Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2021 17:42 Lenya Rún Taha Karim var í þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Píratar Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið. Þegar síðustu tölur voru birtar úr síðasta kjördæminu morguninn eftir Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði náði Lenya Rún, sem var í þriðja sæti lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, skyndilega inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Gleði hennar var þó skammvinn því um níu klukkustundum síðar höfðu atkvæði í Norðvesturkjördæmi verið talin aftur. Niðurstöður endurtalningarinnar þýddu að jöfnunarsæti flokka færðust á milli kjördæma og Lenya Rún datt út. Hún hefði orðið yngsti þingmaðurinn í lýðveldissögunni en hún er á tuttugasta og fyrsta aldursári. Lenya Rún tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú síðdegis að hún hefði skilað inn kæru til kjörbréfanefndar í dag. „Ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi,“ tísti hún. Skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar rétt áðan - ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi. Er þetta ekki annars það sem að allir svölu krakkarnir eru að gera? pic.twitter.com/Lje3tAgYpk— Lenya Rún (@Lenyarun) October 6, 2021 Þrjár aðrar kærur vegna kosninganna hafa þegar borist frá frambjóðendum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þeir krefjast ógildingu kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, sem var þingmaður Miðflokksins en datt út eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, boðað að hann leggi einni fram kæru á næstu dögum. Í kæru Lenyu Rúnar segir að ágallar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtalninguna. Boðað hafi verið til endurtalningarinnar með ólöglegum hætti og endurtöldu kjörgögnin hafi bersýnilega verið spillt vegna ófullnægjandi frágangs og meðferðar. Í kærunni er þess því krafist að stuðst verði við lokaniðurstöður talningar sem yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi tilkynnti að morgni sunnudagsins 26. september. Með kærunni er lögð sú krafa á kjörbréfanefnd Alþingis að hún taki afstöðu til lögmætis endurtalningarinnar sjálfrar, fari svo að nefndin ákveði hvorki að ráðast í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á landsvísu. Fari svo sé aðeins einn raunhæfur og löglegur kostur í stöðunni: Að styðjast við fyrri talningu atkvæða sem kjörstjórn og eftirlitsmenn töldu löglega að morgni 26. september. Fréttin hefur verið uppfærð. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Þegar síðustu tölur voru birtar úr síðasta kjördæminu morguninn eftir Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði náði Lenya Rún, sem var í þriðja sæti lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, skyndilega inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Gleði hennar var þó skammvinn því um níu klukkustundum síðar höfðu atkvæði í Norðvesturkjördæmi verið talin aftur. Niðurstöður endurtalningarinnar þýddu að jöfnunarsæti flokka færðust á milli kjördæma og Lenya Rún datt út. Hún hefði orðið yngsti þingmaðurinn í lýðveldissögunni en hún er á tuttugasta og fyrsta aldursári. Lenya Rún tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú síðdegis að hún hefði skilað inn kæru til kjörbréfanefndar í dag. „Ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi,“ tísti hún. Skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar rétt áðan - ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi. Er þetta ekki annars það sem að allir svölu krakkarnir eru að gera? pic.twitter.com/Lje3tAgYpk— Lenya Rún (@Lenyarun) October 6, 2021 Þrjár aðrar kærur vegna kosninganna hafa þegar borist frá frambjóðendum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þeir krefjast ógildingu kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, sem var þingmaður Miðflokksins en datt út eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, boðað að hann leggi einni fram kæru á næstu dögum. Í kæru Lenyu Rúnar segir að ágallar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtalninguna. Boðað hafi verið til endurtalningarinnar með ólöglegum hætti og endurtöldu kjörgögnin hafi bersýnilega verið spillt vegna ófullnægjandi frágangs og meðferðar. Í kærunni er þess því krafist að stuðst verði við lokaniðurstöður talningar sem yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi tilkynnti að morgni sunnudagsins 26. september. Með kærunni er lögð sú krafa á kjörbréfanefnd Alþingis að hún taki afstöðu til lögmætis endurtalningarinnar sjálfrar, fari svo að nefndin ákveði hvorki að ráðast í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á landsvísu. Fari svo sé aðeins einn raunhæfur og löglegur kostur í stöðunni: Að styðjast við fyrri talningu atkvæða sem kjörstjórn og eftirlitsmenn töldu löglega að morgni 26. september. Fréttin hefur verið uppfærð.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira