Jóhannes Karl: Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika Sverrir Mar Smárason skrifar 2. október 2021 14:45 Jóhannes Karl var eðlilega sáttur með stórsigur sinna manna. Vísir/Bára Dröfn Skagamenn komust í dag í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir góðan 2-0 sigur gegn Keflavík. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var glaður í leikslok. „Tilfinningin er bara góð eins og sést hérna fyrir aftan mig. Þetta er bara geggjað og geggjaður dagur. Við ákváðum að keyra grimmt á Keflvíkingana til þess að byrja með og skoruðum snemma. Gísli Laxdal geggjaður í dag, frábær frammistaða hjá honum reyndar eins og hjá öllu liðinu. En þú veist, frammistaða skiptir engu máli við erum komnir í bikarúrslit sem er bara geggjað,“ sagði Jóhannes Karl strax í lok leiks. Skagamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og sigldu svo heim sigrinum í þeim síðari. „Við vörðumst virkilega vel og við erum búnir að spila núna tvo leiki á móti Keflavík. Joey Gibbs hefur ekki sést. Alex Davey og Óttar Bjarni búnir að vera geggjaðir sem og Sindri djúpur á miðju. Við erum búnir að vera frábærir varnarlega og Árni Marinó í markinu. Grimmd og ákefð og allt sem við ætlum að taka með okkur inn í úrslitaleikinn. Við erum ekkert að fara þangað til að gera neitt annað en að vinna hann,“ sagði Jóhannes Karl. Það var virkilega vel mætt á leikinn á Akranesi í dag og stuðningurinn var mjög góður. Samfélagið á Skaganum virðist vera komið á bakvið liðið af miklum þunga og Skagamönnum er farið að dreyma aftur. Jóhannes Karl var stórorður. „Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika. Stuðningsmennirnir eru hérna til að styðja við bakið á okkur og við erum að sýna að það skiptir okkur máli að hafa svona góða stuðningsmenn á bakvið okkur og við viljum vera allir saman í þessu, ein heild. Við ætlum að landa titli í ár,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Fótbolti Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn ÍA Akranes Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
„Tilfinningin er bara góð eins og sést hérna fyrir aftan mig. Þetta er bara geggjað og geggjaður dagur. Við ákváðum að keyra grimmt á Keflvíkingana til þess að byrja með og skoruðum snemma. Gísli Laxdal geggjaður í dag, frábær frammistaða hjá honum reyndar eins og hjá öllu liðinu. En þú veist, frammistaða skiptir engu máli við erum komnir í bikarúrslit sem er bara geggjað,“ sagði Jóhannes Karl strax í lok leiks. Skagamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og sigldu svo heim sigrinum í þeim síðari. „Við vörðumst virkilega vel og við erum búnir að spila núna tvo leiki á móti Keflavík. Joey Gibbs hefur ekki sést. Alex Davey og Óttar Bjarni búnir að vera geggjaðir sem og Sindri djúpur á miðju. Við erum búnir að vera frábærir varnarlega og Árni Marinó í markinu. Grimmd og ákefð og allt sem við ætlum að taka með okkur inn í úrslitaleikinn. Við erum ekkert að fara þangað til að gera neitt annað en að vinna hann,“ sagði Jóhannes Karl. Það var virkilega vel mætt á leikinn á Akranesi í dag og stuðningurinn var mjög góður. Samfélagið á Skaganum virðist vera komið á bakvið liðið af miklum þunga og Skagamönnum er farið að dreyma aftur. Jóhannes Karl var stórorður. „Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika. Stuðningsmennirnir eru hérna til að styðja við bakið á okkur og við erum að sýna að það skiptir okkur máli að hafa svona góða stuðningsmenn á bakvið okkur og við viljum vera allir saman í þessu, ein heild. Við ætlum að landa titli í ár,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Fótbolti Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn ÍA Akranes Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29