Fótbolti

Jóhann Berg ekki með lands­liðinu gegn Armeníu og Liechten­stein

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands gegn Rúmeníu fyrr á þessu ári.
Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands gegn Rúmeníu fyrr á þessu ári. Vísir/Hulda Margrét

Jóhann Berg Guðmundsson hefur ákveðið að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022 á næstu dögum.

Frá þessu var fyrst greint á 433.is. Þar kemur fram að Jóhann Berg sé að glíma við smávægileg meiðsli og geti því ekki gefið kost á sér að svo stöddu. Einnig kemur fram í frétt 433 að fleiri leikmenn gætu þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Til að mynda greindi Vísir frá því fyrr í kvöld að Jón Guðni Fjóluson hefði meiðst í leik með Hammarby gegn Norrköping í kvöld.

Jóhann Berg er einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Hann á að baki 81 A-landsleik og hefur skorað í þeim átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×