Farþegar gætu orðið fleiri árið 2024 en fyrir faraldur Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2021 09:22 Farþegum hefur fjölgað í Leifsstöð. Vísir/vilhelm Fleiri farþegar gætu farið um Keflavíkurflugvöll árið 2024 en 2019 ef bjartsýnasta spá Isavia gengur eftir. Samkvæmt henni verða þeir tæplega 7,9 milljónir talsins sem er meira en mældist árið fyrir heimsfaraldurinn. Yrði það þriðji mesti farþegafjöldi sem farið hefur um flugvöllinn á einu ári en farþegar voru fleiri árin 2017 og 2018. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Isavia um mögulegan fjölda farþega næstu þrjú árin. Að sögn félagsins er ekki um eiginlega farþegaspá að ræða líkt og þær sem gefnar voru út árlega áður en faraldurinn skall á. Sú nýjasta kom út í lok árs 2019. „Síðan þá hefur fullkomin óvissa verið í flugheiminum vegna Covid og ómögulegt að spá nokkru um þróun mála,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Lítið megi út af bregða Rúmlega 7 milljónir farþegar fóru um völlinn árið 2019 en í fyrra voru þeir aðeins 1,3 milljónir. Sviðsmyndir Isavia gera ráð fyrir að þeir verði um 2,2 milljónir í ár, á bilinu 4-5 milljónir á næsta ári, 4-6 milljónir 2023 og síðan á bilinu 5,5 til 7,9 árið 2024. „Rétt er þó að hafa í huga að lítið má í raun út af bregða til að þessar spár rætist ekki,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Samanburður á spám Isavia.Isavia „Endurheimt flugfarþega um Keflavíkurflugvöll þarf að vera hraðari en í sumar og haust. Harðar og síbreytilegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum fæla erlend flugfélög frá landinu. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Flugtengingar tapast eða þeim fjölgar a.m.k. ekki en þessar tengingar eru mikilvæg forsenda lífsgæða á Íslandi,“ segir hann í tilkynningu. Guðmundur bætir við að sumarið hafi gengið vel á Keflavíkurflugvelli og endurheimtin betri en á samkeppnisflugvöllum annars staðar í heiminum. Keflavíkurflugvöllur hafi í ár endurheimt 79% þeirra áfangastaða sem voru í boði árið 2019 samanborið við 72% í Kaupmannahöfn, 71% í Ósló, 67% í Stokkhólmi og 59% í Helsinki. Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Yrði það þriðji mesti farþegafjöldi sem farið hefur um flugvöllinn á einu ári en farþegar voru fleiri árin 2017 og 2018. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Isavia um mögulegan fjölda farþega næstu þrjú árin. Að sögn félagsins er ekki um eiginlega farþegaspá að ræða líkt og þær sem gefnar voru út árlega áður en faraldurinn skall á. Sú nýjasta kom út í lok árs 2019. „Síðan þá hefur fullkomin óvissa verið í flugheiminum vegna Covid og ómögulegt að spá nokkru um þróun mála,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Lítið megi út af bregða Rúmlega 7 milljónir farþegar fóru um völlinn árið 2019 en í fyrra voru þeir aðeins 1,3 milljónir. Sviðsmyndir Isavia gera ráð fyrir að þeir verði um 2,2 milljónir í ár, á bilinu 4-5 milljónir á næsta ári, 4-6 milljónir 2023 og síðan á bilinu 5,5 til 7,9 árið 2024. „Rétt er þó að hafa í huga að lítið má í raun út af bregða til að þessar spár rætist ekki,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Samanburður á spám Isavia.Isavia „Endurheimt flugfarþega um Keflavíkurflugvöll þarf að vera hraðari en í sumar og haust. Harðar og síbreytilegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum fæla erlend flugfélög frá landinu. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Flugtengingar tapast eða þeim fjölgar a.m.k. ekki en þessar tengingar eru mikilvæg forsenda lífsgæða á Íslandi,“ segir hann í tilkynningu. Guðmundur bætir við að sumarið hafi gengið vel á Keflavíkurflugvelli og endurheimtin betri en á samkeppnisflugvöllum annars staðar í heiminum. Keflavíkurflugvöllur hafi í ár endurheimt 79% þeirra áfangastaða sem voru í boði árið 2019 samanborið við 72% í Kaupmannahöfn, 71% í Ósló, 67% í Stokkhólmi og 59% í Helsinki.
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira