Torres skaut Spánverjum í úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2021 20:45 Ferran Torres fagnar öðru marka sinna í kvöld. David S. Bustamante/Getty Images Ferran Torres skoraði tvívegis er Spánn tryggði sér sæti í úrslitum Þjóðadeildarinnar með 2-1 sigri á Evrópumeisturum Ítalíu er liðin mættust á San Siro-vellinum í Mílanó-borg í kvöld. Torres skoraði tvívegis í fyrri hálfleik áður en hann þurfti að fara meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Mikel Oyarzabal lagði upp bæði mörkin og voru Spánverjar 2-0 yfir í hálfleik. This duo for Spain Italy = ______#NationsLeague pic.twitter.com/z9Eij9yZPY— UEFA Nations League (@EURO2024) October 6, 2021 Til að bæta gráu ofan á svart fékk Leonardo Bonucci, miðvörður Ítalíu, tvö gul spjöld á 12 mínútna kafla í fyrri hálfleik og Evrópumeistararnir því manni færri í tæpar 50 mínútur í kvöld. Spánverjar héldu í boltann á löngum köflum í síðari hálfleik og reyndu að drepa leikinn eftir bestu getu. Það gekk þó ekki alveg þar sem Lorenzo Pellegrini minnkaði muninn á 83. mínútu eftir sendingu Federico Chiesa. Italy back in it! Lorenzo Pellegrini with a simple finish from close range #NationsLeague pic.twitter.com/Frkz1zuhIb— UEFA Nations League (@EURO2024) October 6, 2021 Staðan þar með orðin 2-1 en nær komust Ítalir ekki og Spánverjar mættir í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar þar sem þeir mæta annað hvort Frökkum eða Belgum. Sá leikur fer fram á morgun og verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Fótbolti
Ferran Torres skoraði tvívegis er Spánn tryggði sér sæti í úrslitum Þjóðadeildarinnar með 2-1 sigri á Evrópumeisturum Ítalíu er liðin mættust á San Siro-vellinum í Mílanó-borg í kvöld. Torres skoraði tvívegis í fyrri hálfleik áður en hann þurfti að fara meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Mikel Oyarzabal lagði upp bæði mörkin og voru Spánverjar 2-0 yfir í hálfleik. This duo for Spain Italy = ______#NationsLeague pic.twitter.com/z9Eij9yZPY— UEFA Nations League (@EURO2024) October 6, 2021 Til að bæta gráu ofan á svart fékk Leonardo Bonucci, miðvörður Ítalíu, tvö gul spjöld á 12 mínútna kafla í fyrri hálfleik og Evrópumeistararnir því manni færri í tæpar 50 mínútur í kvöld. Spánverjar héldu í boltann á löngum köflum í síðari hálfleik og reyndu að drepa leikinn eftir bestu getu. Það gekk þó ekki alveg þar sem Lorenzo Pellegrini minnkaði muninn á 83. mínútu eftir sendingu Federico Chiesa. Italy back in it! Lorenzo Pellegrini with a simple finish from close range #NationsLeague pic.twitter.com/Frkz1zuhIb— UEFA Nations League (@EURO2024) October 6, 2021 Staðan þar með orðin 2-1 en nær komust Ítalir ekki og Spánverjar mættir í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar þar sem þeir mæta annað hvort Frökkum eða Belgum. Sá leikur fer fram á morgun og verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti