Ráku þjálfarann vegna ásakana um kynferðisbrot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 07:00 Paul Riley hefur loks verið rekinn. Löngu eftir að ásakanir á hendur honum bárust fyrst. Howard Smith/Getty Images North Carolina Courage hefur rekið þjálfara sinn vegna ásakana um kynferðisbrot. Hann er þriðji þjálfari NWSL-deildarinnar sem er rekinn vegna hegðunar sinnar síðan í ágúst. FIFA hefur hafið rannsókn á málinu. Paul Riley hefur þjálfað bandaríska knattspyrnuliðið North Carolina Courage í NWSL-deildinni frá árinu 2017. Árin 2018 og 2019 stýrði hann liðinu til sigurs í deildinni. Þrátt fyrir árangur Riley er ljóst að hann er með óhreint mjöl í pokahorninu. Riley var rekinn skömmu fyrir helgi eftir að The Athletic birti grein þar sem fyrrum leikmenn ásökuðu hann um kynferðisbrot sem og andlegt ofbeldi. Ásakanir í garð Riley hafa áður komið upp en þá voru þær eingöngu settar í ferli án þess að eitthvað væri gert í þeim. Bandarísku ofurstjörnurnar Megan Rapinoe og Alex Morgan hafa gagnrýnt hvernig deildin tók á þessum málum á sínum tíma og hefur Lisa Baird, framkvæmdastjóri NWSL, sagt af sér vegna málsins. Tekur hún fulla ábyrgð á því að hafa brugðist er ásakanir bárust á sínum tíma. Let. It. Burn. https://t.co/rW4ocYeb6n— Megan Rapinoe (@mPinoe) September 30, 2021 Rannsókn The Athletic leiddi í ljós að fjöldi fyrrum leikmanna þjálfarans staðfesti hegðun hans. Tvær þeirra – Sinead Farrelly og Mana Shim – komu fram undir nafni og sögðu að þjálfarinn fyrrverandi væri með ákveðið hegðunarmynstur. Það byggðist á því að brjóta leikmenn niður andlega og gera þær háðar sér. Til að mynda hafði Farrelly leikið undir hans stjórn hjá þremur félögum áður en hún brotnaði endanlega undir öllu ofbeldinu. Þegar Farrelly var kölluð á landsliðsæfingar skömmu fyrir HM 2011 sagði Riley að hún gæti ekki farið nema hann væri að þjálfa landsliðið. Hann bætt við að ef hún færi þá væri hún að bregðast honum sem og öllum liðsfélögum sínum. Hin 22 ára gamla Farrelly neitaði því að fara með bandaríska landsliðinu á HM þar sem liðið fór alla leið í úrslit. Eftir tap í leiknum um WPS-meistaratitilinn síðar sama ár þvingaði hinn 47 ára gamli - og gifti - Riley hana inn á hótelherbergi þar sem hann svaf hjá henni. Sinead Farrelly var mjög efnileg.Robyn McNeil/Getty Images Riley á að hafa sofið hjá Farrelly oftar en þetta eina skipti, einu sinni með öðrum leikmanni liðsins. Þá ku hann hafa þvingað Farrelly og Shim til að kyssast og sent þeim óumbeðnar nektarmyndir. Sem þjálfari gerði hann ítrekað lítið úr leikmönnum og öskraði reglulega á þær. Hann neitar ásökunum en svaraði ekki er New York Times reyndi að hafa samband við hann varðandi málið. „Vegna alvarleika áskananna getum við staðfest að dómstóll FIFA er með málið til skoðunar og hefur nú þegar hafið rannsókn. Mun sambandið biðja knattspyrnusamband Bandaríkjanna sem og NWSL um frekari upplýsingar,“ segir í yfirlýsingu FIFA um málið. Englendingurinn Riley er ekki eini þjálfarinn sem hefur fengið sparkið eftir að hafa misnotað valdastöðu sína. Washinton Spirit lét Riche Burke fjúka eftir að upp komst um þær aðferðir sem tíðkuðust á æfingum hans. Sá beitti leikmenn sína ítrekað andlegu ofbeldi. Burke hefur verið bannaður frá NWSL-deildinni fyrir lífstíð og mun aldrei fá að þjálfa þar aftur. Stjórn Washington Spirit hefur einnig þurft að súpa seyðið af því þar sem félagið brást leikmönnum sínum. Vegna þess fær félagið ekki að koma að neinum málum er varða deildina. Meghan Klingenberg, leikmaður Portland Thorns og bandaríska landsliðsins, sendi forráðamönnum NWSL og félaga deildarinnar væna pillu á Twitter-síðu sinni eftir að rannsókn Athletic var gerð opinber. „Af hverju þurfum við að vinna við ófullnægjandi og óöruggar aðstæður á meðan gerendur fá vernd, vel borgað og ný veiðisvæði til að níðast á ungum konum?“ We Deserve Better (Part II) pic.twitter.com/c1MIAnrOde— Meghan Klingenberg (@meghankling) September 30, 2021 Ný viðmið NWSL-deildarinnar hafa leitt til þess að fjöldi fólks tengdur félögunum sem þar spila hefur þurft að segja af sér. Hvort það sé nóg til að skapa öruggt og verndað vinnuumhverfi verður að koma í ljós þegar fram líða stundir. Tvær íslenskar landsliðskonur spila í NWSL-deildinni. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur með Orlando Pride og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir leikur með Houston Dash. Þá lék Dagný Brynjarsdóttir með Portland Thorns, fyrrum félagi Paul Riley, frá árunum 2016 til 2019 en þjálfarinn var látinn fara þaðan árið 2015. Paul Riley ræðir við leikmenn NCC eftir leik gegn Portland Thorns.Lewis Gettier/Getty Images Fótbolti Kynferðisofbeldi NWSL Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Paul Riley hefur þjálfað bandaríska knattspyrnuliðið North Carolina Courage í NWSL-deildinni frá árinu 2017. Árin 2018 og 2019 stýrði hann liðinu til sigurs í deildinni. Þrátt fyrir árangur Riley er ljóst að hann er með óhreint mjöl í pokahorninu. Riley var rekinn skömmu fyrir helgi eftir að The Athletic birti grein þar sem fyrrum leikmenn ásökuðu hann um kynferðisbrot sem og andlegt ofbeldi. Ásakanir í garð Riley hafa áður komið upp en þá voru þær eingöngu settar í ferli án þess að eitthvað væri gert í þeim. Bandarísku ofurstjörnurnar Megan Rapinoe og Alex Morgan hafa gagnrýnt hvernig deildin tók á þessum málum á sínum tíma og hefur Lisa Baird, framkvæmdastjóri NWSL, sagt af sér vegna málsins. Tekur hún fulla ábyrgð á því að hafa brugðist er ásakanir bárust á sínum tíma. Let. It. Burn. https://t.co/rW4ocYeb6n— Megan Rapinoe (@mPinoe) September 30, 2021 Rannsókn The Athletic leiddi í ljós að fjöldi fyrrum leikmanna þjálfarans staðfesti hegðun hans. Tvær þeirra – Sinead Farrelly og Mana Shim – komu fram undir nafni og sögðu að þjálfarinn fyrrverandi væri með ákveðið hegðunarmynstur. Það byggðist á því að brjóta leikmenn niður andlega og gera þær háðar sér. Til að mynda hafði Farrelly leikið undir hans stjórn hjá þremur félögum áður en hún brotnaði endanlega undir öllu ofbeldinu. Þegar Farrelly var kölluð á landsliðsæfingar skömmu fyrir HM 2011 sagði Riley að hún gæti ekki farið nema hann væri að þjálfa landsliðið. Hann bætt við að ef hún færi þá væri hún að bregðast honum sem og öllum liðsfélögum sínum. Hin 22 ára gamla Farrelly neitaði því að fara með bandaríska landsliðinu á HM þar sem liðið fór alla leið í úrslit. Eftir tap í leiknum um WPS-meistaratitilinn síðar sama ár þvingaði hinn 47 ára gamli - og gifti - Riley hana inn á hótelherbergi þar sem hann svaf hjá henni. Sinead Farrelly var mjög efnileg.Robyn McNeil/Getty Images Riley á að hafa sofið hjá Farrelly oftar en þetta eina skipti, einu sinni með öðrum leikmanni liðsins. Þá ku hann hafa þvingað Farrelly og Shim til að kyssast og sent þeim óumbeðnar nektarmyndir. Sem þjálfari gerði hann ítrekað lítið úr leikmönnum og öskraði reglulega á þær. Hann neitar ásökunum en svaraði ekki er New York Times reyndi að hafa samband við hann varðandi málið. „Vegna alvarleika áskananna getum við staðfest að dómstóll FIFA er með málið til skoðunar og hefur nú þegar hafið rannsókn. Mun sambandið biðja knattspyrnusamband Bandaríkjanna sem og NWSL um frekari upplýsingar,“ segir í yfirlýsingu FIFA um málið. Englendingurinn Riley er ekki eini þjálfarinn sem hefur fengið sparkið eftir að hafa misnotað valdastöðu sína. Washinton Spirit lét Riche Burke fjúka eftir að upp komst um þær aðferðir sem tíðkuðust á æfingum hans. Sá beitti leikmenn sína ítrekað andlegu ofbeldi. Burke hefur verið bannaður frá NWSL-deildinni fyrir lífstíð og mun aldrei fá að þjálfa þar aftur. Stjórn Washington Spirit hefur einnig þurft að súpa seyðið af því þar sem félagið brást leikmönnum sínum. Vegna þess fær félagið ekki að koma að neinum málum er varða deildina. Meghan Klingenberg, leikmaður Portland Thorns og bandaríska landsliðsins, sendi forráðamönnum NWSL og félaga deildarinnar væna pillu á Twitter-síðu sinni eftir að rannsókn Athletic var gerð opinber. „Af hverju þurfum við að vinna við ófullnægjandi og óöruggar aðstæður á meðan gerendur fá vernd, vel borgað og ný veiðisvæði til að níðast á ungum konum?“ We Deserve Better (Part II) pic.twitter.com/c1MIAnrOde— Meghan Klingenberg (@meghankling) September 30, 2021 Ný viðmið NWSL-deildarinnar hafa leitt til þess að fjöldi fólks tengdur félögunum sem þar spila hefur þurft að segja af sér. Hvort það sé nóg til að skapa öruggt og verndað vinnuumhverfi verður að koma í ljós þegar fram líða stundir. Tvær íslenskar landsliðskonur spila í NWSL-deildinni. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur með Orlando Pride og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir leikur með Houston Dash. Þá lék Dagný Brynjarsdóttir með Portland Thorns, fyrrum félagi Paul Riley, frá árunum 2016 til 2019 en þjálfarinn var látinn fara þaðan árið 2015. Paul Riley ræðir við leikmenn NCC eftir leik gegn Portland Thorns.Lewis Gettier/Getty Images
Fótbolti Kynferðisofbeldi NWSL Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira