Luku 692 milljóna króna hlutafjárútboði fyrir safnkortaleik Eiður Þór Árnason skrifar 30. september 2021 23:36 Bræðurnir Ívar og Guðmundur Kristjánssynir stofnuðu fyrirtækið árið 2015. 1939 Games Íslenska tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games hefur lokið 5,3 milljóna bandaríkjadala hlutafjárútboði, sem samsvarar ríflega 692 milljónum króna. Ráðist var í hlutafjárútboðið til að styðja við frekari vöxt félagsins og klára þróun tölvuleiksins Kards fyrir iOS og Android snjalltæki. Var fjármögnunin leidd af þremur kóreskum fjárfestingasjóðum sem hafa mikla reynslu af alþjóðlega leikjamarkaðnum og eru sagðir sjá mikil tækifæri fyrir leikinn í Kóreu og öðrum löndum Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 1939 Games en sjóðirnir heita Korea Investment Partners, Woori Technology Invest Co. Ltd. og Seoul Investment Partners. Aðrir sjóðir sem komu að fjármögnuninni voru finnski tölvuleikjafjárfestingasjóðurinn Sisu Game Ventures og íslenski vísisjóðurinn Crowberry Capital. Skilað 400 milljónum króna í tekjur 1939 Games var stofnað af bræðrunum Ívari og Guðmundi Kristjánssonum árið 2015 en þeir störfuðu báðir hjá CCP um árabil. Ívar var einn þriggja stofnenda CCP og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins þegar EVE Online kom út árið 2003 en hann starfaði hjá CCP í 17 ár, lengst af sem fjármálastjóri. Guðmundur starfaði í 12 ár hjá CCP og lengst af sem verkefnastjóri. Kards er strategískur kortaleikur.1939 Games „Það er mikil viðurkenning á okkar starfi að fá svona öfluga fjárfesta að borðinu, sem hafa gífurlega þekkingu á þessu sviði og geta stutt enn frekar við það sem við erum að gera. Þetta fjármagn verður notað til að klára útgáfu leiksins fyrir farsíma og koma honum á markað, en þar liggja stærstu tækifærin fyrir leiki eins og Kards,“ segir Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri 1939 Games, í tilkynningu. Hann bætir við að leiknum hafi verið mjög vel tekið á PC-tölvum þar sem yfir 700 þúsund hafa spilað hann. Þá sé leikurinn búinn að skila um 400 milljónum króna í tekjur. Gefa leikinn út fyrir síma á næsta ári Leiksvið Kards er síðari heimsstyrjöldin þar sem leikmenn mætast í einvígjum sem taka að jafnaði fimm til tíu mínútur. Ívar lýsir Kards sem nokkurs konar rafrænum safnkortaleik (e. cross-multi-platform Digital Collectible Card Game). Stefnt er að því að leikurinn verði gefinn út fyrir síma á næsta ári. Að sögn Ívars er áætlað að um 60 milljónir manna spili svona leiki í hverjum mánuði og að þessi tegund leikja skili um 250 milljörðum króna í tekjur á þessu ári. Stendur nú til að stækka og efla teymi fyrirtækisins. Nýsköpun Leikjavísir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Var fjármögnunin leidd af þremur kóreskum fjárfestingasjóðum sem hafa mikla reynslu af alþjóðlega leikjamarkaðnum og eru sagðir sjá mikil tækifæri fyrir leikinn í Kóreu og öðrum löndum Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 1939 Games en sjóðirnir heita Korea Investment Partners, Woori Technology Invest Co. Ltd. og Seoul Investment Partners. Aðrir sjóðir sem komu að fjármögnuninni voru finnski tölvuleikjafjárfestingasjóðurinn Sisu Game Ventures og íslenski vísisjóðurinn Crowberry Capital. Skilað 400 milljónum króna í tekjur 1939 Games var stofnað af bræðrunum Ívari og Guðmundi Kristjánssonum árið 2015 en þeir störfuðu báðir hjá CCP um árabil. Ívar var einn þriggja stofnenda CCP og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins þegar EVE Online kom út árið 2003 en hann starfaði hjá CCP í 17 ár, lengst af sem fjármálastjóri. Guðmundur starfaði í 12 ár hjá CCP og lengst af sem verkefnastjóri. Kards er strategískur kortaleikur.1939 Games „Það er mikil viðurkenning á okkar starfi að fá svona öfluga fjárfesta að borðinu, sem hafa gífurlega þekkingu á þessu sviði og geta stutt enn frekar við það sem við erum að gera. Þetta fjármagn verður notað til að klára útgáfu leiksins fyrir farsíma og koma honum á markað, en þar liggja stærstu tækifærin fyrir leiki eins og Kards,“ segir Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri 1939 Games, í tilkynningu. Hann bætir við að leiknum hafi verið mjög vel tekið á PC-tölvum þar sem yfir 700 þúsund hafa spilað hann. Þá sé leikurinn búinn að skila um 400 milljónum króna í tekjur. Gefa leikinn út fyrir síma á næsta ári Leiksvið Kards er síðari heimsstyrjöldin þar sem leikmenn mætast í einvígjum sem taka að jafnaði fimm til tíu mínútur. Ívar lýsir Kards sem nokkurs konar rafrænum safnkortaleik (e. cross-multi-platform Digital Collectible Card Game). Stefnt er að því að leikurinn verði gefinn út fyrir síma á næsta ári. Að sögn Ívars er áætlað að um 60 milljónir manna spili svona leiki í hverjum mánuði og að þessi tegund leikja skili um 250 milljörðum króna í tekjur á þessu ári. Stendur nú til að stækka og efla teymi fyrirtækisins.
Nýsköpun Leikjavísir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira