Skotsvæðið Álfsnesi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 20:30 Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. Þannig var reynt að daga úr hávaðamengun sem kvartað hefur verið undan. Eins þá hafa félögin sjálf bannað skot sem innihalda blý í til þess að koma í veg fyrir mengun. Leyfið hefur nú verið fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Því er starfsemi skotfélaganna óheimili á Álfsnesi. Ólympísk íþrótt Við erum ávalt stolt af okkar fólki sem keppir á Ólympíuleikunum og það er ekki langt síðan ég skrifaði grein um það aðstöðuleysi sem frjálsíþróttafólkið okkar býr við hér í Reykjavík. Á síðustu Ólympíuleikum áttum við keppanda í skotfimi sem stóð sig með stakri prýði og virkilega gaman var að fylgjast með. Það sjá það auðvitað allir hversu slæmt það er þegar ekki er til keppnis- og æfingaaðstaða í stærsta sveitarfélagi landsins fyrir íþrótt sem stunduð er af jafn mörgum líkt og á við um skotfimi. Þess má einnig geta að Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og hefur haft aðstöðu víða í borgarlandinu. Skothúsvegur dregur nafn sitt af gömlu æfingasvæði félagsins. Við verðum að geta boðið þeim sem búa í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta aðstöðu til þess að stunda íþróttir. Við erum öll ólík og sækjumst eftir ólíkum hlutum. Við verðum að passa að þeir fjölmennu hópar sem vilja stunda ólíkar íþróttir geti gert það. Finnum lausn í apríl þá lögðum við Sjálfstæðismenn í borgarráði fram tillögu um það að skipa samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Lagt var til að hópurinn væri skipaður tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg og tveimur frá Skotfélaginu, til að fara yfir framtíðartilhögun aðstöðunnar og gera tillögu um mögulegt framtíðarsvæði fyrir Skotfélagið. Lögðum við til að samráðshópurinn myndi skila tillögu sinni til borgarráðs fyrir 1. desember 2021. Því miður þá höfum við ekkert heyrt af þessari tillögu okkar sem er bagalegt því ef eftir henni hefði verið unnið þá væri málið eflaust ekki í þeim hnút sem það er núna. Því það eru ekki mörg mál sem ekki er hægt að leysa með samráði og samtali. Á málinu þarf að finnast lausn sem fyrst, ef breyta á skipulagi fyrir svæðið til þess að leyfa starfsemina á því áfram þá verður að byrja þá vinnu strax þar sem hún er tímafrek. Ef ekki er hægt að ná sátt um staðsetninguna á Álfsnesi sem er á skipulögðu hafnar- og iðnaðarsvæði þá verður að finna þegar í stað aðra staðsetningu og á meðan verið er að flytja starfsemina þá þarf að finna leið til þess að hafa opið í Álfsnesi því flutningar á nýtt svæði taka langan tíma og eru gríðarlega kostnaðarsamir. Þar verður Reykjavíkurborg að stíga inn í, í raun er það þannig að Reykjavíkurborg er með öll spil á hendi og það er þeirra að taka næstu skref. Hvaða spilum sem verður spilað út þá verður að finna lausn sem allir eru sáttir við. Hvort svo sem það sé breytt skipulag og áframhaldandi starfsemi þessa félaga á svæðinu í Álfsnesi með betri hávaðamönum þannig að þeir sem búa næst svæðinu verði ekki jafn mikið varir við starfsemina eða hvort verði að finna nýja staðsetningu. Lausn þarf að finnast sem fyrst og um hana þarf að ríkja sátt. Sátt við þá sem búa nálægt svæðinu og sátt við þá sem stunda sína íþrótt á svæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skotíþróttir Sjálfstæðisflokkurinn Valgerður Sigurðardóttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. Þannig var reynt að daga úr hávaðamengun sem kvartað hefur verið undan. Eins þá hafa félögin sjálf bannað skot sem innihalda blý í til þess að koma í veg fyrir mengun. Leyfið hefur nú verið fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Því er starfsemi skotfélaganna óheimili á Álfsnesi. Ólympísk íþrótt Við erum ávalt stolt af okkar fólki sem keppir á Ólympíuleikunum og það er ekki langt síðan ég skrifaði grein um það aðstöðuleysi sem frjálsíþróttafólkið okkar býr við hér í Reykjavík. Á síðustu Ólympíuleikum áttum við keppanda í skotfimi sem stóð sig með stakri prýði og virkilega gaman var að fylgjast með. Það sjá það auðvitað allir hversu slæmt það er þegar ekki er til keppnis- og æfingaaðstaða í stærsta sveitarfélagi landsins fyrir íþrótt sem stunduð er af jafn mörgum líkt og á við um skotfimi. Þess má einnig geta að Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og hefur haft aðstöðu víða í borgarlandinu. Skothúsvegur dregur nafn sitt af gömlu æfingasvæði félagsins. Við verðum að geta boðið þeim sem búa í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta aðstöðu til þess að stunda íþróttir. Við erum öll ólík og sækjumst eftir ólíkum hlutum. Við verðum að passa að þeir fjölmennu hópar sem vilja stunda ólíkar íþróttir geti gert það. Finnum lausn í apríl þá lögðum við Sjálfstæðismenn í borgarráði fram tillögu um það að skipa samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Lagt var til að hópurinn væri skipaður tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg og tveimur frá Skotfélaginu, til að fara yfir framtíðartilhögun aðstöðunnar og gera tillögu um mögulegt framtíðarsvæði fyrir Skotfélagið. Lögðum við til að samráðshópurinn myndi skila tillögu sinni til borgarráðs fyrir 1. desember 2021. Því miður þá höfum við ekkert heyrt af þessari tillögu okkar sem er bagalegt því ef eftir henni hefði verið unnið þá væri málið eflaust ekki í þeim hnút sem það er núna. Því það eru ekki mörg mál sem ekki er hægt að leysa með samráði og samtali. Á málinu þarf að finnast lausn sem fyrst, ef breyta á skipulagi fyrir svæðið til þess að leyfa starfsemina á því áfram þá verður að byrja þá vinnu strax þar sem hún er tímafrek. Ef ekki er hægt að ná sátt um staðsetninguna á Álfsnesi sem er á skipulögðu hafnar- og iðnaðarsvæði þá verður að finna þegar í stað aðra staðsetningu og á meðan verið er að flytja starfsemina þá þarf að finna leið til þess að hafa opið í Álfsnesi því flutningar á nýtt svæði taka langan tíma og eru gríðarlega kostnaðarsamir. Þar verður Reykjavíkurborg að stíga inn í, í raun er það þannig að Reykjavíkurborg er með öll spil á hendi og það er þeirra að taka næstu skref. Hvaða spilum sem verður spilað út þá verður að finna lausn sem allir eru sáttir við. Hvort svo sem það sé breytt skipulag og áframhaldandi starfsemi þessa félaga á svæðinu í Álfsnesi með betri hávaðamönum þannig að þeir sem búa næst svæðinu verði ekki jafn mikið varir við starfsemina eða hvort verði að finna nýja staðsetningu. Lausn þarf að finnast sem fyrst og um hana þarf að ríkja sátt. Sátt við þá sem búa nálægt svæðinu og sátt við þá sem stunda sína íþrótt á svæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar