Arnar Guðjónsson: Mér fannst við bara ekki hitta neitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2021 22:48 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var feginn að landa sigrinum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Stjörnumenn unnu torsóttan sigur á ÍR í fyrsta leik sínum í Subway-deild karla í Garðabæ í kvöld. Lokatölur venjulegs leiktíma 99-99 en Stjörnumenn stigu upp undir lokin og kláruðu svo leikinn í framlengingu 113-102. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok. „Ég er mjög feginn að hafa náð að kreista út þennan sigur því það leit ekki vel út á tímabili. Þetta er víst rosa byrjun á deildinni, ég fór inn í klefa og kíkti á hina leikina og ég held það séu fjórar framlengingar allt í allt,“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru mest allan leikinn að elta og höfðu ÍR lengi um tíu stiga forskot. Öflugur viðsnúningur átti sér stað í 4.leikhluta sem skóp sigurinn. „Það var nákvæmlega þannig sem það fór. Þetta var mjög erfitt við lentum bæði í vandræðum með þá varnarlega og vorum svolítið ragir sóknarlega. Þeir gengu á lagið svo þetta var löng fæðing“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru með 32% skotnýtingu úr 43 skotum í fyrri hálfleik en enduðu leikinn með 45% nýtingu. Alls ekki nógu gott að mati þjálfarans. „Mér fannst við bara ekki hitta neitt og sumt af þessu var einfaldlega ÍR-ingar að gera mjög vel og vörðu skot en sumt af þessu voru skot sem við áttum að hitta úr og gerðum ekki. Vítanýtingin var ‚horrifying‘ held ég, undir 60% eða eitthvað. Það var svo ákveðin vinnusemi sem bætti það upp og þess vegna náðum við að vinna en við þurfum augljóslega að spila aðeins betur,“ sagði Arnar um skotnýtinguna. Staðan eftir 3.leikhluta var 70-78, ÍR-ingum í vil, og náðu Stjörnumenn að knýja fram framlengingu og gengu svo á lagið. Liðið fór að hitta og náði þannig að snúa þessu við segir Arnar. „Við hittum ofan í. Þetta hljómar ógeðslega asnalega en þegar þú ert ekki búinn að hitta neitt í 3 leikhluta þá hjálpar það heilmikið að fara að hitta,“ sagði Arnar um viðsnúninginn að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu Stjörnumenn tóku á móti ÍR-ingum í fyrstu umferð Subway-deildar karla í kvöld. Gestirnir leiddu lengst af, en Stjörnumenn tryggðu sér framlengingu þar sem að þeir voru sterkari aðilinn og unnu að lokum sterkan 11 stiga sigur, 113-102. 7. október 2021 22:16 Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
„Ég er mjög feginn að hafa náð að kreista út þennan sigur því það leit ekki vel út á tímabili. Þetta er víst rosa byrjun á deildinni, ég fór inn í klefa og kíkti á hina leikina og ég held það séu fjórar framlengingar allt í allt,“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru mest allan leikinn að elta og höfðu ÍR lengi um tíu stiga forskot. Öflugur viðsnúningur átti sér stað í 4.leikhluta sem skóp sigurinn. „Það var nákvæmlega þannig sem það fór. Þetta var mjög erfitt við lentum bæði í vandræðum með þá varnarlega og vorum svolítið ragir sóknarlega. Þeir gengu á lagið svo þetta var löng fæðing“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru með 32% skotnýtingu úr 43 skotum í fyrri hálfleik en enduðu leikinn með 45% nýtingu. Alls ekki nógu gott að mati þjálfarans. „Mér fannst við bara ekki hitta neitt og sumt af þessu var einfaldlega ÍR-ingar að gera mjög vel og vörðu skot en sumt af þessu voru skot sem við áttum að hitta úr og gerðum ekki. Vítanýtingin var ‚horrifying‘ held ég, undir 60% eða eitthvað. Það var svo ákveðin vinnusemi sem bætti það upp og þess vegna náðum við að vinna en við þurfum augljóslega að spila aðeins betur,“ sagði Arnar um skotnýtinguna. Staðan eftir 3.leikhluta var 70-78, ÍR-ingum í vil, og náðu Stjörnumenn að knýja fram framlengingu og gengu svo á lagið. Liðið fór að hitta og náði þannig að snúa þessu við segir Arnar. „Við hittum ofan í. Þetta hljómar ógeðslega asnalega en þegar þú ert ekki búinn að hitta neitt í 3 leikhluta þá hjálpar það heilmikið að fara að hitta,“ sagði Arnar um viðsnúninginn að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu Stjörnumenn tóku á móti ÍR-ingum í fyrstu umferð Subway-deildar karla í kvöld. Gestirnir leiddu lengst af, en Stjörnumenn tryggðu sér framlengingu þar sem að þeir voru sterkari aðilinn og unnu að lokum sterkan 11 stiga sigur, 113-102. 7. október 2021 22:16 Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu Stjörnumenn tóku á móti ÍR-ingum í fyrstu umferð Subway-deildar karla í kvöld. Gestirnir leiddu lengst af, en Stjörnumenn tryggðu sér framlengingu þar sem að þeir voru sterkari aðilinn og unnu að lokum sterkan 11 stiga sigur, 113-102. 7. október 2021 22:16