Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - FH 33-16 | Íslandsmeistararnir of stór biti fyrir Fimleikafélagið Dagur Lárusson skrifar 30. september 2021 23:08 KA/Þór er á leið í úrslit Coca Cola-bikarsins. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór er komið í úrslit í Coca-Cola bikarnum eftir stórsigur á FH en lokatölur leiksins voru 33-16. Þrátt fyrir mikla yfirburði KA/Þórs allan leikinn þá voru fyrstu fimm mínútur leiksins heldur jafnar en þá var staðan 2-2. Eftir það tóku norðankonur hins vegar við sér. Við tók tíu mínútna kafli þar sem Þór/KA skoraði sjö mörk á meðan FH skoraði ekki neitt og staðan því orðin 9-2 en það var þá þar sem FH tók leikhlé. Yfirburðir KA/Þórs héldu áfram og forysta þeirra jókst eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan síðan 20-7 og því þrettán marka munur á liðinum. Sóknarleikur FH-inga bættist örlítið í seinni hálfleiknum en um miðbik hans var liðið búið að skora jafn mörg mörk og það gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Sem dæmi um bættan sóknarleik FH var að Emma Haavin fékk nokkur tækifæri til þess að skora úr hægra horninu og skoraði fjögur mörk þaðan, eitthvað sem gekk lítið upp í fyrri hálfleiknum. En þrátt fyrir að sóknarleikur FH-inga bættist þá hægðist þó ekkert á sóknarleik KA/Þórs og fengu þær hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru og var það oftast Rakel Sara sem skoraði úr þeim ásamt Unni Ómarsdóttur. Að lokum landaði KA/Þór stórsigri á Fimleikafélaginu en lokatölur voru 33-16. Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með sjö mörk á meðan þær Emma og Emilía voru markahæstar hjá FH með fjögur mörk hvor. Þessi úrslit þýða að það verður KA/Þór sem mætir Fram í úrslitaleiknum á laugardaginn en það verður því sami úrslitaleikur og var í fyrra. Af hverju vann KA/Þór? KA/Þór var því miður einfaldlega of stór biti fyrir Fimleikafélagið og var það ljóst strax í byrjun leiksins. Norðankonur er Íslandsmeistarar af góðri ástæðu. Þær voru fljótari, sterkari, ákveðnari og í heildina mikið betur spilandi heldur en FH Hverjar stóðu upp úr? Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þórs. Hún skoraði sjö mörk auk þess sem hún átti margar stoðsendingar og sýndi frábæran varnaleik á köflum. Hornamenn KA/Þórs voru einnig mjög öflugar en þær Rakel Sara og Unnur Ómarsdóttir voru alltaf mættar langt upp á völlinn í öllum hraðaupphlaupum. Hvað fór illa? Martha Hermannsdóttir nefndi það í viðtali eftir leik að það var planið hjá KA/Þór að keyra yfir FH liðið með hraðaupphlaupum og það er nákvæmlega það sem gerðist í þessum leik. Fyrst og fremst var sóknarleikur FH slakur, en hann þarf auðvitað að vera nánast fullkominn þegar þú ert að spila við Íslandsmeistarana, en svo voru það hraðaupphlaup KA/Þórs sem FH einfaldlega réði ekkert við og það var svolítið saga leiksins. Hvað gerist næst? KA/Þór mætir Fram í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins á laugardaginn en það verður því sami úrslitleikur og var í sömu keppni í fyrra. Martha Hermannsdóttir: Við keyrðum yfir þær Martha Hermannsdóttir skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þórs, var að vonum ánægð eftir sigur síns liðs gegn FH í Coca-Cola bikarnum í kvöld. ,,Ég held að spilamennskan hafi verið nokkuð góð,” byrjaði Martha á því að segja. ,,Planið okkar fyrir leikinn var svolítið að keyra yfir þær strax í byrjun. Við erum auðvitað þekktar fyrir það að vera með góða markvörslu og góða hraðaupphlaup og við sýndum það frekar fljótt að við keyrðum yfir þær.” ,,En við auðvitað höfðum meiri breidd og gátum dreift spilamennskunni doldið þannig við náðum að halda uppi hraðanum allan leikinn. Síðan erum við allar heilar, engin sem meiddist, þannig ég held að við komum bara sáttar út úr þessum leik,” hélt Martha áfram. Á laugardaginn munu norðankonur svo mæta Fram í úrslitaleiknum en það verður sami úrslitaleikur og í fyrra. Martha telur sitt lið þurfa að bæta ákveðna hluti fyrir þann leik. ,,Já við þurfum að bæta nokkra hluti fyrir þann leik. Þegar við mættum þeim um daginn þá unnu þær okkur en þá einmitt náðum við ekki þessum hraðaupphlaupum sem við erum svo góðar í. Þannig ef við ætlum að vinna Fram á laugardaginn þá þurfum við að bæta það,” endaði Martha á að segja. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri FH
KA/Þór er komið í úrslit í Coca-Cola bikarnum eftir stórsigur á FH en lokatölur leiksins voru 33-16. Þrátt fyrir mikla yfirburði KA/Þórs allan leikinn þá voru fyrstu fimm mínútur leiksins heldur jafnar en þá var staðan 2-2. Eftir það tóku norðankonur hins vegar við sér. Við tók tíu mínútna kafli þar sem Þór/KA skoraði sjö mörk á meðan FH skoraði ekki neitt og staðan því orðin 9-2 en það var þá þar sem FH tók leikhlé. Yfirburðir KA/Þórs héldu áfram og forysta þeirra jókst eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan síðan 20-7 og því þrettán marka munur á liðinum. Sóknarleikur FH-inga bættist örlítið í seinni hálfleiknum en um miðbik hans var liðið búið að skora jafn mörg mörk og það gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Sem dæmi um bættan sóknarleik FH var að Emma Haavin fékk nokkur tækifæri til þess að skora úr hægra horninu og skoraði fjögur mörk þaðan, eitthvað sem gekk lítið upp í fyrri hálfleiknum. En þrátt fyrir að sóknarleikur FH-inga bættist þá hægðist þó ekkert á sóknarleik KA/Þórs og fengu þær hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru og var það oftast Rakel Sara sem skoraði úr þeim ásamt Unni Ómarsdóttur. Að lokum landaði KA/Þór stórsigri á Fimleikafélaginu en lokatölur voru 33-16. Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með sjö mörk á meðan þær Emma og Emilía voru markahæstar hjá FH með fjögur mörk hvor. Þessi úrslit þýða að það verður KA/Þór sem mætir Fram í úrslitaleiknum á laugardaginn en það verður því sami úrslitaleikur og var í fyrra. Af hverju vann KA/Þór? KA/Þór var því miður einfaldlega of stór biti fyrir Fimleikafélagið og var það ljóst strax í byrjun leiksins. Norðankonur er Íslandsmeistarar af góðri ástæðu. Þær voru fljótari, sterkari, ákveðnari og í heildina mikið betur spilandi heldur en FH Hverjar stóðu upp úr? Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þórs. Hún skoraði sjö mörk auk þess sem hún átti margar stoðsendingar og sýndi frábæran varnaleik á köflum. Hornamenn KA/Þórs voru einnig mjög öflugar en þær Rakel Sara og Unnur Ómarsdóttir voru alltaf mættar langt upp á völlinn í öllum hraðaupphlaupum. Hvað fór illa? Martha Hermannsdóttir nefndi það í viðtali eftir leik að það var planið hjá KA/Þór að keyra yfir FH liðið með hraðaupphlaupum og það er nákvæmlega það sem gerðist í þessum leik. Fyrst og fremst var sóknarleikur FH slakur, en hann þarf auðvitað að vera nánast fullkominn þegar þú ert að spila við Íslandsmeistarana, en svo voru það hraðaupphlaup KA/Þórs sem FH einfaldlega réði ekkert við og það var svolítið saga leiksins. Hvað gerist næst? KA/Þór mætir Fram í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins á laugardaginn en það verður því sami úrslitleikur og var í sömu keppni í fyrra. Martha Hermannsdóttir: Við keyrðum yfir þær Martha Hermannsdóttir skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þórs, var að vonum ánægð eftir sigur síns liðs gegn FH í Coca-Cola bikarnum í kvöld. ,,Ég held að spilamennskan hafi verið nokkuð góð,” byrjaði Martha á því að segja. ,,Planið okkar fyrir leikinn var svolítið að keyra yfir þær strax í byrjun. Við erum auðvitað þekktar fyrir það að vera með góða markvörslu og góða hraðaupphlaup og við sýndum það frekar fljótt að við keyrðum yfir þær.” ,,En við auðvitað höfðum meiri breidd og gátum dreift spilamennskunni doldið þannig við náðum að halda uppi hraðanum allan leikinn. Síðan erum við allar heilar, engin sem meiddist, þannig ég held að við komum bara sáttar út úr þessum leik,” hélt Martha áfram. Á laugardaginn munu norðankonur svo mæta Fram í úrslitaleiknum en það verður sami úrslitaleikur og í fyrra. Martha telur sitt lið þurfa að bæta ákveðna hluti fyrir þann leik. ,,Já við þurfum að bæta nokkra hluti fyrir þann leik. Þegar við mættum þeim um daginn þá unnu þær okkur en þá einmitt náðum við ekki þessum hraðaupphlaupum sem við erum svo góðar í. Þannig ef við ætlum að vinna Fram á laugardaginn þá þurfum við að bæta það,” endaði Martha á að segja.