Jonna finnst fyndið að hans liði sé bara spáð fjórða sæti: Með miklu betra lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 16:31 Daniela Wallen er að fara að spila sitt þriðja tímabil í röð með Keflavíkurliðinu. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir Subway-deild kvenna í körfubolta sem fer af stað í kvöld. Keflavíkurkonur hafa misst öfluga leikmenn undanfarin ár og það hélt áfram í sumar. Þjálfari liðsins er þó hvergi banginn eins og sást í viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann. Kvennaliði Keflavíkur var spáð fjórða sæti í deildinni á eftir Haukum, Val og Fjölni en Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, skilur ekkert í þeirri spá. „Mér ótrúlega fyndið að okkur skuli vera spáð fjórða sæti því við erum miklu betri en það,“ sagði Jonni í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Körfuboltakvölds. Kjartan sýndi viðtalið í upphafi umræðum um Keflavíkurkonur í vetur. „Ég spáði mér í fyrsta sætið og það var eina atkvæðið í sæti númer eitt,“ sagði Jón Halldór hlæjandi. „Hópurinn er betri en í fyrra. Þær eru ári þroskaðri en þær voru þá og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Jón sem heldur áfram hinum frábæra bandaríska leikmanni Daniela Wallen sem var með 25,2 stig og 16,2 fráköst í leik í fyrra. „Hún er stórkostleg í körfu og hún er í töluvert betra formi núna en hún var síðasta vetur. Nú erum við komin með „backup“ fyrir hana og ætti því að fá að njóta sín enn betur en hún gerði. Hún þarf ekki að vera með boltann í höndunum 95 prósent af tímanum eins og hún var oft á tíðum í fyrra,“ sagði Jón. „Við erum ótrúlega bjartsýnir og það er frábært að vera áfram með hana því þetta er þriðja tímabilið sem hún spilar með okkur. Ég er ótrúlega sáttur,“ sagði Jón en er þá verið að vanmeta Keflavíkurliðið í upphafi móts? „Sem betur fer,“ sagði Jón Halldór brosandi. Það má heyra umræðuna um Keflavíkurliðið í Körfuboltakvöldi hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavíkurliðið og viðbrögð þjálfarans við spánni Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Kvennaliði Keflavíkur var spáð fjórða sæti í deildinni á eftir Haukum, Val og Fjölni en Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, skilur ekkert í þeirri spá. „Mér ótrúlega fyndið að okkur skuli vera spáð fjórða sæti því við erum miklu betri en það,“ sagði Jonni í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Körfuboltakvölds. Kjartan sýndi viðtalið í upphafi umræðum um Keflavíkurkonur í vetur. „Ég spáði mér í fyrsta sætið og það var eina atkvæðið í sæti númer eitt,“ sagði Jón Halldór hlæjandi. „Hópurinn er betri en í fyrra. Þær eru ári þroskaðri en þær voru þá og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Jón sem heldur áfram hinum frábæra bandaríska leikmanni Daniela Wallen sem var með 25,2 stig og 16,2 fráköst í leik í fyrra. „Hún er stórkostleg í körfu og hún er í töluvert betra formi núna en hún var síðasta vetur. Nú erum við komin með „backup“ fyrir hana og ætti því að fá að njóta sín enn betur en hún gerði. Hún þarf ekki að vera með boltann í höndunum 95 prósent af tímanum eins og hún var oft á tíðum í fyrra,“ sagði Jón. „Við erum ótrúlega bjartsýnir og það er frábært að vera áfram með hana því þetta er þriðja tímabilið sem hún spilar með okkur. Ég er ótrúlega sáttur,“ sagði Jón en er þá verið að vanmeta Keflavíkurliðið í upphafi móts? „Sem betur fer,“ sagði Jón Halldór brosandi. Það má heyra umræðuna um Keflavíkurliðið í Körfuboltakvöldi hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavíkurliðið og viðbrögð þjálfarans við spánni Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli