Jonna finnst fyndið að hans liði sé bara spáð fjórða sæti: Með miklu betra lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 16:31 Daniela Wallen er að fara að spila sitt þriðja tímabil í röð með Keflavíkurliðinu. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir Subway-deild kvenna í körfubolta sem fer af stað í kvöld. Keflavíkurkonur hafa misst öfluga leikmenn undanfarin ár og það hélt áfram í sumar. Þjálfari liðsins er þó hvergi banginn eins og sást í viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann. Kvennaliði Keflavíkur var spáð fjórða sæti í deildinni á eftir Haukum, Val og Fjölni en Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, skilur ekkert í þeirri spá. „Mér ótrúlega fyndið að okkur skuli vera spáð fjórða sæti því við erum miklu betri en það,“ sagði Jonni í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Körfuboltakvölds. Kjartan sýndi viðtalið í upphafi umræðum um Keflavíkurkonur í vetur. „Ég spáði mér í fyrsta sætið og það var eina atkvæðið í sæti númer eitt,“ sagði Jón Halldór hlæjandi. „Hópurinn er betri en í fyrra. Þær eru ári þroskaðri en þær voru þá og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Jón sem heldur áfram hinum frábæra bandaríska leikmanni Daniela Wallen sem var með 25,2 stig og 16,2 fráköst í leik í fyrra. „Hún er stórkostleg í körfu og hún er í töluvert betra formi núna en hún var síðasta vetur. Nú erum við komin með „backup“ fyrir hana og ætti því að fá að njóta sín enn betur en hún gerði. Hún þarf ekki að vera með boltann í höndunum 95 prósent af tímanum eins og hún var oft á tíðum í fyrra,“ sagði Jón. „Við erum ótrúlega bjartsýnir og það er frábært að vera áfram með hana því þetta er þriðja tímabilið sem hún spilar með okkur. Ég er ótrúlega sáttur,“ sagði Jón en er þá verið að vanmeta Keflavíkurliðið í upphafi móts? „Sem betur fer,“ sagði Jón Halldór brosandi. Það má heyra umræðuna um Keflavíkurliðið í Körfuboltakvöldi hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavíkurliðið og viðbrögð þjálfarans við spánni Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Kvennaliði Keflavíkur var spáð fjórða sæti í deildinni á eftir Haukum, Val og Fjölni en Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, skilur ekkert í þeirri spá. „Mér ótrúlega fyndið að okkur skuli vera spáð fjórða sæti því við erum miklu betri en það,“ sagði Jonni í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Körfuboltakvölds. Kjartan sýndi viðtalið í upphafi umræðum um Keflavíkurkonur í vetur. „Ég spáði mér í fyrsta sætið og það var eina atkvæðið í sæti númer eitt,“ sagði Jón Halldór hlæjandi. „Hópurinn er betri en í fyrra. Þær eru ári þroskaðri en þær voru þá og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Jón sem heldur áfram hinum frábæra bandaríska leikmanni Daniela Wallen sem var með 25,2 stig og 16,2 fráköst í leik í fyrra. „Hún er stórkostleg í körfu og hún er í töluvert betra formi núna en hún var síðasta vetur. Nú erum við komin með „backup“ fyrir hana og ætti því að fá að njóta sín enn betur en hún gerði. Hún þarf ekki að vera með boltann í höndunum 95 prósent af tímanum eins og hún var oft á tíðum í fyrra,“ sagði Jón. „Við erum ótrúlega bjartsýnir og það er frábært að vera áfram með hana því þetta er þriðja tímabilið sem hún spilar með okkur. Ég er ótrúlega sáttur,“ sagði Jón en er þá verið að vanmeta Keflavíkurliðið í upphafi móts? „Sem betur fer,“ sagði Jón Halldór brosandi. Það má heyra umræðuna um Keflavíkurliðið í Körfuboltakvöldi hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavíkurliðið og viðbrögð þjálfarans við spánni Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira