Stórauka þarf vöktun vegna skriðufalla Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Jódís Skúladóttir skrifa 9. október 2021 09:31 Enn minnir náttúran á sig hér í Norðausturkjördæmi eftir miklar rigningar þar sem bæði aur og vatnsflóð hafa skilið eftir sig mikla eyðileggingu. Fólk þarf að rýma hús sín - sumir sem betur fer í stuttan tíma, en aðrir vita ekki hvenær þeir geta snúið heim. Fordæmalaust ástand í Köldukinn þar sem gríðarlega mikil uppbygging er framundan. Ekki höfum við heldur gleymt atburðunum á Seyðisfirði í lok síðasta árs auk þess sem skriður hafa ógnað bænum í liðinni viku og munu gera áfram. Mikil flóð bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði með tilheyrandi skemmdum og dæmin eru sannarlega fleiri. Það er mikilvægt að Náttúruhamfaratrygging Íslands og aðrar þær tryggingar sem eiga í hlut taki vel utan um það tjón sem hefur orðið þannig að fólk, sem það getur, geti snúið heim aftur og hafið uppbyggingu og endurbætur. Skriðuföll og flóð valda ekki bara veraldlegu tjóni heldur líka andlegu og við þurfum að taka utan um fólk sem lendir í slíkum aðstæðum. Við höfum séð að heilu samfélögin hjálpast að þegar slík áföll verða en hið opinbera þarf líka að vera þess bært að geta boðið uppá sálræna hjálp sem oft er ekki minna atriðið en hin veraldlega. En við þurfum líka að sjá þessa atburði fyrir og þar eigum við því miður langt í land. Sérfræðingar virðast vera á einu máli um að tíðni stórra skriðufalla sé að aukast. Hvort sem það eru veðurfræðingar, sérfræðingar á sviði loftslagsmála eða jarðfræðingar. Við þurfum að hlusta og taka þetta alvarlega. Bent hefur verið á að það þurfi að kortleggja hættusvæði betur. Fleiri þéttbýlisstaðir, sveitabæir og sumarhúsabyggðir eru undir og því miður er staðan þannig í dag að örfáir staðir eru vaktaðir. Þetta er mál sem þarf að vera í forgangi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður VG, setti aukinn kraft í rannsóknir á þessu sviði á síðasta kjörtímabili en eins og hann hefur sjálfur sagt, það þarf meira til. Sú ríkisstjórn sem senn tekur við þarf að setja þetta mál í forgang og við sem kjörnir fulltrúar þurfum að standa saman og fylgja því fast eftir. Því það er sannarlega mikið í húfi. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Almannavarnir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Enn minnir náttúran á sig hér í Norðausturkjördæmi eftir miklar rigningar þar sem bæði aur og vatnsflóð hafa skilið eftir sig mikla eyðileggingu. Fólk þarf að rýma hús sín - sumir sem betur fer í stuttan tíma, en aðrir vita ekki hvenær þeir geta snúið heim. Fordæmalaust ástand í Köldukinn þar sem gríðarlega mikil uppbygging er framundan. Ekki höfum við heldur gleymt atburðunum á Seyðisfirði í lok síðasta árs auk þess sem skriður hafa ógnað bænum í liðinni viku og munu gera áfram. Mikil flóð bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði með tilheyrandi skemmdum og dæmin eru sannarlega fleiri. Það er mikilvægt að Náttúruhamfaratrygging Íslands og aðrar þær tryggingar sem eiga í hlut taki vel utan um það tjón sem hefur orðið þannig að fólk, sem það getur, geti snúið heim aftur og hafið uppbyggingu og endurbætur. Skriðuföll og flóð valda ekki bara veraldlegu tjóni heldur líka andlegu og við þurfum að taka utan um fólk sem lendir í slíkum aðstæðum. Við höfum séð að heilu samfélögin hjálpast að þegar slík áföll verða en hið opinbera þarf líka að vera þess bært að geta boðið uppá sálræna hjálp sem oft er ekki minna atriðið en hin veraldlega. En við þurfum líka að sjá þessa atburði fyrir og þar eigum við því miður langt í land. Sérfræðingar virðast vera á einu máli um að tíðni stórra skriðufalla sé að aukast. Hvort sem það eru veðurfræðingar, sérfræðingar á sviði loftslagsmála eða jarðfræðingar. Við þurfum að hlusta og taka þetta alvarlega. Bent hefur verið á að það þurfi að kortleggja hættusvæði betur. Fleiri þéttbýlisstaðir, sveitabæir og sumarhúsabyggðir eru undir og því miður er staðan þannig í dag að örfáir staðir eru vaktaðir. Þetta er mál sem þarf að vera í forgangi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður VG, setti aukinn kraft í rannsóknir á þessu sviði á síðasta kjörtímabili en eins og hann hefur sjálfur sagt, það þarf meira til. Sú ríkisstjórn sem senn tekur við þarf að setja þetta mál í forgang og við sem kjörnir fulltrúar þurfum að standa saman og fylgja því fast eftir. Því það er sannarlega mikið í húfi. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar