Tillaga Sjálfstæðisflokksins brot á innkaupareglum borgarinnar Sabine Leskopf skrifar 6. október 2021 17:31 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útboð allra þátta stafrænnar umbreytingar var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Ekki var hægt að bregðast öðruvísi við og komu hörkuleg viðbrögð, m.a. frá dómsmálaráðherra, á óvart en hún taldi málið vera „til skammar“. En svo virðist að slík viðbrögð sem og tillagan sjálf byggi á töluverðri vanþekkingu í málinu. Málið býður kannski upp á ofureinfalda nálgun – „borgin er ekki til að bjóða allt verkefnið út eins og ríkið gerir“ og er þetta nálgun í pólítiskri umræðu sem oft hefur verið tengd popúlisma eða áróðri: að ná athygli en treysta á það að fólk nenni ekki að kynna sér smáa letrið. Fyrir alla sem kynna sér miklu flóknari veruleika verkefnisins, lög og ramma sem gilda fyrir innkaup hins opinbera, þá lítur þetta nefnilega allt öðruvísi út. Stafræn umbreyting er afar framsækið verkefni Reykjavíkurborgar sem mun margborga sig og skila sér í betri þjónustu við borgarbúa. Borgin nýtur sér útboð og fleiri innkaupaferla til að ná í þekkingu og vöruframboð á markaðnum á bestu mögulegum kjörum. Af þeim 10 milljörðum sem samþykktar eru fyrir verkefnið verða tæplega 80% varið í innkaup af tækjum og þjónustu. Að láta eins og Reykjavíkurborg ætli sér einungis að styðjast við innanhúslausnir byggist sem sagt á misskilningi og rangfærslum. Öfugt við það sem dómsmálaráðherra heldur fram þá er stafræna umbreytingin hjá borginni af allt öðrum toga en hjá ríkinu. Verkefni ríkisins „Stafrænt Ísland“ er miklu meira forritunarverkefni og eðlilegt að bjóða það út. Verkefnið hefur hins vegar ekkert með innleiðingu breytinganna þar sem þjónustan fer fram að gera. Hjá borginni vinna meira en 9000 manns á fleiri hundruð starfsstöðvum sem þurfa að geta unnið með kerfinu og ferlum. Að innleiða og leiða slíkar breytingar í störfum allra án þess að hafa innanhúsþekkingu væri fráleitt. Og þess vegna fer borgin nákvæmlega sömu leið og leiðandi fyrirtæki á markaði eins og bankar og tryggingafélög. Verkefnið hefur farið í gegnum umfangsmikla greiningu á kostnaði, öryggi, áreiðanleika og áhættu í samráði við ráðgjafa innanlands sem utan. Hversu vel þetta hefur verið unnið sýnir sig kannski í því að Reykjavíkurborg er á meðal sex borga í þriggja ára nýsköpunarverkefni sem ber nafnið „Build Back Better“ og mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala frá Bloomberg Philantrophies. Í umræðunni benti ég fulltrúum minnihlutans einnig en án árangurs á að tillagan væri einfaldlega brot á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Tillagan, sem hljóðaði upp á að Innkaupasviði Reykjavíkurborgar yrði falið að vinna að útboðum, samræmist ekki innkaupareglum borgarinnar. Tillagan fól í sér brot á 5. gr. reglnanna þar sem skilgreint er hver hefur umsjón með innkaupum borgarinnar, sem og hver veitir ráðgjöf og hefur eftirlit með innkaupum. Borgarstjórn hefði einfaldlega ekki verið heimilt að samþykkja tillöguna og fela Innkaupaskrifstofu að vinna að útboðum á grundvelli Innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Útboð er hins vegar ekki heldur töfralausn – segjum að í sértæku verkefni komi einfaldlega bara eitt fyrirtæki til greina. Ef við bjóðum samt út, þá eru það ekki geimvísindi að þetta fyrirtæki veit þetta nákvæmlega eins og við og mundi bjóða himinhátt verð sem við yrðum þá að taka. Þannig að það gæti verið stórtap að bjóða allt út án greiningar eins og tillagan gerði ráð fyrir. Þessi þarfa- og kostnaðargreining fór hins vegar fram á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviði og í samræmi við innkaupareglur borgarinnarnar. Fram undan er vinna sem mun bæta, rafvæða og einfalda þjónustu Reykjavíkur í þágu borgarbúa – og spara peninga um leið. Höfundur er formaður innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útboð allra þátta stafrænnar umbreytingar var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Ekki var hægt að bregðast öðruvísi við og komu hörkuleg viðbrögð, m.a. frá dómsmálaráðherra, á óvart en hún taldi málið vera „til skammar“. En svo virðist að slík viðbrögð sem og tillagan sjálf byggi á töluverðri vanþekkingu í málinu. Málið býður kannski upp á ofureinfalda nálgun – „borgin er ekki til að bjóða allt verkefnið út eins og ríkið gerir“ og er þetta nálgun í pólítiskri umræðu sem oft hefur verið tengd popúlisma eða áróðri: að ná athygli en treysta á það að fólk nenni ekki að kynna sér smáa letrið. Fyrir alla sem kynna sér miklu flóknari veruleika verkefnisins, lög og ramma sem gilda fyrir innkaup hins opinbera, þá lítur þetta nefnilega allt öðruvísi út. Stafræn umbreyting er afar framsækið verkefni Reykjavíkurborgar sem mun margborga sig og skila sér í betri þjónustu við borgarbúa. Borgin nýtur sér útboð og fleiri innkaupaferla til að ná í þekkingu og vöruframboð á markaðnum á bestu mögulegum kjörum. Af þeim 10 milljörðum sem samþykktar eru fyrir verkefnið verða tæplega 80% varið í innkaup af tækjum og þjónustu. Að láta eins og Reykjavíkurborg ætli sér einungis að styðjast við innanhúslausnir byggist sem sagt á misskilningi og rangfærslum. Öfugt við það sem dómsmálaráðherra heldur fram þá er stafræna umbreytingin hjá borginni af allt öðrum toga en hjá ríkinu. Verkefni ríkisins „Stafrænt Ísland“ er miklu meira forritunarverkefni og eðlilegt að bjóða það út. Verkefnið hefur hins vegar ekkert með innleiðingu breytinganna þar sem þjónustan fer fram að gera. Hjá borginni vinna meira en 9000 manns á fleiri hundruð starfsstöðvum sem þurfa að geta unnið með kerfinu og ferlum. Að innleiða og leiða slíkar breytingar í störfum allra án þess að hafa innanhúsþekkingu væri fráleitt. Og þess vegna fer borgin nákvæmlega sömu leið og leiðandi fyrirtæki á markaði eins og bankar og tryggingafélög. Verkefnið hefur farið í gegnum umfangsmikla greiningu á kostnaði, öryggi, áreiðanleika og áhættu í samráði við ráðgjafa innanlands sem utan. Hversu vel þetta hefur verið unnið sýnir sig kannski í því að Reykjavíkurborg er á meðal sex borga í þriggja ára nýsköpunarverkefni sem ber nafnið „Build Back Better“ og mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala frá Bloomberg Philantrophies. Í umræðunni benti ég fulltrúum minnihlutans einnig en án árangurs á að tillagan væri einfaldlega brot á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Tillagan, sem hljóðaði upp á að Innkaupasviði Reykjavíkurborgar yrði falið að vinna að útboðum, samræmist ekki innkaupareglum borgarinnar. Tillagan fól í sér brot á 5. gr. reglnanna þar sem skilgreint er hver hefur umsjón með innkaupum borgarinnar, sem og hver veitir ráðgjöf og hefur eftirlit með innkaupum. Borgarstjórn hefði einfaldlega ekki verið heimilt að samþykkja tillöguna og fela Innkaupaskrifstofu að vinna að útboðum á grundvelli Innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Útboð er hins vegar ekki heldur töfralausn – segjum að í sértæku verkefni komi einfaldlega bara eitt fyrirtæki til greina. Ef við bjóðum samt út, þá eru það ekki geimvísindi að þetta fyrirtæki veit þetta nákvæmlega eins og við og mundi bjóða himinhátt verð sem við yrðum þá að taka. Þannig að það gæti verið stórtap að bjóða allt út án greiningar eins og tillagan gerði ráð fyrir. Þessi þarfa- og kostnaðargreining fór hins vegar fram á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviði og í samræmi við innkaupareglur borgarinnarnar. Fram undan er vinna sem mun bæta, rafvæða og einfalda þjónustu Reykjavíkur í þágu borgarbúa – og spara peninga um leið. Höfundur er formaður innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun