Í frétt á vef Jótlandspóstsins segir að komið hafi upp úr dúrnum að Göbbels hafði verið sæmdur þessum heiðri árið 1938, en af einhverjum ókunnum ástæðum hafði nafnbótin ekki verið dregin til baka eins og var gert með Hitler sjálfan og fleiri framámenn Nasista eftir að Seinni heimsstyrjöldinni lauk.
Fastlega er búist við því að Göbbels verði settur út af listanum á næstunni.
Göbbels var áróðursmeistari Þriðja ríkisins frá 1933 fram til dauðadags, en hann svipti sig lífi í sprengjubyrgi í Berlín daginn eftir að Hitler hafði gert slíkt hið sama. Eiginkona Göbbels fylgdi manni sínum, en skömmu áður höfðu þau eitrað fyrir sínum eigin börnum, sex að tölu.