spila og á raunhæfa möguleika á að skáka Ronaldo sem leikjahæsti leikmanni í sögu Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Ronaldo reyndist hetja Man United er liðið nældi í sigur eftir að hafa tapað óvænt gegn Young Boys frá Sviss í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Ronaldo skoraði einnig í þeim leik en það dugði ekki til þar sem Man Utd tapaði 2-1. Fyrir leik kvöldsins var Ronaldo jafn sínum fyrrum liðsfélaga sínum Iker Casillas. Portúgalinn lék með spænska markverðinum hjá Real Madríd á árunum 2009 til 2015. Saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu tímabilið 2013/2014 sem og fjölda annarra titla. Casillas færði sig um set til Porto í Portúgal árið 2015 og hefur því leikið með tveimur liðum í deild þeirra bestu meðan Ronaldo hefur leikið fyrir Man Utd, Real og Juventus. Spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona eru áberandi er kemur að fimm leikjahæstu leikmönnum í sögu Meistaradeildar Evrópu. Lionel Messi – sem færði sig um set til París Saint-Germain í sumar – er í 3. sæti með 151 leik líkt og fyrrum liðsfélagi hans Xavi. Spænska goðsögnin Raúl er svo í 5. sæti með 142 leiki. 178 - Cristiano Ronaldo is set to make his 178th UEFA Champions League appearance, overtaking Iker Casillas as the player with the most appearances in the competition's history. Domain. pic.twitter.com/DsUn6iHIed— OptaJoe (@OptaJoe) September 29, 2021 Það er ljóst að Ronaldo er hvergi nærri hættur og mun líklegast bæta fjórum leikjum hið minnsta við leikjafjölda sinn áður en tímabilið er úti. Það er því erfitt að sjá einhvern ná honum á næstu árum en Messi er sá eini sem er enn að spila og á raunhæfa möguleika á að skáka Ronaldo sem leikjahæsti leikmanni í sögu Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira