Þingmenn til sölu – kosta eina tölu; eða 30 silfurpeninga Þorsteinn Sæmundsson skrifar 10. október 2021 13:00 Það mikilvægasta sem prýtt getur einn stjórnmálamann er heiðarleiki og traust. Flestir stjórnmálamenn sem ég hef kynnst á stuttum ferli búa yfir þeim eiginleikum. Þó eru innan um einstaklingar sem búa yfir sviksemi og óheiðarleika. Fáir eru þó þeir sem vísvitandi ganga til leiks með blekkingar og svik sem eina farangurinn. Einstaklingar sem hafa svo lágan siðferðisþröskuld að þeir treystast til þess að lauma sér inn á þing með hjálp heiðarlegs fólks sem hefur lagt á sig ómælda vinnu og lagt til fé svo að framboðið mætti takast. Sviksemi af þessum toga er því miður fylgifiskur stjórnmála en sem betur fer fágætur. Þeir sem treystast til þess að láta atkvæði sitt falt óðar en eftir því er leitað og stökka af vagninum sem dreginn var af heiðarlegu og hrekklausu fólki sem háði kosningabaráttu í góðri trú; Þeir sem berja sér á brjóst í síðbúinni vandlætingu til að breiða yfir sviksemi sína eru ekki margra aura virði. Hugsanlega þrjátíu silfurpeninga. Ferill slíkra verður oftlega í styttra lagi vegna þess að boginn nagli þó réttur sé verður aldrei sem nýr. Þeir sem einusinni hafa sýnt sviksemi eru ekki verðir trausts og mun ekki verða sýnt fullt traust í nýjum heimkynnum. Þeir sem í Biblíunni nefnast Farísear berja sér einatt á brjóst og þakka fyrir meinta góðsemi sína. Í slíkum býr ekki góðsemi ekki sannleikur ekki manndómur. Eitt er að skipta um stjórnmálaflokk sökum málefnalegs ágreinings. Annað er að taka til þess ráðs þegar maður veit að maður kemst ekki á lista flokks drauma sinna að orma sig inn á lista flokks sem maður ,,tilheyrir“ gagngert til að yfirgefa flokkinn strax að kosningum loknum og fara því inn á þing á fölskum forsendum frá byrjun. Það er lítilmennska. Í Mattheusarguðspjalli segir: ,,Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxum þeirra skuluð þér þekkja þá.“ Við þá sem þannig koma fram segi ég: Farvel, megi uppskeran verða eins og til var sáð. Guð blessi Sjálfstæðisflokkinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það mikilvægasta sem prýtt getur einn stjórnmálamann er heiðarleiki og traust. Flestir stjórnmálamenn sem ég hef kynnst á stuttum ferli búa yfir þeim eiginleikum. Þó eru innan um einstaklingar sem búa yfir sviksemi og óheiðarleika. Fáir eru þó þeir sem vísvitandi ganga til leiks með blekkingar og svik sem eina farangurinn. Einstaklingar sem hafa svo lágan siðferðisþröskuld að þeir treystast til þess að lauma sér inn á þing með hjálp heiðarlegs fólks sem hefur lagt á sig ómælda vinnu og lagt til fé svo að framboðið mætti takast. Sviksemi af þessum toga er því miður fylgifiskur stjórnmála en sem betur fer fágætur. Þeir sem treystast til þess að láta atkvæði sitt falt óðar en eftir því er leitað og stökka af vagninum sem dreginn var af heiðarlegu og hrekklausu fólki sem háði kosningabaráttu í góðri trú; Þeir sem berja sér á brjóst í síðbúinni vandlætingu til að breiða yfir sviksemi sína eru ekki margra aura virði. Hugsanlega þrjátíu silfurpeninga. Ferill slíkra verður oftlega í styttra lagi vegna þess að boginn nagli þó réttur sé verður aldrei sem nýr. Þeir sem einusinni hafa sýnt sviksemi eru ekki verðir trausts og mun ekki verða sýnt fullt traust í nýjum heimkynnum. Þeir sem í Biblíunni nefnast Farísear berja sér einatt á brjóst og þakka fyrir meinta góðsemi sína. Í slíkum býr ekki góðsemi ekki sannleikur ekki manndómur. Eitt er að skipta um stjórnmálaflokk sökum málefnalegs ágreinings. Annað er að taka til þess ráðs þegar maður veit að maður kemst ekki á lista flokks drauma sinna að orma sig inn á lista flokks sem maður ,,tilheyrir“ gagngert til að yfirgefa flokkinn strax að kosningum loknum og fara því inn á þing á fölskum forsendum frá byrjun. Það er lítilmennska. Í Mattheusarguðspjalli segir: ,,Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxum þeirra skuluð þér þekkja þá.“ Við þá sem þannig koma fram segi ég: Farvel, megi uppskeran verða eins og til var sáð. Guð blessi Sjálfstæðisflokkinn!
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar