Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 10:11 Margir Rússar hafa orðið þreyttir á biðinni og sækja því í önnur efni. Aðrir segjast treysta Sputnik V betur og bíða eftir alþjóðlegri vottun. Getty/Alexander Demianchuk Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. Rússar sem hafa hug á að ferðast út fyrir landsteinana þurfa því að næla sér í vestrænt bóluefni í mörgum tilvikum. Það geta þeir gert í Serbíu. Bóluefni Rússa, Sputnik V, kom út í ágúst á síðasta ári og hefur verið samþykkt í um 70 löndum í heiminum. Það er því töluverður fjöldi ríkja sem tekur bóluefnavottorðið ekki gilt. Rússar hafa því brugðið á það ráð að láta bólusetja sig í Serbíu. Áfangastaðurinn þykir tilvalinn en boðið er upp á fjölda vestrænna bóluefna. Vegabréfaáritunar er ekki krafist, sem auðveldar inngöngu inn í landið. Þetta kemur fram á vef AP. Margir sakni ferðalaga til Evrópu Í samtali við AP segir talskona ferðaskrifstofu í Rússlandi að mismunandi ástæður búi að baki ferðalögunum. Margir vilja heimsækja fjölskyldumeðlimi, einhverjir eru í viðskiptaerindum og enn aðrir einfaldlega sakna þess að ferðast til Evrópu. Ferðirnar eru nánast það eina sem ferðaskrifstofan tekur að um sér þessar mundir. Ferðirnar en þær kosta allt frá fjörutíu upp í níutíu þúsund krónur allt eftir því hvað innifalið er í ferðalögunum. Mikil seinkun hefur verið á vottun Sputnik V bóluefnisins en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti um áframhaldandi tafir nú í september. Lyfjastofnun Evrópu hefur heldur ekki samþykkt efnið og er því ljóst að bið Rússa gæti orðið lengri. Ísland er meðal þeirra landa sem hafa Sputnik V ekki á lista yfir viðurkennd bóluefni. Hlutfall fullbólusettra í Rússlandi eru aðeins 29% þjóðarinnar en 33 % hafa fengið fyrstu sprautu. Metfjöldi lést vegna veirunnar í Rússlandi í liðinni viku en tæplega þúsund manns létust úr Covid-19 í fyrradag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum „Svarta ekkjan“ fannst látin Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Barn meðal látinna í rútuslysi Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Holtavörðuheiði enn lokuð Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Sjá meira
Rússar sem hafa hug á að ferðast út fyrir landsteinana þurfa því að næla sér í vestrænt bóluefni í mörgum tilvikum. Það geta þeir gert í Serbíu. Bóluefni Rússa, Sputnik V, kom út í ágúst á síðasta ári og hefur verið samþykkt í um 70 löndum í heiminum. Það er því töluverður fjöldi ríkja sem tekur bóluefnavottorðið ekki gilt. Rússar hafa því brugðið á það ráð að láta bólusetja sig í Serbíu. Áfangastaðurinn þykir tilvalinn en boðið er upp á fjölda vestrænna bóluefna. Vegabréfaáritunar er ekki krafist, sem auðveldar inngöngu inn í landið. Þetta kemur fram á vef AP. Margir sakni ferðalaga til Evrópu Í samtali við AP segir talskona ferðaskrifstofu í Rússlandi að mismunandi ástæður búi að baki ferðalögunum. Margir vilja heimsækja fjölskyldumeðlimi, einhverjir eru í viðskiptaerindum og enn aðrir einfaldlega sakna þess að ferðast til Evrópu. Ferðirnar eru nánast það eina sem ferðaskrifstofan tekur að um sér þessar mundir. Ferðirnar en þær kosta allt frá fjörutíu upp í níutíu þúsund krónur allt eftir því hvað innifalið er í ferðalögunum. Mikil seinkun hefur verið á vottun Sputnik V bóluefnisins en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti um áframhaldandi tafir nú í september. Lyfjastofnun Evrópu hefur heldur ekki samþykkt efnið og er því ljóst að bið Rússa gæti orðið lengri. Ísland er meðal þeirra landa sem hafa Sputnik V ekki á lista yfir viðurkennd bóluefni. Hlutfall fullbólusettra í Rússlandi eru aðeins 29% þjóðarinnar en 33 % hafa fengið fyrstu sprautu. Metfjöldi lést vegna veirunnar í Rússlandi í liðinni viku en tæplega þúsund manns létust úr Covid-19 í fyrradag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum „Svarta ekkjan“ fannst látin Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Barn meðal látinna í rútuslysi Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Holtavörðuheiði enn lokuð Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Sjá meira